Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Bandarískur unglingakór frá einkaskólanum Lake Worth Christian School í Boynton Beach á Flórida heldur tónleika í Kalda- lóni Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 17.30. Stjórnendur kórsins eru Beth Acosta og Megan Wade, en þær hafa báðar víðtæka þekkingu og reynslu í tónlistar- og leikhús- geiranum að því er segir í tilkynn- ingu. Á efnisskránni eru fjölbreytt verk allt frá klassískri tónlist til djasstónlistar. „Kórinn hefur tölu- verða reynslu af að koma fram um öll Bandaríkin en þessir tónleikar verða þeir fyrstu sem hann heldur í Evrópu. Kórnum hefur í fram- haldinu verið boðið að halda tón- leika í Kanada og Ítalíu auk þess sem hann mun koma fram í messu í Vatikaninu.“ Aðgangur er ókeyp- is. Bandarískur ung- lingakór í Hörpu Evróputónleikar Hluti kórsins sem kem- ur fram á tónleikunum í dag. Um er að ræða fyrstu tónleika kórsins í Evrópu. Samdrykkja um fornbókmenntir veldur haldin í Veröld – húsi Vigdísar í dag, laugardag, milli kl. 16 og 18. Þar flytja erindi Marianne E. Kal- inke, prófessor emeritus við Uni- versity of Illinois og heiðursdoktor við Háskóla Íslands, Kirsten Wolf, prófessor við University of Wisconsin, og Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fundarstjóri er Þórunn Sigurðardóttir, rannsókn- arprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samdrykkja um fornbókmenntir Úlfar Bragason Sönghópurinn Alumni, skipaður söngvurum úr kór Clare College í Cambridge, verður gestur Listvina- félags Hallgrímskirkju um helgina og kemur fram á tónleikum í Hall- grímskirkju í dag kl. 17 og syngur í messu á Pálmasunnudag kl. 11. Á efnisskrá hópsins er fjölbreyt efnis- skrá með verkum allt frá endurreisn til nútímans þar sem breskri og ann- arra þjóða tónlist er teflt saman á mjög fallegan og áhrifamikinn hátt, eins og segir í tilkynningu. Stjórnandi er Graham Ross. Alumni syngur í Hallgrímskirkju Söngfuglar Kór Clare College en úr hon- um koma söngvarar Alumni hópsins. Daníel Bjarnason hefur verið ráð- inn aðalgesta- stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) til tveggja ára fram og með sept- ember. Daníel stjórnar hljómsveitinni á þrennum tónleikum í Eldborg á næsta starfsári og á tón- leikaferðalagi hennar til Þýskalands og Austurríkis í nóvember 2019. Þá mun Daníel stjórna upptökum á íslenskri tónlist fyrir bandaríska út- gáfufyrirtækið Sono Luminus. Daníel segir það sér mikinn heið- ur að taka við stöðunni. „Undanfarin ár hef ég átt í mjög nánu og góðu sambandi við hljómsveitina og ég hlakka til að halda áfram að vinna með öllu því frábæra fólki sem stendur að Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði hljómsveitinni sjálfri og fólkinu á bak við tjöldin,“ segir Daníel sem var staðarlistamaður SÍ 2015-18 þar sem hann gegndi bæði hlutverki hljómsveitarstjóra og tón- skálds. „Daníel er einstaklega fjölhæfur listamaður sem hefur djúpan skiln- ing á því hljóðfæri sem heil sinfón- íuhljómsveit er, bæði sem tónskáld og hljómsveitarstjóri. Daníel hefur síðustu ár náð stórkostlegum alþjóð- legum frama og unnið með virtustu listamönnum og hljómsveitum heims. Það er okkur einstakt ánægjuefni að Daníel sé fyrsti íslenski hljómsveitarstjórinn til að vera útnefndur aðalgestahljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af Daníel og hans listrænu sigrum og væntum mikils af samstarfinu,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Daníel nýr aðalgestastjórnandi SÍ Daníel Bjarnason Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég kynntist konunni minni í kvik- myndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd. Hún er kvik- mynd í fullri lengd sem listakonan Róska, leikstýrði og skrifaði í sam- vinnu við eiginmann sinn Manrico Pavolettoni árið 1982,“ segir Lee Lorenzo Lynch en hann ásamt eigin- konu sinni, Þorbjörgu Jónsdóttur kvikmyndagerðarkonu, stendur fyrir söfunun á Karolina fund til þess að endurgera kvikmyndina Sóley að svo miklu leyti sem það er hægt þar sem negatíva myndarinnar er týnd. Sóley sem er á 35 mm filmu hefur sjaldan verið sýnd að sögn Lynch og eina eintakið sem vitað sé um er sýn- ingareintak í mjög slæmu ásigkomu- lagi hjá Kvikmyndasafni Íslands. „Kvikmyndasafnið hefur verið okkur innan handar við að skanna sýningareintakið í háskerpu og söfn- unina settum við af stað til þess að safna fyrir kostnaði vegna stafrænn- ar hreinsunar kvikmyndarinnar. Það þarf einnig að bæta textasetningu og hljóð svo hægt verði að gefa þessa költmynd út á stafrænu formi,“ segir Lynch sem segir Sóley falla í flokk heimskvikmynda og þegar Róska hafi framleitt hana 1982 hafi hún ver- ið ein fárra íslenskra kvenna sem leikstýrðu kvikmyndum í fullri lengd. Mikilvægur listamaður „Ég þekkti Rósku ekki, hún var móðursystir Þorbjargar konu minn- ar. Róska varð bráðkvödd 55 ára gömul árið 1996,“ segir Lynch en Róska var þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir bæði í lífinu og listinni. Lynch telur að Róska hafi verið ein af mikilvægustu listamönnum Ís- lands. Hún hafi verið pólitískur lista- maður, sem málaði, framkvæmdi gjörninga, kvikmyndaði og tileinkaði sér fljótt tölvugerðarlist. Róska lærði myndlist og kvikmyndagerð í Prag og Róm þar sem hún bjó lengst af. „Róska var sögð ótrúleg krafta- kona en hún var einn af stofnendum Nýlistasafnsins. Róska gerði meðal annars heimildarþætti um Ísland fyrir ítalska sjónvarpið. Þættirnir þóttu of pólitískir á Natóárunum til þess að sýna þá á Íslandi,“ segir Lynch og bætir við að Róska hafi gert nokkrar stuttmyndir en Sóley sé sú eina sem gerð var í fullri lengd. Haft var eftir Rósku að Sóley fjallaði um draum og raunveruleika sem mætist og fari í ferðalag saman. Sýningareintakið af Sóley var sýnt í Iðnó 25. mars og mættu 150 manns á sýninguna að sögn Lynch sem segir að góður rómur hafi verið gerður að myndinni. Unga fólkinu í kvikmyndaskólanum hafi líkað myndin vel og fullorðinn ein- staklingur sem lék sem barn í myndinni kom að sjá hana í fyrsta sinn. „Í Sóley er töfraraunsæi og þjóð- sagan skammt undan. Myndin ger- ist á 18. öld og fjallar um ungan bónda sem fer á hálendið í leit að hestunum sínum. Þar hittir hann Sóleyju sem er álfkona. Hún að- stoðar hann við leit að hestunum og hann fær að hitta fólkið hennar,“ segir Lynch og bætir við að í mynd- inni sé tekið á misskiptingu valds og auðs, sem sannarlega eigi fullt er- indi í dag, 37 árum eftir að myndin kom fyrst út. Fordómar um álfa og huldufólk Lynch vonast til þess að hægt verði að frumsýna Sóley eftir lag- færingar árið 2020. Lynch segir að hann og Þorbjörg elski íslenskar myndir vegna þess að í þeim sé fjallað um álfa og hulduverur. Ýms- ar þjóðir kjósi að mistúlka mynd- irnar og stefni álfum og huldufólki gegn kristni. Það séu að mati Lynch fordómar. Fimmtudaginn 11. apríl hafði safnast 2101 evra af 5000 sem er 42% af markmiði söfnunarinnar sem lýkur 4. maí. Hlekkur söfnunarinnar er www.karolinafund.com/project/ view/2382 Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar  Kvikmynd í fullri lengd eftir Rósku  Negatíva myndarinnar týnd  Kvik- myndasafnið skannar inn sýningareintak í háskerpu  Róska fór sínar eigin leiðir Athafnafólk Lee Lorenzo Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir telja að kvikmynd- in Sóley, sem listakonan Róska framleiddi teljist í flokki heimskvikmynda. Plakat Kynning kvikmyndafélags- ins Sóleyjar á myndinni árið 1982.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.