Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Njóttu þess að hlakka til Cabo Verde með VITA Flogið með Icelandair 8nætur, 4.–13. nóvember Verð frá246.100 kr. á mann m.v. 2 í tvíbýli – allt innifalið! Club Hotel Riu Funana★★★★★ „Ég held að allir séu nú að klára að henda dóti í töskur fyrir markað- inn. Það er búið að fara góður tími í að skipuleggja þetta og nú er allt að smella,“ segir Kristín Lea Sigríðar- dóttir við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til fata- markaðar fyrrverandi starfsmanna flugfélagsins WOW air sem haldinn verður í dag, laugardaginn 13. apr- íl, milli klukkan 12 og 18 í Holta- görðum í Reykjavík. Þar munu um 80 fyrrverandi WOW-liðar bjóða gestum og gangandi að kaupa fatn- að ýmiss konar, heimilis- og snyrti- vörur og skart. Vert er að benda áhugasömum á að einungis verður hægt að greiða fyrir vörurnar með peningum. „Þetta verður stórglæsilegur markaður. Helst verða föt til sölu, einhverjir fylgihlutir, skart, barna- og heimilisvörur. Svo grunar mig að einhverjar flugfreyjur muni selja gamalt kaupæði úr Ameríku- flugunum,“ segir Kristín Lea og hlær við. Spurð hvort hægt verði að kaupa búninga frá WOW air kveður hún nei við. „Kannski verður eitt- hvert WOW-dót en ekki búningur- inn – hann er orðinn safngripur.“ Gamlir starfsmenn hins fallna flugfélags WOW air opna markað í Holtagörðum í Reykjavík Markaður WOW-liða opnaður í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rannsókn á áhrifum lyfs á sjúklinga með arfgenga heilablæðingu hefst á næstunni. Hún er eingöngu fram- kvæmd hér á landi enda hefur stökkbreyting á geninu sem veldur sjúkdómnum aðeins fundist í fólki á Íslandi, raunar aðeins í fáeinum fjölskyldum. Bakhjarl rannsóknarinnar er Arctic Therapeutics, fyrirtæki sem Hákon Hákonarson, barnalæknir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, sérfræðingur í lungna- og gena- rannsóknum, stofnaði ásamt félaga sínum í því skyni að framkvæma rannsóknina. Hann er eins og fram hefur komið tengdur Katrínu Björk Guðjónsdóttur á Flateyri fjöl- skylduböndum en hún hefur blogg- að mikið um bataferli sitt. Engin meðferð til Engin meðferð hefur verið til við arfgengri heilablæðingu. Hákon segir að lyfið lofi góðu, miðað við áhrif þess á frumur, mýs og þá fáu einstaklinga sem hafi tekið það. Þurfi þó að rannsaka það frekar. „Við vonumst til að hægt verði í framtíðinni að byrja að nota þetta lyf hjá börnum til að koma alger- lega í veg fyrir að sjúkdómurinn þróist nokkurn tímann,“ skrifar Há- kon. Samkvæmt upplýsingum frá Há- koni er tilgangur rannsóknarinnar að leggja mat á öryggi, þolanleika og virkni lyfsins NAC hjá einstak- lingum 18 ára og eldri sem eru með stökkbreytinguna sem veldur heila- blæðingunni. Notað er þekkt lyf sem skráð er og markaðssett hér á landi og hefur staðist allar tilskildar prófanir fyrir skráningu. Rannsóknin verður framkvæmd á Landspítalanum í Fossvogi og er ábyrgðarmaður hennar Elías Ólafs- son, sérfræðingur í taugasjúkdóm- um. Áætlað er að allt að 50 ein- staklingar af báðum kynjum muni taka þátt í henni. Boðið að láta greina sig Samkvæmt upplýsingum Há- konar verður leitað til einstaklinga sem taldir eru eiga á hættu að vera með stökkbreytt gen vegna fjöl- skyldusögu. Þótt leitað sé til þeirrra sem eru í áhættuhópnum þýðir það ekki að allir hafi stökkbreytt gen en fólkinu er þá gefinn kostur á að láta kanna það. Ef viðkomandi reynist bera genið verður honum boðið að taka þátt í rannsókninni með því að taka lyfið NAC í níu mánuði og láta meta hversu mikil lækkun verður á tilteknum óæskilegum eggjahvítu- efnum í blóði, þvagi og útfellingum í húð. Reynt að stöðva sjúkdóminn í börnum Morgunblaðið/G. Rúnar Mannhaf Fáir einstaklingar hafa greinst með arfengt heilablóðfall.  Frumathugun á lyfi sem nota á við arfgenga heilablæðingu lofar góðu  Rannsókn er að hefjast hér á landi á áhrifum lyfsins á fullorðna sjúklinga  Notað er lyf sem skráð er og markaðssett hér á landi Arfgeng heilablæðing » Stökkbreyting á geni sem veldur arfgengri heilablæðingu finnst í fimm fjölskyldum á Ís- landi og er ekki þekkt annars staðar í heiminum. Vitað er að milli 20 og 30 einstaklingar eru með þennan sjúkdóm en vísindamenn reikna með að þeir séu mun fleiri. » Í rannsókn sem senn hefst verður fólki í áhættuhópi vegna fjölskyldusögu boðið að láta greina hvort það ber sjúk- dóminn. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við getum ekki hent þeim út, félög- unum,“ segir Sigurður Víðisson, for- stöðumaður Sundhallar Reykjavík- ur. Fastagestir í lauginni supu marg- ir hveljur í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var að karlaklefinn yrði lok- aður vegna viðhalds í næstu viku. Töldu laugargestir að karlarnir yrðu að sitja heima meðan konurnar hefðu laugina út af fyrir sig. Svo verður þó ekki, að sögn Sigurðar. „Það var hengdur upp miði og þetta var eitthvað illa orðað þar. Ég fór í málið og þetta er vonandi að- eins skiljanlegra núna. Karlarnir fá að nota gamla kvennaklefann með- an á viðhaldi stendur,“ segir Sig- urður. Umrætt viðhald felst að sögn Sig- urðar aðeins í þrifum sem ekki er hægt að framkvæma meðan klef- arnir eru í notkun. Munu þrifin standa yfir á mánudag og þriðjudag. Ekki stendur til að breyta eða hrófla á neinn hátt við klefunum sem eru mörgum kærir. „Það má enda ekk- ert gera í þessu húsi. Það verður allt að vera eins og það hefur verið.“ Ekki er þó allt eins og verið hefur í Sundhöllinni um þessar mundir því stóra stökkbrettið hefur verið lokað um hríð vegna viðgerða. „Það var ónýt undirstaðan á því og þurfti að endurhanna brettið. Við erum alltaf að ýta á að verkið klárist enda rýrir þetta gæðin hér,“ segir forstöðu- maðurinn. Karlar verða sendir í kvenna- klefann í Sundhöll Reykjavíkur  Loka karlaklefa vegna viðhalds  Fastagestum brugðið Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Sundhöll Reykjavíkur Hressa þarf upp á gamla góða karlaklefann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.