Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 28

Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Það hefur svo sann- arlega verið mikil gróska í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (SN) og árið 2018 sannkallað metár varðandi fjölda, stærð og gæði við- burða frá upphafi. Ef litið er á fjölda viðburða þá tók hljómsveitin þátt í 27 verkefnum á árinu en til samanburðar lék hljómsveitin 4-6 sinnum á ári fyrir fáum árum síðan. Verkefnin hafa að sama skapi orðið fjölbreyttari. Það hefur verið sérlega ánægju- legt að sjá hvernig kvikmynda- tónlistarverkefninu „SinfoniaNord“ hefur vaxið fiskur um hrygg. Allt árið 2018 tók hljómsveitin þannig þátt í verkefnum sem tengjast upp- tökum á tónlist fyrir kvikmyndir með stuttum hléum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fær styrk í gegnum menningar- samning Akureyrar og ríkisins, 50 milljónir króna árlega. Til saman- burðar voru framlög ríkisins til Sin- fóníuhljómsveitar Íslands hækkuð um yfir 230 milljónir króna árið 2018. Þessar 50 milljónir króna til SN duga til að halda ferna meðal- stóra sinfóníutónleika í Hofi. Engin hljómsveit getur þroskast og dafn- að með því að koma aðeins fram fjórum sinnum á ári. Hvernig gat hljómsveitin þá tekið þátt í 27 viðburðum? Svarið er ein- falt: Með því að sækja fram og finna hljómsveitinni sérstöðu. Í því sambandi hjálpar til að að- stæður í Hofi eru fullkomnar til að hljóðrita tónlist fyrir kvikmyndir. Án mikils undirbúnings var þannig hægt að halda á þá braut að hljóð- rita tónlist við hágæða erlendar sem innlendar kvikmyndir. Eins og hendi væri veifað var búið að hljóð- rita tónlist inn á hátt í 20 titla fyrir fyrirtæki eins og Netflix, BBC og Sony. Meðfram þessu fór að fréttast að á Íslandi væri sinfón- íuhljómsveit sem væri að bjóða gæðaþjónustu til viðburðahaldara. Þetta varð til þess að SN tekur núna reglulega þátt í sumum af stærstu sinfónísku viðburðum hvers árs á Íslandi og leikur með ýmsum listamönnum sem sækjast eftir sin- fónískum hljóm í viðburði sína. Þessi sókn er það sem hefur gert SN að því sem hún er í dag. Lúsiðin og vel þekkt stærð í tónlistarflóru Íslands. En mun þetta ganga til lengdar? Á launaskrá SN er aðeins einn starfsmaður. Þessi gróska getur því fjarað út með persónum og leik- endum sem geta brunnið út við nú- verandi aðstæður. Til þarf að koma næring í formi aukinna fjár- framlaga. Á móti kemur að lista- menn fá starf og greiða opinber gjöld til hins opinbera og erlendur gjaldeyrir kemur einnig á móti. Fjárframlög eru því meira til hins opinbera en nemur þeim styrkjum sem til þarf. Aðstandendur SN vita að ekki er nein samkeppni við Sinfón- íuhljómsveit Íslands, enda ólíku saman að jafna. Munurinn á framlögum til sveit- anna er rúmlega einn og hálfur milljarður. Þessi munur er óeðli- lega mikill miðað við markaðssvæði hljóm- sveitanna og mikilvægi þeirra fyrir íbúa svæðanna sem þær þjóna. Segja má að á markaðsvæði tón- leika SÍ í Hörpu búi um 250.000 manns á móti um 30.000 manns að baki SN í Hofi. Og þessir íbúar eru síst latari við að mæta á viðburði en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í því ljósi er þessi munur á framlög- um í raun sláandi. Áheyrendur og listamenn á Ís- landi hafa kveðið upp sinn dóm varðandi tilverurétt SN með því að mæta á viðburðina annars vegar og hins vegar að svara kallinu þegar verkefnin kalla á mannskap til vinnu. Tilvera SN er menningarleg viðbót fyrir samfélagið allt og býr til auknar tekjur fyrir hið op- inbera. Af sjálfsprottnum verkefnum SN höfðu hljóðfæraleikarar verkefnisins, árið 2018, tekjur sem námu 60.000.000 kr. og þar af renna ca 22.200.000 kr. í opinber gjöld. Þá á eftir að telja einleikara og einsöngvara, salaleigu, tækni- fólk, flutninga, veitingar, leyf- isgjöld, ferðalög og gistingar sem allt býr til vinnu og skilar tekjum til ríkissjóðs. Þetta hefur líka áhrif á straum ferðamanna til Norður- lands. Af styrktum verkefnum SN höfðu hljóðfæraleikararnir í tekjur 15.000.000 kr. Þar af fara um 4.000.000 kr. í ríkissjóð. Þetta er hugvekjandi. En sýnir líka að það þarf að hlúa betur að þessari grósku. Hljómsveitinni á að vera kleift að sinna skyldum sínum sem kyndilberi sinfónískar tónlistar á landsbyggðinni. Hún þarf að geta æft sig reglulega og haldið fasta tónleika einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Þetta mun styrkja hljóðfæraleikarana verulega í að standa undir aukinni eftirspurn í þjónustuverkefnum hennar. Verkefni sem búa til nýja atvinnumöguleika fyrir þá sem nú leggja allt sitt undir til að verða at- vinnutónlistarmenn í tónlistar- skólum landsins. SN/SinfoniaNord stuðlar að þessu í auknum mæli á hverju ári. Hlúum að þessari sjálfsprottnu grósku á Akureyri. Ákall um stuðning við SN/SinfoniaNord Eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson » Þessi sókn er það sem hefur gert SN að því sem hún er í dag. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. tod@mak.is Stórglæsilegt 350.3 fmvel staðsetteinbýlishúsmeð tvöfölduminnbyggðumbílskúr.Húsiðvarendurnýjaðávandaðanháttárið 2008 og 2009. Fimm svefnherbergi, 3 baðherbergi og gestasnyrting. Stór afgirt lóð og harðviðarverönd með heitum potti til suðurs.Húsiðer laust tilafhendingarviðkaupsamning. Nánariuppl.SverrirKristinssonlg.fs.8618514, sverrir@eignamidlun.isogÞórarinnM.Friðgeirssonlg.fs.s.8991882 GRENSÁSVEGUR 11 SÍMI 588 9090 STIGAHLÍÐ 64, 105 REYKJVÍK BÓKIÐ SKOÐUN Yfirskrift þessarar greinar er athugasemd sem við heyrum oft þegar rætt er um kyn- bundið ofbeldi á feðr- um innan veggja heim- ilis. Eftir að Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlags- greiðenda) felldu um- gengnismál inn í sam- þykktir sínar komu til okkar feður, sem lýstu grófu and- legu og líkamlegu ofbeldi af hendi barnsmæðra sinna. Sumir komu til okkar áður en þeir tóku ákvörðun um skilnað eða sambandsslit, til að leita ráða vegna ofbeldisfullrar hegðunar maka. Skilin milli andlegs og líkamlegs ofbeldis eru oft óljós og oft er erfitt að sjá hvort kemur á undan. Miðað við þær sögur sem við höfum heyrt í gegnum tíðina virðist líkamlegt ofbeldi kvenna gagnvart körlum býsna algengt, þótt það sé sjaldast körlum líkamlega hættu- legt. Hins vegar er andlega ofbeldið alvarlegra, og er oft viðvarandi ástand sem heldur áfram eftir skiln- að og jafnvel ævilangt í gegnum um- gengnistálmanir og foreldraúts- kúfun. Líkjast sögurnar að mörgu leyti og eiga sína snertifleti. Svo virðist sem ofbeldi í slíkum samböndum byrji á reiðiköstum sem þróast út í löðrunga. Feður eru þá lamdir með hlutum og/eða hlutum er kastað í þá. Streitist þeir á móti og hóti skilnaði eða sambandsslitum er þeim hótað fölskum ásökunum, og jafnvel að þær fari með falskar ásak- anir og upplognar sakir til fjölmiðla í refsingarskyni. Jafnframt er þeim hótað umgengnistálmunum ef þeir fari lengra með málið, svo sem til lögreglu, eða ef þeir sækja um skiln- að. Benda þær svo á að hvorki al- menningur né heldur opinberar stofnanir muni trúa þeim. Þessir feður standa frammi fyrir því að þurfa sætta sig við of- beldisfullt samband, eða sæta falskri lög- reglukæru, opinberri aftöku í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og/ eða foreldraútskúfun og umgengnis- tálmunum. Líf þessara manna er vakandi mar- tröð, og fullyrði ég að sumir þeirra séu í bráðri sjálfsvígshættu. Þessi mál verða auð- vitað sérstaklega erfið í ljósi þess að karlmenn eru oft gerendur í ofbeld- issamböndum og eru líkamlega hættulegri en konur. Eiga þær kon- ur oft erfitt með að verja mannhelgi sína og barna sinna. Opinberar stofnanir og löggjafinn standa því frammi fyrir vandasömu verkefni, sé almennt vilji til að stemma stigu við heimilisofbeldi. Vandinn felst í því að kynin geta verið jafn ofbeldisfull þótt myndbirtingin sé ólík. En við skulum ekki berja höfði við stein; konur geta líka verið gerendur í of- beldismálum. Er þetta fullyrt hér, því sjálfur hef ég séð sannanir fyrir slíku ofbeldi af hendi kvenna í þeim málum sem ratað hafa til samtak- anna. Þrátt fyrir það komast þær upp með umgengnistálmanir og for- eldraútskúfun. Því miður hafa stórir fjölmiðlar á Íslandi tekið þátt í því ofbeldi með einhliða viðtölum við gerendur, sem draga upp mynd af sér sem þolendum. Skal þó tekið fram, að það á ekki við allar frásögur meintra þolenda sem koma fram með sögur sínar. Þessi staðreynd varpar þó ljósi á ábyrgð fjölmiðla, þegar fjallað er um mál af þessum toga, þegar ekki liggur dómur fyrir. Fjölmiðlar eiga ekki að taka þátt í ofbeldisverkum gagnvart þolendum heimilisofbeldis! Femínistaskjölin svokölluðu eru skjáskot af umræðum femínista um forsvarsmenn svokallaðra feðra- heyfinga, sem Samtök umgengnis- foreldra falla undir. Gefa skjölin hrollvekjandi innsýn í hugarheim þeirra sem tilbúnir eru að beita of- beldi í opinberri umræðu. Voru þar lögð á ráðin um að eyðileggja mann- orð allra þeirra sem tala fyrir mál- stað foreldrajafnréttis. Var þar m.a. að finna starfsmann Háskóla Ís- lands, sem ætlaði að beita sér fyrir rannsókn á vegum sálfræðideildar háskólans sem sýndi fram á tengsl ofbeldismanna og feðrahreyfinga (s.s. rannsókn með fyrirframgefnum niðurstöðum). Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af persónuníði í minn garð. Í fem- ínistaskjölunum voru birtar 30 ára gamlar upplýsingar úr sjúkraskrá minni sem áttu að eyðileggja trú- verðugleika minn. Áður hafði þjóð- þekkt blaðakona af sama sauðahúsi birt ógeðfelldar lygar um mína per- sónu á Moggablogginu og borið þær í stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk. Hvernig verst maður slíku of- beldi? Það er í reynd ekki hægt nema slíta sig frá og aðskilja sig ger- endanum. Í samráði við barnsmóður mína og fjölskyldu hef ég tekið þá ákvörðun að draga mig frá þessari mikilvægu baráttu og láta af störf- um fyrir hinar svokölluðu feðra- hreyfingar. Það er mín leið til að verjast ofbeldinu. Ég vil þó hvetja fjölmiðlafólk, stjórnvöld, alþingis- menn og almenning allan til að hlusta á talsmenn foreldrajafnréttis og sýna þeim meiri virðingu en þau hafa gert til þessa og taka þennan málaflokk alvarlega. Af hverju verja þeir sig ekki? Eftir Gunnar Kristin Þórðarson »Myndbirting ofbeldis er ólík eftir því hvort gerand- inn er karl eða kona. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og fráfarandi formaður Samtaka um- gengnisforeldra. Virkjum Gullfoss, mun brátt heyrast ef sæstrengs- og virkjunarsinnar frá sínu framgengt og leggja enn einn fagran dal og gróðurlendi undir lón. Fáránlegustu rökin fyrir sæstreng eru að ef rafmagns- skortur yrði hér á landi þá yrði hægt að fá rafmagn frá Evrópu! Þessu má heldur betur snúa við, ef rafmagnskortur yrði í Evrópu yrði krafist meiri virkjana og þá ekki síst þess- ara kröftugu fossa sem Evrópubúar hafa ekki séð og er sama um. Sunnlendingar geta mér að meinlausu virkjað sinn Gullfoss en við, með þingeyskt blóð í æðum, munum verja okkar Goðafoss, Aldeyjarfoss og Dettifoss til síðasta blóðdropa. Ferða- menn munu ekki koma hingað til að sjá virkjanir. Bændaferðir munu auglýsa fossaskoðunarferðir til útlanda. Ég tel að lagning sæstrengs sé nánast landráð. Birgi Guðjónsson, læknir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Virkjum Gullfoss Birgir Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.