Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Húsið sem hýsa á starfsemi Hafrann-
sóknastofnunar við Fornubúðir í
Suðurhöfninni í Hafnarfirði er óðum
að taka á sig mynd. Byggingin er
orðin þrjár hæðir, en hún verður á
fimm hæðum. Húsið er rúmlega fjög-
ur þúsund fermetrar og byggt úr
krosslímdum timbureiningum frá
Austurríki, sem styttir framkvæmda-
tímann. Nokkur hús hafa verið
byggð hérlendis á þennan hátt og
önnur eru í byggingu, en húsið við
Fornubúðir mun vera stærsta ein-
staka framkvæmdin hér þar sem
krosslímt tré er notað.
Á heimasíðu Fornubúða fasteigna-
félags hf. kemur fram að samningur
hafi verið gerður í ársbyrjun 2017 um
að byggja og leigja Hafrannsókna-
stofnun húsnæði undir alla starfsemi
hennar. Þar kemur fram að bygg-
ingar úr krosslímdu tré
ryðji sér mjög til rúms erlendis
„enda mikilvægt skref í viðleitni
manna við að minnka kolefnislosun.
Hús byggð á þennan hátt eru með já-
kvætt kolefnisspor,“ segir á heima-
síðunni. Þar kemur fram að Hafró
verði einn stærsti vinnustaðurinn í
bænum.
Hafrannsóknastofnun hefur verið
til húsa í sjávarútvegshúsinu við
Skúlagötu. Þegar greint var frá
flutningunum í Hafnarfjörð kom
fram að Stjórnarráðið fengi húsnæð-
ið við Skúlagötu og var velferðar-
ráðuneytið nefnt í því sambandi.
Stálþil og fylling
á vegum hafnarinnar
Áformað er að stofnunin fái hús-
næðið afhent í október. Við hlið nýja
hússins er vöruhúsið Fornubúðir og
verða um 1.400 fermetrar þess nýttir
sem m.a. geymsla, verkstæði og út-
gerðaraðstaða Hafró.
Á vegum Hafnarfjarðarhafnar er
samhliða unnið að framkvæmdum við
nýjan hafnarkant á Háabakka, þar
sem rannsóknaskipin munu hafa for-
gang á viðleguplássum. Í vikunni var
byrjað að reka niður stálþil, sem
verður 110 metrar og bætist við 30
metra þil sem er fyrir.
Fyrir haustið verður gengið frá
fyllingu að þilinu og þekju á uppfyll-
inguna. Í kverkinni milli Háabakka
og Óseyrarbryggju, við hús Hafró,
verður opið hafnarsvæði með útivist-
arsvæði m.a. með trébryggju til
dorgveiði og annarrar útivistar.
Morgunblaðið/Sigtryggur Sigtryggsson
Fornubúðir Talsverð breyting verður á svæðinu í Suðurhöfninni í Hafnarfirði með nýja húsinu.
Byggja fimm hæðir fyrir
Hafró úr krosslímdu tré
Tölvumynd/Batteríið arkitektar
Rís við Fornubúðir í Suðurhöfninni í Hafnarfirði
Talsvert tjón varð á handfæra-
bátnum Hring GK 18, tólf tonna
plastbáti, þegar talið er að hann
hafi siglt á hval út af Höfnum á
Reykjanesi í maí í fyrra. Málið var
afgreitt frá siglingasviði rannsókna-
nefndar samgönguslysa á mánudag.
Í atvikalýsingu kemur fram að
skipverjar hafi verið að kippa á
veiðunum og siglt á milli tveggja
báta þegar mikið högg kom aftan á
bátinn, hann lyftist upp og vélin
drap á sér. Skipverjar sáu hval-
sporð við síðu bátsins og blóðflekk í
sjónum. Eftir að vélin fór í gang
kom titringur í bátinn en það náðist
að sigla á hægri ferð til hafnar.
Við rannsókn kom fram að tals-
verðar skemmdir urðu á bátnum,
m.a. eyðilagðist skrúfan, flapsar og
hlífðargrind beygluðust, sprungur
komu undir vélina og botnstykkið
rifnaði frá. Fram kom hjá skip-
stjóra að það hefði verið mikið lán
að boltarnir sem héldu botnstykk-
inu náðu ekki að rífa sig í gegn.
aij@mbl.is
Talsvert tjón er siglt var á hval
Norska fiskeldisfyrirtækið SalMar
hefur bætt við sig tæplega 9%
hlutafjár í Arnarlaxi, stærsta ís-
lenska laxeldisfyrirtækinu, og á
nú rúm 63% hlutafjár félagsins.
Eftir að SalMar keypti eignar-
hluti Fiskisunds og Trygginga-
miðstöðvarinnar í Arnarlaxi um
miðjan febrúar og hlutur félagsins
fór yfir 50% gerði fyrirtækið öðr-
um hluthöfum tilboð um kaup á
öllu hlutafé á svipuðu verði. Til-
boðið er runnið út. Samkvæmt til-
kynningu SalMar til kauphallar-
innar í Osló bætir félagið um 8,8%
við eign sína þannig að hún verð-
ur rúm 63% af heildarhlutafé,
samkvæmt bráðabirgðatölum.
Nýr hluthafalisti hefur ekki ver-
ið birtur. Hluthafar munu þó
áfram vera hátt í fjörutíu talsins.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er ekki vitað til þess að
neinn hluthafi hafi selt alla eign
sína en einhverjir hafa minnkað
hluti sína. Samkvæmt því eru
Matthías Garðarsson, stofnandi
fyrirtækisins, Kristian, sonur hans
og fyrrverandi forstjóri, áfram
meðal hluthafa í gegnum félög
skráð í Noregi. Einnig Kjartan
Ólafsson, stjórnarformaður Arn-
arlax, en hans félag er íslenskt. Ís-
lensk fyrirtæki áttu mjög lítinn
hlut í Arnarlaxi, eftir að Fiskisund
og TM seldu, aðeins örfá prósent.
Hluturinn sem SalMar er nú að
bæta við sig kemur væntanlega
aðallega frá fyrirtækjum sem
skráð eru í Noregi.
Þessi niðurstaða kemur Kjart-
ani ekki á óvart. Hann segir að
hluthafar sjái tækifæri í Arnar-
laxi. Menn hafi lært mikið af
rekstrinum. Kaup SalMar á
viðbótarhlutum séu ákveðin stað-
festing á því að fyrirtækið sé á
réttri leið.
Kjartan tekur fram að eignar-
aðild SalMar fylgi aukin þekking
og stöðugleiki í rekstri. Norska
fyrirtækið njóti trausts og Arnar-
lax njóti góðs af því.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Arnarlax er stærsta fisk-
eldisfyrirtæki landsins.
SalMar komið með
63% hlut í Arnarlaxi
Íslendingar eiga lítinn hlut í félaginu
Ágúst Þór Árnason, að-
júnkt við Háskólann á
Akureyri, lést á heimili
sínu hinn 11. apríl eftir
snarpa baráttu við
krabbamein.
Hann fæddist í
Reykjavík 26. maí 1954.
Foreldrar hans voru
Ólöf Þórarinsdóttir
kennari við Langholts-
skóla og Árni Jóhanns-
son verktaki.
Ágúst Þór stundaði
nám í heimspeki, lög-
fræði og stjórnmála-
fræði í Berlín við Die Freie Uni-
versität, auk doktorsnáms sem enn
var ólokið við Johann Wolfgang von
Goethe Universität.
Ágúst Þór starfaði m.a. sem fram-
kvæmdastjóri Mannréttinda-
skrifstofu Íslands frá 1994-1998 og
var framkvæmdastjóri Lögfræði-
akademíu Reykjavíkur um tíma.
Hann var fréttaritari Bylgjunnar í
Berlín á árunum 1986-
1989 og fréttaritari
RÚV í Berlín 1989-
1991 þar sem hann
flutti meðal annars
fréttir af falli Berlínar-
múrsins. Ágúst Þór
sinnti blaðamennsku á
Tímanum frá 1993-
1994. Hann starfaði við
Háskólann á Akureyri
frá árinu 2002 þar til
hann fór í leyfi vegna
veikinda snemma á
þessu ári.
Eftir Ágúst Þór
liggur fjöldinn allur af fræðigrein-
um, sem hann skrifaði einn eða í
samstarfi við aðra. Hann var einn af
þeim sem stóðu að heimspekikaffi á
Bláu könnunni.
Ágúst Þór eignaðist þrjú börn:
Guðmund Árna, Brynjar og Elísa-
betu, barnabörnin eru sjö. Sambýlis-
kona hans var Margrét Elísabet
Ólafsdóttir.
Andlát
Ágúst Þór Árnason
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi