Morgunblaðið - 06.04.2019, Page 52

Morgunblaðið - 06.04.2019, Page 52
Krakkakort á 0 kr. með farsímaáskrift 1 GB og endaleysa í mínútum og SMS Þætt ir í sím ann fylgi r me ð Fyrir 12 ár a og e ldri siminn.is/farsimiTVIST SI M 11 99 2 Tveir dúettar, Funi og Wherligig, koma fram í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. Funa skipa þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster og flytja þjóðlagatónlist, kvæðalög, tvísöngslög, sálma og enskar ball- öður. Wherligig skipa Bandaríkja- mennirnir Ryan Koons og Niccolo Seligmann. Þeir spila þjóðlaga- tónlist frá ýmsum löndum. Funi og Wherligig flytja þjóðlagatónlist LAUGARDAGUR 6. APRÍL 96. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Ég hef í gegnum tíðina verið spurð hver hugsi um börnin okkar meðan við hjónin erum að æfa og keppa. Í okkar augum er það bara ekkert mál því þau eru með okkur í KA- heimilinu,“ segir Martha Her- mannsdóttir, 35 ára tannlæknir, þriggja barna móðir og landsliðs- kona í handknattleik sem varð markadrottning Olísdeildar kvenna í vetur með KA/Þór. »1 Börnin eru bara með okkur í KA-heimilinu Málþing um almannarými verður haldið í dag kl. 13-14.30 á Kjarvals- stöðum, í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og er það hluti af áherslu Lista- safns Reykjavíkur árið 2019 á list í almannarými. Er málþingið það fyrsta af þremur sem skipulögð eru í vor og fjalla þau á ólíkan hátt um list í almannarými. Á fyrsta þinginu verður leitað svara við spurning- unni um hvað teljist vera almannarými, hvaða gildi það hafi fyrir fólk og hvaða áhrif það hafi á mótun þess. Fundarstjóri verður Gunnar Hersveinn rithöfundur. Hvað er almannarými? á Kjarvalsstöðum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Málarastarfið er skemmtilegt og möguleikarnir margir. Sjálf er ég hrifnust af fjólubláum og bleikum lit- um og nota þá þar sem ég get sjálf einhverju ráðið, segir Guðrún Blön- dal nemi í málaraiðn við Tækniskól- ann. Hún er á þriðju önn í námi sínu og lýkur Tækniskólanum nú í vor. Þá er nokkuð eftir af verknámstím- anum, en árangurinn að undanförnu segir sitt um að Guðrún hefur náð góðum tökum á penslinum og hefur tilfinningu fyrir litum og formum. Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í síð- asta mánuði samhliða námskynning- unni Mín framtíð var Guðrún einn þriggja nemenda í málaraiðn sem kepptu í faginu. Áttu nemendurnir þá að leysa ýmsar faglegar þrautir og var ein sú að mála 1,20 x 2,20 m flöt með frjálsri aðferð, vegg í sömu stærð með þrívíddarmynd og loks mála stórt þil með múrsteinaáferð með stenslaðri áletrun. Allt þetta tók Guðrún með glans og varð Íslands- meistari. Fann sig ekki í bóknámi „Ég fann mig ekki í bóknámi og vildi gera eitthvað í höndunum. Var í Menntaskólanum í Reykjavík og stefndi á stúdentspróf en eftir eitt og hálft ár í MR fann ég að best væri að hætta þar og fara í Tækniskólann. Snúa mér að iðnnámi og taka stúd- entsprófið þar samhliða. Sú áætlun mín stendur,“ segir Guðrún um nám- ið í Tækniskólanum. Þar eru í dag um 20 nemendur í málaraiðn sem nema verklegar greinar og bóklegar greinar í faginu. Má þar nefna teikn- ingu, litafræði, innimálun, útimálun, áætlanagerð og gæðastjórnun, stenslagerð, eldri málunaraðferðir og skyndihjálp svo eitthvað sé nefnt. Þegar Guðrún hætti í MR var hún ekki viss um hvaða iðn hún ætti að nema, valið stóð milli klæðskurðar og málaraiðnar. „Þegar ég fór að kynna mér Tækniskólann var ég nýbúin að mála herbergið mitt og fannst það skemmtilegt. Ætli það hafi ekki ráðið úrslitum um náms- valið,“ segir Guðrún sem er á náms- samningi hjá Kristjáni Aðalsteins- syni, málarameistara hjá Litagleði ehf. Lofthræðslan er afleit „Síðasta sumar vorum við í ýms- um skemmtilegum verkefnum, t.d. máluðum við stórt fjölbýlishús inni við Kleppsveg. Þar fékk ég að halda mig á jörðinni eins og tök eru á enda afleitt fyrir málara að glíma við loft- hræðslu og hana ætla ég að yfirstíga; komin í draumastarfið,“ segir Guð- rún að síðustu. Morgunblaðið/Eggert Iðn Guðrún Blöndal hér að glíma við vandasama húsgagnamálun í verklegum tíma í Tækniskólanum nú í vikunni. Íslandsmeistari mál- aranema velur bleikt  Guðrún leysir faglegar þrautir  Iðnnemi á samningi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.