Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 1

Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 1
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Yngvi Ólafsson, yfirlæknir á bæklun- arskurðdeild Landspítalans, telur að þröngur húsakostur og skortur á læknum og legurými séu helstu ástæður biðlista sem myndast hafa eftir liðskiptaaðgerðum. Vegna frá- flæðisvanda finnist ekki pláss fyrir nýja sjúklinga. Hann telur vel koma til greina að semja við einkastofn- unina Klíníkina til að létta á biðlistum. „Ég myndi fyrst og síðast byggja upp þessa stofnun sem ég er að vinna hjá. En á meðan finnst mér að sá möguleiki að semja við Klíníkina ætti að vera uppi á borði. Sem tímabundin lausn. Það eru þúsund manns á bið- lista með sínar þjáningar. Mér finnst sjálfsagt að reyna að koma þeim til hjálpar á einhvern hátt,“ segir Yngvi í viðtali í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins um helgina. Gafst upp á biðinni Einnig má þar finna viðtal við bæklunarskurðlækninn Hjálmar Þor- steinsson á Klíníkinni og hinn 71 árs Sigurð Sigmannsson sem beið í tvö ár með stigversnandi verki í hné. Hann er einn af mörgum Íslendingum sem lenda á löngum biðlistum; fyrst eftir viðtali við lækni og svo eftir aðgerð. Á meðan var líf hans í biðstöðu og lífs- gæðin minnkuðu. Sigurður gafst að lokum upp á bið- inni og borgaði sjálfur aðgerð á Klín- íkinni; aðgerð sem hann vill fá endur- greidda sem sín sjálfsögðu mann- réttindi. „Ég er nú hættur að vinna (sem ég ætlaði alls ekki að gera strax, en varð), orðinn ellilífeyrisþegi og hef greitt mína skatta og skyldur frá 14- 15 ára aldri samviskusamlega. Þá finnst mér það ansi hart að þurfa að borga fyrir heilbrigðisþjónustu sem er svo til lífsnauðsynleg.“ Myndi stytta biðlistana  Yfirlæknirinn Yngvi Ólafsson telur að semja ætti við Klíníkina tímabundið MBiðlistar »24 og Sunnudagur Morgunblaðið/Ásdís Biðlistar Þúsund manns eru enn á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. L A U G A R D A G U R 1 3. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  88. tölublað  107. árgangur  HÚN LÉT FÓLK HAFA ÞAÐ ÓÞVEGIÐ AFMÆLI TRÍÓ NORDICA ÁST Á TÓNLIST OG VINÁTTA 42 H V ÍT A H Ú S IÐ / A c ta v is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 H Fæst án lyfseðils Við mikla kátínu viðstaddra undirrituðu ráðherrar vilja- yfirlýsingu í gær á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um að veita 60 milljónir króna til Bergsins næstu tvö árin. Bergið er svokölluð lágþröskuldaþjónusta sem byggist á áströlsku úr- ræði fyrir ungt fólk, er nefnist Headspace. Hugmyndafræðin byggist á því að ungt fólk á aldrinum 12-25 ára geti gengið að því vísu að eiga kost á því að leita til einhvers, sama hversu stór eða lítil vandamálin eru. Einnig er gert ráð fyrir að leitað verði eftir stuðningi meðal fyrirtækja og annarra aðila sem bera samfélagslega ábyrgð. Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, var með erindi á málþinginu og brá á leik við undirritunina eins og honum einum er lagið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrrverandi landsliðsfyrirliði hvatti ráðamenn til dáða GUÐNÝ SKOÐAR GUÐRÚNU 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.