Morgunblaðið - 06.04.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 06.04.2019, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2012 -2017 Kerruöxlar og íhlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA Bráðum kemur vorið er yfir- skrift tónleika Kammerkórs Reykjavíkur sem haldnir verða í Laugarneskirkju í dag kl. 16. Á efnisskránni eru íslensk vor- lög, en frumflutt verða tvö lög eftir stjórnandann Sigurð Braga- son. Einsöngvarar eru Smári Vífils- son, Erla Gígja Garðarsdóttir, Bryndís Guðnadóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Birna Ragnarsdóttir og Árni Gunnarsson. Gestakór tónleikanna er Skólakór Háteigs- skóla. Stjórnandi er Sigurður Bragason og píanóleikari er Jón Sigurðsson. Bráðum kemur vorið Sigurður Bragason Stuttmyndin Kanarí eftir Erlend Sveinsson var valin til sýn- ingar á stutt- myndahátíðinni Aspen Shortsfest sem nú stendur yfir. „Hátíðin hef- ur skapað sér sess sem ein af allra eftirsóttustu stuttmyndahátíðum og er hátíðin hluti af forvalinu fyrir Óskars- verðlaunin,“ segir í tilkynningu frá framleiðendum. Kanarí var frum- sýnd á Stockfish-hátíðinni í seinasta mánuði og hefur þegar verið valin til sýningar á hátíðum víðs vegar um heim, m.a. í Brussel, Lille og Barce- lona. Myndin var útskriftarmynd Erlends úr Columbia University og er hann staddur í Aspen að fylgja myndinni eftir. Hún segir frá Völu og Benna, ungu pari sem er að flytj- ast út á land og á í erfiðleikum með að finna sameiginlegan tilgang í för- inni. Í hlutverkum parsins eru Vivi- an Ólafsdóttir og Snorri Engilberts- son. Kanarí sýnd á hátíð í Aspen Erlendur Sveinsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Heiti sýningarinnar Frumefni nátt- úrunnar er lýsandi fyrir mig og mín verk. Ég vinn mikið með steinsteypu og gler og það eru náttúruelement í öllu sem ég geri,“ segir Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari, sem opnar sýningu á verkum sínum í Ásmundarsafni kl. 16 í dag. Verk Brynhildar sem prýða almannarými verða í aðalhlutverki sýningarinnar og nálgun hennar við list sem hluta af daglegu umhverfi manna, eitt verkanna verður sett upp í garði Ásmundarsafns. „Titillinn Frumefni náttúrunnar lýsir því hvernig ég vinn. Ég er úr sveit, iðin og mér hefur alltaf fundist gaman að vinna,“ segir Brynhildur sem segir náttúruna vera í þrívídd og það henti henni vel að vera efnislega tengd. Brynhildur lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskólanum árið 1974. Þaðan lá leiðin í Gerrit Rietveld Aca- demie í Hollandi og California Col- lege of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pil- chuck Glass School í Bandaríkjunum. Brynhildur segist vera stéttvís og sér hafi ekki fundist annað hægt eftir sjö ára nám en að helga sig högg- myndalistinni. Í lýsingu Ásmundarsafns á verk- um Brynhildar kemur fram að þau séu lífrænir skúlptúrar sem spretti upp úr persónulegum og kröftugum myndheimi hennar. Hún færi í auð- þekkjanleg form óræð furðudýr og náttúrufyrirbrigði sem bera sterk höfundareinkenni hennar og úti- listaverk Brynhildar séu hluti af náttúrunni og náttúran hluti af þeim. „Það kom mér á óvart þegar ég tók saman verk mín í almannarýmum hversu mörg þau eru og dreifð innan- lands og erlendis,“ segir Brynhildur sem á 20 verk í almannarými en fyrsta verkið setti hún upp árið 1991. Þar að auki eru verk Brynhildar í fjölda einkagarða og önnur í einka- eigu. Brynhildur hefur ekki sýnt áður í Ásmundarsafni og finnst mikill heið- ur að fá að vera með einkasýningu þar. „Þetta er safnið hans Ásmundar þar sem verkin hans eru í stóra saln- um og mín í hliðarsalnum. Það er líka ómetanlegt að fá að setja upp verk í garðinum innan um verkin hans Ásmundar,“ segir Brynhildur sem hefur haldið einkasýningar á þriggja ára fresti. Að sögn Brynhildar er það sköpunargleðin sem drífur hana áfram. Hefur allt sem hún þarf í lífinu „Ég er dugleg og atorkusöm kona og hef gaman af vinnunni. Um leið og einu verkefni lýkur huga ég að því næst. „Stay single and be happy“ er mitt mottó og það angrar mig ekkert að vinna ein,“ segir Brynhildur sem byggði sér fallega vinnustofu á Bakkastöðum í Grafarvogi. Þar seg- ist hún hafa allt sem hún þurfi í lífinu. Brynhildur segist stundum verða að beita sig hörðu til þess að fara úr vinnustofunni og innan um fólk svo gaman hafi hún af listsköpuninni og vinnunni í kringum hana. Þegar Brynhildur er ekki í list- sköpun kennir hún myndlist eða nýt- ur lífsins á fjöllum í hlutverki fjalla- kokks. Sýningu Brynhildar Frumefni náttúrunnar lýkur 10. júní en Bryn- hildur verður með leiðsögn um sýn- ingu sína í Ásmundarsafni sunnudag- inn 5. maí kl. 15. Sýning Brynhildar er önnur í röð einkasýninga fimm listamanna sem eru höfundar listaverka í Reykjavík. Af verkum Brynhildar í almanna- rými má nefna „Landslagsmynd“ í Garðabæ, „Klett“ sem stendur við Leirvoginn í Reykjavík og „Pendúl húsið“ í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Einnig stendur útilistaverk eft- ir Brynhildi í Alingsås í Svíþjóð. Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins auk safna í ýmsum löndum austan hafs og vest- an. Brynhildur hefur sýnt í Listasafni Reykjavíkur, þar á meðal eru tvær viðamiklar einkasýningar á Kjarvals- stöðum árið 1990 og í Hafnarhúsi árið 2005. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og tvisvar fengið úthlutað úr The Pollock- Krasner Foundation. Sýningarstjórar Frummynda náttúrunnar eru Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna, og Yean Fee Quay, verkefnisstjóri sýninga hjá Lista- safni Reykjavíkur. Morgunblaðið/Eggert Kraftur Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari stendur við ljósmynd af höggmyndaverki sínu Klettinum. Náttúruelement í verkunum  Sýning Brynhildar Þorgeirsdóttur, Frumefni náttúrunnar, í Ásmundarsafni  20 verk í ýmsum almannarýmum  Myndhöggvari, kennari og fjallakokkur Spor nefnist danssýning fyrir börn úr smiðju listahópsins Bíbí & Blaka sem frumsýnd verður í Borgar- bókasafninu í Gerðubergi í dag, laugardag, kl. 13 og 15. Danshöf- undur er Tinna Grétarsdóttir, tón- list og hljóðmynd semur Sólrún Sumarliðadóttir, hönnuður innsetn- ingar, leikmuna og búninga er Guðný Hrund Sigurðardóttir og flytjendur eru Valgerður Rúnars- dóttir og Snædís Lilja Ingadóttir. „Hér fá börn fimm ára og eldri ásamt foreldrum sínum að fara í spennandi könnunarleiðangur. Um er að ræða dansverk þar sem börn taka virkan þátt í sýningunni og fylgja dansandi, óbeisluðum orku- gjöfum um undarlegt og ævintýra- legt umhverfið. Orkan er alls stað- ar sjáanleg, heyranleg og snertan- leg. Leitað er að galdrinum sem felst í orkunni – kraftinum sem býr í öllu. Orkan í hafinu, á jörðinni, í geimnum og orkan í okkur sjálfum. Börnin munu fylgja dansandi óbeisluðum orkugjöfum auk þess að kanna undarlegt umhverfið á eigin vegum. Hvaða orka er það sem kviknar í myrkrinu? Erum við orkusugur eða gefum við jafn mikið og við þiggjum?“ segir í tilkynn- ingu. Næstu sýningar eru 24., 27. og 28. apríl. Miðasala er á tix.is. Spor Dansararnir Valgerður Rúnarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir. Gagnvirk danssýning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.