Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 2

Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 595 1000 MADEIRA Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a Verð frá kr. 129.995 29.APRÍL Í 10 NÆTUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Dómkirkjan Notre-Dame hefur mikið gildi fyrir Parísarbúa og heimsmynd borgarinnar og þar hafa farið fram athafn- ir sem skipta miklu máli í sögu Frakklands. Það er því eðlilegt að okkur öllum sé mjög brugðið við þessi válegu tíð- indi,“ segir Vig- dís Finn- bogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hún tengist Frakklandi sterkum böndum en hún stundaði nám í frönsku og bókmenntum í Grenoble og við Sor- bonne-háskóla í París á árunum 1949-1953. Kirkjubrunann í París bar upp á 15. apríl, afmælisdag Vigdísar sem varð 89 ára í fyrradag. Aðspurð seg- ist hún eiga margar persónulegar minningar tengdar Notre-Dame, þangað hefur hún oft komið í gegn- um árin. Kaþólskir siðir lifa „Í Frakklandi byrja jólin ekki fyrr á miðnætti 25. desember og ég var eitt sinn í kirkjunni við miðnætur- messu á jólanótt sem er mér mjög eftirminnileg. Á námsárunum mín- um ytra fór ég líka oft með gesti frá Íslandi að skoða kirkjuna,“ segir Vigdís og heldur áfram: „Í Parísarferðum mínum í gegn- um árin hef ég iðulega skotist inn í kirkjuna. Gjarnan verið þar ein með sjálfri mér, en í kirkjunni eru marg- ar hliðarstúkur með altari þar sem hægt er að setjast niður og hugleiða. Það er að sjálfsögðu líka mjög sterk- ur andi í þessu fræga guðshúsi, sem helst í hendur við að hefðir og siðir tengdir kaþólsku kirkjunni lifa með- al Frakka. Áhrif kirkjunnar á franskt þjóðlíf eru þó væntanlega talsvert minni nú en á Parísarárum mínum.“ Sigurboginn, Eiffel-turninn, Sainte Chapelle og Louvre-safnið eru allt þekkt kennimörk í París, eins og Notre-Dame. Framkvæmdir við byggingu kirkjunnar hófust árið 1163, stóðu í tæplegar tvær aldir og lauk 1345. Alltaf jafn tilkomumikil „Það er sama hvort maður gengur til móts við kirkjuna að framanverðu eða stendur á Signubökkum og horf- ir á hana á hlið, hún er alltaf jafn til- komumikil að sjá. Rósagluggarnir vekja eftirtekt og svo mögnuð lista- verkin, höggvin í stein á framhlið turnanna. Þau sluppu frá skemmd- um í eldsvoðanum og raunar fleira, en nú bíðum við bara fregna um hvað skemmst hefur innandyra. Macron forseti er staðráðinn í því að þessi mikla miðaldakirkja komist í sína fyrri mynd og í frönsku blöð- unum sé ég að auðkýfingar eru að gefa sig fram til að styðja verkefnið. Kirkjan skiptir miklu máli fyrir sögu og sjálfsmynd Frakka og eðlilega er þeim í mun að byggingin verði að nýju sú einstaka borgarprýði sem hún hefur verið um aldir,“ segir Vig- dís Finnbogadóttir. »26 AFP París Mannfjöldi var í miðborginni í gær og horfði til Notre-Dame, sem Macron forseti heitir að verði endurbyggð. Notre-Dame verði að nýju einstök borgarprýði  Brugðið við váleg tíðindi, segir Vigdís Finnbogadóttir Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Alls var skrifað upp á 3.738 skammta af metýlfenídatlyfjum árið 2018 sem er fækkun frá árinu áður. Árið 2017 var skrifað upp á 3.907 skammta af lyfjunum. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrir- spurn Morgunblaðsins. Rítalín, rítal- ín uno, concerta, metylfenidat actav- is og methylphenidate sando eru meðal þeirra lyfja sem flokkast und- ir metýlfenídatlyf en metýlfenídat er virka efnið í lyfjunum og er örvandi lyf skylt amfetamíni. Kostnaður SÍ meiri en áður Þrátt fyrir að afgreiddir væru færri skammtar af metýlfenídatlyfj- um í fyrra þá jókst kostnaður SÍ úr 521 milljón í 548 milljónir króna milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá SÍ útskýrist það einna helst af því að nú þurfa allir að hafa lyfjaskírteini til þess að geta fengið lyfið afgreitt og fá þar af leiðandi fleiri lyfið niður- greitt. Þá er einnig bara hægt að fá afgreidda 30 daga skammta í einu núna sem hefur kostnaðaraukningu í för með sér. Dregið hefur úr fjölgun þeirra sem fá lyfið. Frá árinu 2016 til 2017 fjölgaði þeim um 13% en frá árinu 2017 til 2018 var ekki nema 5% aukn- ing. Heildarkostnaðurinn í örvandi lyfjum hefur haldist nokkuð svipað- ur á milli ára. Hann var 665 milljónir 2017 en var 667 milljónir árið 2018. Á tímabilinu 2014 til 2017 greiddu SÍ alls 2,3 milljarða króna með metýl- fenídatlyfjum. Ísland áfram í sérflokki Notkun Íslendinga á örvandi lyfj- um er mun meiri en í nágrannalönd- um okkar. Nýjustu samanburðartöl- ur SÍ eru frá árinu 2015 en þá tóku Íslendingar 26,09 ráðlagða dag- skammta af örvandi lyfjum á hverja þúsund íbúa. Til samanburðar tóku Norðmenn 8,92 ráðlagða dag- skammta á hverja þúsund íbúa og Svíar 11,74. Þar sem Danir telja ekki notkun á elliheimilum með eru tölur þeirra ekki samanburðarhæfar en samkvæmt upplýsingum frá SÍ er notkun Dana engu að síður mun minni en hér á landi. Þá greindi Morgunblaðið frá því í fyrra að ein- ungis þrjátíu læknar voru með 64% af öllum samþykktum lyfjaskírtein- um fyrir metýlfenídatlyf árið 2017. Einn barna- og unglingageðlæknir var með 365 umsóknir samþykktar sem eru um 5,2% af heildarfjölda þeirra sem fengu lyfjaskírteini. Skiptingin milli læknanna þrjátíu, sem voru með yfir helming útgefinna skírteina, er fjórir barna- og ung- lingageðlæknar, 11 barnalæknar, 14 geðlæknar og einn heimilislæknir. Minna ávísað af örvandi lyfjum  Færri fengu skrifað upp á metýlfenídatlyf árið 2018 en árið áður  Kostnaður Sjúkratrygginga Ís- lands vegna lyfjanna jókst hins vegar um tugi milljóna  5% fjölgun einstaklinga sem fengu lyfin ávísuð Notkun metýlfenídatlyfja 2014 til 2018, þúsundir skammta (DDD) 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2.452 2.908 3.480 3.907 3.738 2014 2015 2016 2017 2018 Notkun Íslendinga á örvandi lyfjum Heimild: Sjúkra-tryggingar Íslands Kostnaður Sjúkratrygginga vegna örvandi lyfja, 2014 til 2018 Metýlfenídatlyf Örvandi lyf samtalsMilljónir króna 800 600 400 200 0 2014 2015 2016 2017 2018 762 583 765 585 799 613 665 521 667 548 Landgöngubrýrnar á Keflavíkur- flugvelli voru teknar úr notkun um tíma í gær vegna þess að vindhraði fór yfir 50 hnúta, eða um 26 m/s. Alls var sextán brottförum frá Keflavíkurflugvelli seinkað vegna veðursins. Opnað var fyrir allar landgöngubrýrnar á ný um fimm- leytið í gær. Guðjón Helgason, upp- lýsingafulltrúi Isavia, sagði í sam- tali við mbl.is að allir landgangar nema einn hefðu verið komnir í notkun aftur kl. 16:50 og sá tólfti og síðasti hefði verið tekinn í notkun um hálftíma síðar. Farþegar fastir um borð Ellefu flugvélar sem lentar voru á vellinum biðu um tíma með farþega innanborðs eftir að hægt væri að hleypa frá borði. Unnið var hörðum höndum við að koma farþegum úr vélunum og inn í flugstöðina. Þegar veðrið tók að lægja var byrjað aftur að nota landgangana sem og stigabílana við að koma fólki úr vélunum. Tafir urðu á brottförum Luft- hansa til Frankfurt, Wizz Air til Vínar, British Airways til London, Icelandair til Kaupmannahafnar, Chicago, Washington, Denver, Portland, San Francisco, New York, Toronto, Seattle, Boston, Vancouver og Orlando. Landgöngubrýr teknar úr notkun  Veður olli vandræðum í Keflavík Morgunblaðið/Eggert Keflavíkurflugvöllur Vindhraði olli miklum vandræðum á vellinum. Vigdís Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.