Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
FRÁBÆR
TILBOÐ
TIL PÁSK
A
PÁSKA
TILBOÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
RVK Studios, kvikmyndafyrirtæki
Baltasars Kormáks, hefur á þessu
ári fengið tæplega 350 milljónir
króna endurgreiddar úr ríkissjóði
vegna gerðar sjónvarpsefnis. Það er
að meginhluta til vegna annars hluta
framhaldsþáttanna Ófærðar. Þetta
er hæsta endurgreiðsla vegna kvik-
myndagerðar frá 2016 þegar True-
North fékk tæpar 509 milljónir
króna fyrir kvikmyndina Fast and
the Furious 8. Upplýsingar um end-
urgreiðslurnar er að finna á vef
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið hefur falið umsjón þeirra
með sérstökum samningi.
Endurgreiðslan til Rvk Studios er
annars vegar vegna Ófærðar, um
335 millónir, og hins vegar vegna
þáttanna Hálendisvaktin, um 14
milljónir króna.
Framleiðendur kvikmynda eða
sjónvarpsefnis á Íslandi eiga lögum
samkvæmt kost á endurgreiðslum á
allt að 25% af framleiðslukostnaði
sem fellur til hér á landi. Skilyrði er
að viðkomandi framleiðsla sé til þess
fallin að koma íslenskri menningu á
framfæri, kynna sögu lands eða
náttúru eða að viðkomandi fram-
leiðsla sé til þess fallin að stuðla að
aukinni reynslu, þekkingu á listræn-
um metnaði þeirra sem að fram-
leiðslunni standa.
Næsthæstu endurgreiðsluna á
þessu ári hefur Kvikmyndafélag Ís-
lands fengið fyrir framleiðslu mynd-
arinnar Lof mér að falla, um 67
milljónir króna. Sagafilm hefur
fengið um 22 milljónir fyrir þrjá
sjónvarpsþætti og Skot Productions
fengið rúmar 11 milljónir fyrir þætt-
ina Með Loga sem sýndir eru í Sjón-
varpi Símans.
Fjórir aðrir kvikmyndaframleið-
endur, Nýjar hendur, Kvikmynda-
sögur, Hreyfimyndasmiðjan og
Trabant, hafa samtals fengið endur-
greiðslur að fjárhæð rúmar 20 millj-
ónir króna.
350 milljónir vegna Ófærðar
Kvikmyndagerð Spennumyndaflokkurinn Ófærð var framleiddur af RVK
Studios, sem Baltasar Kormákur rekur, og sýndur á RÚV.
Endurgreiðsla
til RVK Studios
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Síðasta umferð Reykjavíkurskák-
mótsins var tefld í Hörpu í gær og
endaði svo að átta skákmenn deildu
sigri á mótinu. Þeir voru Rúmenarn-
ir Lupulescu og Parilgras, Englend-
ingurinn Gawain Jones ásamt
Grandelius frá Svíþjóð, Firouzja frá
Íran, Petrosjan frá Armeníu, Tari
frá Noregi og Gupta frá Indlandi.
„Það er mjög óvenjulegt. Þetta er
reyndar ekki einsdæmi, það voru 11
sigurvegarar eitt árið en þú þarft að
fara tuttugu ár aftur í tímann eða
jafnvel lengra,“ segir Gunnar
Björnsson, forseti Skáksambands
Íslands, um þá staðreynd að átta
deildu sigrinum á mótinu. Eftir
stigaútreikning var Rúmeninn
Lupulescu hins vegar úrskurðaður
sigurvegari Reykjavíkurskákmóts-
ins. Spurður um þennan stigaút-
reikning segir Gunnar það vera kerfi
sem gengur út á að leggja vinninga
andstæðinga saman til að finna út
hver tefldi við sterkustu einstak-
lingana. „Þannig að hann [Lupu-
lescu] fær örlítið hærri verðlaun en
hinir,“ segir Gunnar. Fyrir síðustu
umferðina voru Rúmenarnir Lupu-
lescu og Parligras efstir ásamt Eng-
lendingnum Gawain Jones.
Rúmenarnir tefldu innbyrðis og
sömdu fljótlega jafntefli eftir rólega
skák. Jones hafði þar með möguleika
á að sigra á mótinu ynni hann Hol-
lendinginn l’Ami Erwin. Jones fékk
ágætisstöðu eftir byrjunina en Hol-
lendingurinn bætti stöðu sína og
stóð mun betur um tíma. Jones kom
til baka og jafntefli niðurstaðan eftir
langa skák. Ollu þessi úrslit því að
átta skákmenn voru jafnir að lokum.
Hannes Hlífar Stefánsson varð
efstur Íslendinga með sex og hálfan
vinning. Hannes vann Guðmund
Kjartansson í síðustu umferðinni.
Guðmundur, Hjörvar Steinn Grét-
arsson og Jóhann Hjartarson end-
uðu með sex vinninga. Jóhann tefldi
langa og mjög spennandi skák við ír-
anska ungstirnið Alireza Firouzja
sem er ekki orðinn 16 ára gamall en
nálgast 2.700 skákstigin. Degi Ragn-
arssyni, sem átti möguleika á að
verða alþjóðlegur meistari í gær,
mistókst ætlunarverk sitt eftir tap
gegn hollenska skákmanninum
Kevlishvili. Dagur komst þó yfir
2.400 stig á mótinu.
Deila sigri á Reykjavíkurskákmótinu
Átta skákmenn deildu sigri á Reykjavíkurskákmótinu Mjög óvenjulegt en ekki einsdæmi, segir
forseti Skáksambands Íslands Rúmeninn Lupulescu úrskurðaður sigurvegari eftir stigaútreikning
Reykjavíkurskákmótið
» Átta deildu sigrinum saman.
» Rúmeninn Lupulescu fékk
hæsta verðlaunaféð eftir stiga-
útreikning.
» Hannes Hlífar Stefánsson
varð efstur Íslendinga með sex
og hálfan vinning.
» Hjörvar Steinn Grétarsson
og Jóhann Hjartarson enduðu
með sex vinninga.
Morgunblaðið/Eggert
Keppendur í ham Á Reykjavíkurskákmótinu 2019 tefldu alls 240 keppendur frá yfir 30 þjóðum. Gunnar
Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að skipulagning mótsins í ár hafi gengið vel frá A til Ö.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosamargrett@gmail.com
Umsóknum um alþjóðlega vernd
hefur fjölgað á árinu frá sama tíma í
fyrra, samkvæmt tölum Útlendinga-
stofnunar. Á vefsíðu stofnunarinnar
kemur fram að 223 einstaklingar hafi
sótt um alþjóðlega vernd það sem af
er ári. Í lok apríl í fyrra voru um-
sóknirnar 181 talsins.
Í nýliðnum mars bárust 77 um-
sóknir um alþjóðlega vernd en í mars
í fyrra voru slíkar umsóknir 43. Í jan-
úar í ár voru umsóknirnar 73 en 53 í
fyrra, og í febrúar í ár sóttu 73 um
vernd en 42 í febrúar á síðasta ári.
Flestir þeirra sem hafa sótt um
vernd á þessu ári eru frá Írak, 30,
Afghanistan, 22 og Moldóvu, 18.
Ljóst er að fjölgun hefur orðið á um-
sóknum frá síðastnefndu löndunum
tveimur en í lok apríl í fyrra höfðu 9
sótt um frá Afganistan og 3 frá Mol-
dóvu en 34 frá Írak.
Útlendingastofnun tilkynnti í jan-
úar á þessu ári að Moldóva hefði ver-
ið fært á lista stofnunarinnar yfir
lönd sem teldust örugg.
Lítið hægt að segja um stöðuna
Þórhildur Hagalín, upplýsinga-
fulltrúi Útlendingastofnunar, segir
að mikill stöðugleiki hafi fylgt tölum
um alþjóðlega vernd á árinu þó að
tölurnar nú í byrjun árs séu hærri en
á síðasta ári. Hún segist þó ekki vilja
lesa of mikið í þær á þessum tíma-
punkti. Á síðasta ári hafi fjöldi um-
sækjenda þegar upp var staðið verið
svipaður og árið á undan og því sé
ekki beinlínis hægt að tala um fjölg-
un á undanförnum mánuðum.
„Það eru alltaf sveiflur innan árs-
ins þannig að það getur verið erfitt
að geta sér til út frá þessu. Það eina
sem við sjáum er að árið fer af stað
með hærri tölum en síðasta ár en
hvað það þýðir getum við lítið sagt til
um,“ segir Þórhildur.
Umsóknum um
vernd fjölgar
233 hafa sótt um alþjóðlega vernd
Vorboðinn er kominn til Vestmanna-
eyja. Lundinn er byrjaður að setjast
upp. Sigurður Bragason sá töluvert
af lunda í Stórhöfða í fyrrakvöld og á
vefnum eyjar.net er sagt frá því að
fuglaáhugamaður hafi séð lunda við
Kaplagjótu við Dalfjall á sunnudags-
kvöld. „Það er greinilega komið
sumar,“ segir Sigurður. Raunar hef-
ur verið strekkingur í Vestmanna-
eyjum síðustu daga og ekki góðar
aðstæður fyrir lundann til að setjast
upp.
Á undan fyrir norðan
Lundinn er nokkuð á venjulegum
tíma í Vestmannaeyjum í ár. Erpur
Snær Hansen, líffræðingur hjá
Náttúrustofu Suðurlands, segir að
það sé aðeins breytilegt eftir árum
en meðaltalið frá árinu 1953 sé um
18. apríl. Á síðasta ári urðu Eyja-
menn fyrst varir við lundann 19. apr-
íl og 16. apríl fyrir tveimur árum.
Lundinn sest fyrr upp á Norður-
og Austurlandi. Erpur segir að Aust-
urland og Steingrímsfjörður á
Ströndum séu fyrst í röðinni, síðan
Norðurland, þá Vesturland en lundin
setjist síðast upp á Suðurlandi. Sama
eigi við um varpið, það hefjist fyrr
fyrir austan og norðan. helgi@mbl.is
Lundinn kominn til Eyja
„Það er greinilega komið sumar,“ segir Sigurður Bragason
Morgunblaðið/Eggert
Stórhöfði Töluvert sést af lunda í Eyjum þótt aðstæður séu ekki góðar.