Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is MARALUNGA sófi L 238 cm Hönnun: Vico Magistretti Í klípu „KOMSTU MEÐ EIGIN POKA EÐA MÁ BJÓÐA ÞÉR EINN Á 30 KRÓNUR?” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „NEI, ÞAÐ ER EKKI AUÐVELT AÐ SJÁ FYRIR NÍU ÆTTLEIDDUM BÖRNUM Í MENNTASKÓLA MEÐ 300 ÞÚSUND Á MÁNUÐI!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... göngutúr í rokinu. ÉG SVAF … BORÐAÐI SVO HVERNIG VAR DAGURINN ÞINN? MYNSTRUÐ EFNI FITA MIG! EN FRÚ MÍN … KANNSKI ANNAÐ MYNSTUR? Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Flugufjandinn. A-Enginn Norður ♠K5 ♥KG97 ♦Á ♣KDG1053 Vestur Austur ♠DG9862 ♠10743 ♥Á852 ♥D63 ♦K63 ♦D72 ♣– ♣862 Suður ♠Á ♥104 ♦G109854 ♣Á974 Suður spilar 5♦. Í fyrsta leik Íslandsmótsins fékk norður flugu í höfuðið og þar sveimaði hún suðandi hring eftir hring: „Makker á ekki tígul, makker á ekki tígul.“ En flugufjandinn laug. Gjafarinn í austur sagði pass, suður líka og vestur vakti á 1♠. Norður var að búa sig undir að segja 2♣ þegar einhver innri rödd (flugan) hvíslaði að honum að spilin væru alltof góð í ein- falda innákomu og betra væri að halda hjartalitnum inni í myndinni með dobli. „En ef makker meldar tígul?“ spurði norður fluguna. „Það gerir hann aldrei,“ svaraði flugan. „Suður á ekki langlit fyrst hann vakti ekki á hindrun.“ Norður lét sann- færast og doblaði. Austur sagði 3♠ og suður 5♦. Tveir niður og 6♣ á borð- inu. „Varstu með sexlit?“ „Já, en tvo ása til hliðar. Maður opn- ar ekki á veikum tveimur með tvo ása.“ Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á lokuðu ofurskák- móti sem lauk fyrir skömmu í Sham- kir í Aserbaídsjan en mótið var haldið til minningar um aserska stórmeistar- ann Vugar Gashimov. Sigurvegari mótsins, norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2845), hafði svart gegn tékkneska stórmeistaranum David Navara (2739). 51... h4+! 52. Kg4 hvítur hefði einnig tapað eftir aðra leiki. 52...Hxf4+ 53. Kxf4 Hxa3 54. c6 Hc3 55. Bd5 h3 56. Ke5 Hc5 57. Kd6 Hxd5+! 58. Kxd5 h2 og hvít- ur gafst upp. Lokastaða efstu manna mótsins varð eftirfarandi: 1. Magnus Carlsen 7 vinninga af 9 mögulegum. 2.-3. Liren Ding (2812) og Sergey Kar- jakin (2753) 5 v. 4.-6. Teimour Radja- bov (2756), Alexander Grischuk (2771) og Viswanathan Anand (2779) 4 1/2 v. Sjötta umferð GAMMA Reykjavíkur- skákmótsins hefst kl. 13:00 í dag í Hörpu, sjá nánar á reykjavikopen.com og skak.is. Svartur á leik ég við meistaraprófsritgerð og þar með meistaragráðu í stjórnun skóla- stofnana, en það var nám sem ég hafði lagt stund á með hléum við Há- skólann á Akureyri. Frá þessum tíma hef ég sinnt kennslu við Verk- menntaskólann.“ Áhugamál Hermanns eru mörg, tónlist, íþróttir og brids eru þar á meðal og nýjasta áhugamálið er golf. „Öll gefa þau lífinu lit ef svo má segja. Skemmtilegast er þó að fylgj- ast með fólkinu sínu, börnum og barnabörnum, vaxa og dafna.“ Fjölskylda Eiginkona Hermanns er Bára Björnsdóttir, f. 26.7. 1962, leikskóla- kennari. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Elíasson, f. 6.10. 1925, d: 14.6. 2010, skipstjóri á Dalvík, og Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 30.4. 1931, d. 23.11. 2014, kennari á Dal- vík. Börn Hermanns og Báru eru: 1) Tómas, f. 7.9. 1981, sálfræðingur, bú- settur í Reykjavík; Maki: Heba Sah- in hótelstýra, dóttir þeirra er Arna Magnea; 2) Harpa, f. 2.5. 1988; versl- unarkona og ofurmamma á Akur- eyri. Maki: Hallgrímur Jónasson knattspyrnumaður, börn þeirra eru Dagbjört Bára, Jónas Ari, Viktor Bjarki og Hrafnhildur Sara; 3) Bjarki, f. 8.6. 1996, nemi í hagfræði við HÍ. Systur Hermanns eru Jóhanna Dagbjört, f. 16.7. 1954, stuðnings- fulltrúi á Akureyri; og Guðrún Hrönn, f. 29.9. 1962, leiðbeinandi á leikskóla á Dalvík. Foreldrar Hermanns voru hjónin Tómas Pétursson, f. 21.12. 1930, d. 9.4. 1963, útgerðarmaður og skip- stjóri á mb. Hafþóri EA frá Dalvík, og Sigríður Magnea Hermannsdótt- ir, f. 23.3. 1934, d. 9.9. 2015, húsmóðir og fiskverkakona. Hermann Jón Tómasson Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja á Sæbakka á Dalvík Magnús Jónsson sjómaður á Sæbakka á Dalvík Sigríður Magnea Hermannsdóttir húsmóðir og verkakona á Dalvík Hermann Árnason sjómaður á Dalvík Baldvina Guðrún Baldvinsdóttir húsfreyja í Ytri-Haga Árni Jóhannsson bóndi í Ytri-Haga á Árskógsströnd Friðbjörn Hermannsson sjómaður á Dalvík Árni Hermannsson sjómaður og verkamaður í Keflavík Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja á Dalvík Kristín Hólmfríður Magnúsdóttir húsfreyja á Dalvík Gunnar Magnússon sjómaður á Dalvík Jónína Anna Magnúsdóttir húsfreyja á Dalvík Ingvi Gunnar Ebenhardson skrifstofustj. og sveitarstj. á Selfossi og skrifstofustj. í Reykjavík Sigríður Jóhannsdóttir húsfreyja á Ysta-bæ í Hrísey Þorfinnur Jónsson verkamaður á Ysta-bæ í Hrísey Jóhanna Guðrún Þorfinnsdóttir húsfreyja á Dalvík Hanna Guðrún Pétursdóttir húsfreyja á Siglufirði Halldóra Ragna Pétursdóttir húsfreyja á Siglufirði Pétur Baldvinsson sjómaður á Dalvík og Siglufirði Guðrún Svava Tómasdóttir húsfreyja í Hólkoti og Baldvinsbæ á Dalvík Jón Baldvin Sigurðsson beykir og útgerðarmaður í Hólkoti og Baldvinsbæ á Dalvík Úr frændgarði Hermanns Jóns Tómassonar Tómas Pétursson skipstjóri á Dalvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.