Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir uppbyggingu nýs íbúðahverfis í Skerjafirði geta hafist fyrir áramót. Ætlunin sé að ljúka nýju deiliskipulagi í haust. Það sé unnið í samstarfi við aðila sem hafa fengið vilyrði fyrir lóðum. Miðað við að framkvæmdir hefjist í desem- ber, og að upp- byggingin taki 18 mánuði, gætu fyrstu íbúðirnar komið á markað um mitt ár 2021. Borgarráð samþykkti fyrir helgi áætlun um úthlutun lóða í hverfinu. Þar er áætlað að verði 1.250 íbúðir þegar hverfið er fullbyggt en upp- byggingin verður áfangaskipt. Í fyrsta áfanga er ætlunin að byggja upp reiti 1-10 nyrst á skipu- lagssvæðinu. Þar verða 600-700 íbúðir í fjögurra til fimm hæða hús- um. Reitir 1-3 verða boðnir út til smærri byggingaraðila en reitir 4, 6 og 10 til stærri byggingaraðila. Reit- ur 5 fer undir hagkvæmt húsnæði, reitur 7 til Félagsstofnunar stúd- enta, reitur 8 undir bílastæðahús og Reitur 9 til Bjargs íbúðafélags. Áhersla á deiliíbúðir „Reitur 6 verður sérstaklega aug- lýstur fyrir aðila sem vilja byggja deiliíbúðir, þ.e.a.s. litlar íbúðir með sameiginleg rými á jarðhæð; þvotta- hús, setustofu o.s.frv.,“ segir Sigur- borg Ósk. Nokkrir reitir verði eyrnamerktir smærri verktökum til að stuðla að fjölbreytni á byggingar- markaði. Þá sé hagkvæma húsnæðið ætlað ungu fólki og fyrstu kaupend- um, alls 70-100 íbúðir á reit 5. Jafn- framt hafi Félagsstofnun stúdenta fengið vilyrði fyrir 160 íbúðum og Bjarg íbúðafélag vilyrði fyrir 100 íbúðum. Bjarg er fyrir tekjulága. Sigurborg Ósk segir ekki gert ráð fyrir bílakjöllurum í hverfinu. „Með þessu erum við að lækka byggingar- kostnaðinn við hvert hús. Þetta gef- ur jafnframt meiri sveigjanleika í skipulagi. Við getum þá m.a. komið fyrir blágrænum ofanvatnslausnum og gróðursett meira. Það er erfitt að hafa stór og falleg tré ef bílakjallarar eru undir öllum húsum. Þá er minna rými fyrir rætur. Bílakjallari er með steypt yfirborð og hleypir engu vatni í gegnum sig en blágrænar ofan- vatnslausnir snúast einmitt um að nýta jarðveginn og yfirborð til að hreinsa rigningarvatnið. Við viljum hafa náttúrulegt svæði fyrir rigning- arvatnið,“ segir Sigurborg Ósk. Hún vísar til þess að vestan við nýja hverfið, á grænu svæði milli gamla og nýja Skerjafjarðar, verði tjarnir þar sem rigningarvatn mun safnast saman. Erfitt að samnýta bílakjallara „Þá eru bílakjallarar alltaf erfiðir hvað varðar samnýtingu. Stundum standa þeir hálftómir. Þetta snýst um að ná sem bestri nýtingu á bíla- stæðum,“ segir Sigurborg Ósk. Hún segir reiti 11-25 verða skipu- lagða í kjölfar þess að framkvæmda- leyfi er gefið út fyrir nyrðri reitina. Syðstu reitirnir verði á landfyllingu sem skapi land fyrir íbúðarhúsnæði. „Það þarf að undirbúa landfyll- inguna vel. Svo þarf að fá grænt ljós frá Skipulagsstofnun, m.a. varðandi hvort meta þurfi umhverfisáhrifin.“ Landfylling fyrir brúna Við gerð fyrirhugaðrar brúar yfir Fossvog, sunnan við einn flugbraut- arendann, verði gerð lítil landfylling. „Sú landfylling verður nýtt til þess að flytja efni til og frá þessu Skerja- fjarðarsvæði við uppgröft húsanna en þarna er líka mengaður jarðvegur sem mögulega þarf að færa til,“ segir Sigurborg. Landfyllingar verði ekki hefðbundnar grjótfyllingar eins og t.d. við Sæbraut heldur verði þær með miklum jarðvegi og sandi. Með því endurheimtist vistkerfi sem skapi náttúrulega strönd. Hæstu húsin í hverfinu verði 4-5 hæðir en húsin næst flugbrautinni tvær hæðir. Nýja hverfið verði í góðu samræmi við gamla Skerjafjörðinn. „Við náum mjög góðum þéttleika á íbúðum en um leið er gert ráð fyrir mikilli breidd í samsetningu íbúa sem birtist í lóðaúthlutunum.“ Íbúðir á landfyllingu í nýjum Skerjafirði  Formaður skipulagsráðs segir nýja hverfið mjög blandað 1-3. Útboð, smærri byggingaraðilar 4, 6 og 10. Útboð, stórir byggingaraðilar 5. Hagkvæmt húsnæði 7. Félagsstofnun stúdenta 8. Bílastæðahús 9. Bjarg 1 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 17 18 19 20 21 22 2324 25 16 2 3 4 5 750 íbúðir er alls gert ráð fyrir í 1. áfanga Nýtt hverfi í Skerjafirði, 1. áfangi Drög að úthlutunaráætlun fyrir norðurhluta skipulagssvæðisins H ei m ild : Re yk ja ví ku rb or g R EY K JAV Í K Skerjafjörður Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Fylgist með á facebook • Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 FISLÉTTIR JAKKAR Flottir í ferðalögin Gallabuxur /strechbuxur frá 9.900 kr Frá 19.900 kr. Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Síðar skyrtur Kr. 17.900 Str. 36-48 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Churchill klúbburinn kynnir spennandi hádegisfyrirlestur: NO MORE CHAMPAGNE; Churchill and His Money Fyrirlesari: David Lough sagnfræðingur og fjárfestir. Dagur: Í dag, laugardaginn 13. apríl 2019. Staður: Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41. Tími: Húsið opnað kl. 12. Fyrirlestur hefst kl. 12:30 og fundi lýkur kl. 13:30 Spennandi hádegisfyrirlestur um brokkgeng fjármál Winstons Churchills. Stærstan hluta ævinnar lifði Churchill um efni fram sem þýddi að hann þurfti að hafa sig allan við til að forðast gjaldþrot og sendi því frá sér skæðadrífu bóka og blaðagreina. Á fjórða áratugnum var hann hæstlaunaðasti penni Bretlands. David Lough fyrirlesari þessa fundar er höfundur frábærrar metsölubókar um efnið sem varpar nýju og áhugaverðu ljósi á ævi og lífshlaup þessa merkasta stjórnmálaleiðtoga 20. aldarinnar. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar fyrir fund. Allir velkomnir. Þátttaka ókeypis. CHURCHILL KLÚBBURINN á ÍSLANDI affiliate: International Churchill Society Landsréttur hef- ur sýknað Ríkis- útvarpið af kröf- um Steinars Bergs Ísleifs- sonar, en Steinar Berg krafði RÚV um miskabætur og afsökunar- beiðni vegna endurvarps á ummælum tónlistar- mannsins Bubba Morthens í þætt- inum Popp- og rokksaga Íslands. Fram kemur í dómi Landsréttar að RÚV uni því þó að því sé óheimilt að sýna þáttinn þar sem Bubbi lét ummælin í garð Steinars Berg falla. Ríkisútvarpið þarf þó ekki að greiða Steinari miskabætur né birta dómsorð á vef sínum, ruv.is, eins og farið hafði verið fram á. RÚV krafðist og fékk sýknu í málinu á þeim grundvelli að Bubbi Morthens hefði einn og sér verið ábyrgur fyrir þeim ummælum sem hann lét falla um Steinar Berg og þeirra viðskiptasamband á árum áður. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þónokkur ummæli Bubba dauð og ómerk, meðal annars þau sem hann lét falla í 7. þætti þátta- raðarinnar Popp- og rokksaga Ís- lands. Þátturinn birtist á RÚV í mars 2016 og síðan endursýndi RÚV einnig þáttinn og gaf þátta- röðina út á DVD-diskum. RÚV sýknað af kröf- um Steinars Bergs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.