Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 6

Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 218.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson Ævintýralegi miðaldabærinn Brugge í Belgíu er einstök perla sem allir ættu að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni og sjá fornar byggingar, steinlögð stræti, vatnavegi og markaðstorg. Hér er mikið flatlendi, hvarvetna góðir hjólastígar og því tilvalið að fara allra sinna ferða hjólandi. Upplifðu náttúrufegurð Belgíu í hjólaferð þar sem áherslan er á að njóta, ekki þjóta. 7. - 14. september Hjólað umBrugge Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu gagnrýnir harðlega ýmis ákvæði í lagafrumvarpi heilbrigð- isráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Einnig er fund- ið að ýmsum atriðum í greinargerð frumvarpsins, m.a. um að haft hafi verið samráð við lögreglu um efni þess. Það hafi aðeins verið áform um frumvarpið sem kynnt hafi ver- ið lögreglu. Dregið úr skaðlegum áhrifum Heilbrigðisráðherra segir að markmiðið með frumvarpinu sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Neyslu- rýmið sé ætlað langt leiddum fíkni- efnaneytendum. Verði frumvarpið að lögum getur Embætti landlækn- is heimilað sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými að uppfylltum nánari skilyrðum sem heilbrigðis- ráðherra setur um rekstur þeirra, þar á meðal um þjónustu, hollustu- hætti, hæfni starfsfólks og upplýs- ingagjöf. Lögreglustjóri bendir á að svo virðist sem gengið sé út frá því að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neysluúrræði þá sé þar með varsla fíkniefnanna heimil, og jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélög gerir sam- komulag við lögreglu um „refsilaus svæði“. Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Lögreglustjóri segir að ákvæði 2. gr. frumvarpsins, sem heimilar fíkniefnaneytendum að neyta fíkni- efna á tilteknu svæði, feli ekki í sér undanþágu frá bannreglu 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni sem bannar vörslu og meðferð fíkniefna á íslensku forráðasvæði. Einungis sé verið að heimila neyslu sem fram til þessa hefur verið refsilaus. Menn hafi ekki verið sóttir til saka fyrir að neyta fíkniefna heldur að- eins fyrir vörslu þeirra. Skylda lögreglu óbreytt Þá segir lögreglustjóri að verði frumvarpið óbreytt að lögum muni það ekki hrófla við skyldu lögreglu til að leggja hald á ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Nauðsynlegt sé að fram komi í lagatextanum eða reglugerð hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum einstakir neytendur megi vera með í neyslurýminu. Lögreglustjóri segir að í greinar- gerð um meginefni frumvarpsins komi fram ákveðið þekkingarleysi á hlutverki lögreglu og hvaða skyldur séu lagðar á lögreglu þegar kemur að meðferð sakamála. Látið sé í veðri vaka að lögregla geti haft mat um það hvort hún láti til sín taka þegar hún hefur afskipti af einstak- lingi sem hefur á sér fíkniefni. Svo sé ekki og lögregla hafi heldur ekk- ert mat um það til hvaða aðgerða verði gripið hafi hún afskipti af ein- staklingi með fíkniefni í vörslu sinni. Hugmyndir frumvarpshöf- unda um að „aðvörun“ sé eitt úr- ræða lögreglu í slíkum málum eigi ekki við rök að styðjast. Lögreglu beri samkvæmt lögum að stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja mál- um eftir, ella geti lögreglumaður bakað sér refsiábyrgð. Loks vekur lögreglustjóri athygli á því að þrátt fyrir ummæli í grein- argerð frumvarpsins um að ekki verði hægt að sækja starfsmenn neyslurýmisins til saka fyrir það að einstaklingur hafi látist undir eft- irliti þeirra, kunni þeir að verða í þeirri stöðu að háttsemi þeirra verði ekki virt til refsileysis. Þetta sé vegna þess að ákvæðið taki að- eins til laga um ávana- og fíkniefni og vegna skorts á skilgreiningu neysluskammts í frumvarpinu. Skylt að benda á vankanta Lögreglustjóri segir að með um- sögn sinni sé embættið ekki að hafa skoðun á réttmæti neyslurýma og sjónarmið um skaðaminnkun hafi mikið vægi. Skylt sé hins vegar að vekja athygli á vanköntum frum- varpsins. Verði það óbreytt að lög- um sé réttur neytandans ekki tryggður til neyslu á neyslu- skammti eins og markmið sé og óvíst um refsileysi starfsmanna rýmisins. Þá verði að gera kröfu um að hugað sé að skyldu lögreglu í þessu samhengi. Engin heimild fyrir „refsilausu svæði“  Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir frumvarp um neyslurými fyrir fíkniefnaneyt- endur  Segir neyslu á tilteknu svæði ekki fela í sér undanþágu frá banni við vörslu fíkniefna Morgunblaðið/Ómar Fíkn Sprautur og nálar á víðavangi. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skrifstofa Alþingis hefur ekki skipt um þá skoðun að atkvæðagreiðslan 1. júní 2017, þar sem þingið greiddi at- kvæði um tillögur þáverandi dóms- málaráðherra um skipun Landsrétt- ar, hafi verið „fyllilega lögmæt og í samræmi við lögbundna og venju- bundna afgreiðsluhætti Alþingis“, þrátt fyrir niðurstöðu Mannréttinda- dómstóls Evrópu í síðasta mánuði. Þetta staðfestir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í tölvupósti til Morgunblaðsins. Skrifstofa Alþingis hafði áður veitt álit sitt á því hvort atkvæðagreiðslan hefði verið lögmæt í bréfi dagsettu 7. júní 2017 til Örnólfs Thorssonar for- setaritara, en skrifstofunni hafði þá borist erindi frá forsetaembættinu vegna ábendinga um að atkvæða- greiðslan kynni að hafa brotið í bága við lög, þar sem ekki hefðu verið greidd atkvæði um dómaraefnin hvert í sínu lagi. Sérstaklega vandað til Í svarinu til forsetaritara, sem Helgi Bernódusson undirritaði, var farið yfir tildrög atkvæðagreiðslunn- ar 1. júní 2017 og þau lög og ákvæði þingskapa sem áttu við um hana, en bent er á að það sé „venjubundin framkvæmd og ævagömul“ að taka saman mörg atriði við atkvæða- greiðslur þegar ljóst sé að allir muni greiða atkvæði með sama hætti eða breytingartillaga hefur ekki verið gerð við einstök atriði. Segir í svari skrifstofunnar til for- setaritara að vandað hafi verið sér- staklega til verka við undirbúning at- kvæðagreiðslunnar 1. júní og hugað vel að öllum atriðum og orðalagi laga og þingskapa. Bent er á að þingskjal- ið sé þannig sett upp að gerð sé tillaga um hvern einstakling í tölusettum lið- um, svo að hægt væri að greiða at- kvæði um hvern og einn hefði þess verið óskað. Þá hefði forseti Alþingis kannað hug formanna þingflokkanna og fleiri þingmanna til fyrirkomulags at- kvæðagreiðslunnar áður en þingfund- ur hófst. Kom fram í þeim samtölum að þingmenn myndu allir greiða at- kvæði með sama hætti um hvern ein- stakling í tillögunum. Þá er einnig bent á að þingforseti hafi ítrekað formlega á þingfundinum um leið og atkvæðagreiðslan hófst að hún gæti farið fram um hvern og einn. „Engin athugasemd kom fram um að tillögurnar yrðu bornar upp í heild, engin ósk um uppskiptingu á tillögu [stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar]í atkvæðagreiðslunni eins og þó oft er gert,“ segir í bréfinu til forsetaritara, og er bætt við að til dæmis hefði mátt búast við því að „óskað yrði sérstakr- ar atkvæðagreiðslu um þá fjóra sem á skjalinu voru en ekki var gerð tillaga um í niðurstöðum dómnefndar, en svo varð ekki“. Atkvæðagreiðslan hafi því að öllu leyti verið í samræmi við þingsköp og samkvæmt þingvenju. Til atkvæða hafi verið fimmtán nöfn í fimmtán tölusettum liðum, og ber að líta svo á að „Alþingi hafi samþykkt hvern tölu- lið, hvert nafn, hvert dómaraefni, með 31 atkvæði gegn 22, en 8 þingmenn greiddu ekki atkvæði, en 2 voru fjar- staddir“. Í niðurlagi bréfsins til for- setaritara er tekið fram að meginhug- myndin og krafa í bráðabirgðaákvæði í lögum um skipan dómara í Lands- rétt í fyrsta sinn hafi verið sú að Al- þingi gæti tekið afstöðu til hvers dóm- araefnis, hafnað einstökum tillögum ráðherra, en stæði ekki frammi fyrir þeim kosti að samþykkja allar tillög- urnar eða hafna öllum. Þessi hug- mynd hafi verið virt við afgreiðslu málsins á Alþingi, og þannig gengið frá málinu á þingskjali og við tilhögun atkvæðagreiðslu að hægt yrði að verða við þessari kröfu. Morgunblaðið/Kristinn Umræður á Alþingi Atkvæðagreiðslan um skipan Landsréttar 1. júní 2017 var í samræmi við þingsköp og þingvenju að mati skrifstofu Alþingis. Afstaðan óbreytt þrátt fyrir dóm MDE  Atkvæðagreiðsla um skipan Landsdóms fyllilega lögmæt Í dómi sínum 12. mars síðastliðinn komust þeir fimm dómarar sem mynduðu meirihluta í dómi Mann- réttindadómstólsins að þeirri nið- urstöðu að sú ákvörðun Alþingis að greiða ekki sérstaklega atkvæði um hvern og einn umsækjanda hefði verið „alvarlegur galli á skip- unarferlinu“, sem hefði verið til þess fallinn að draga trúverðug- leika þess í efa, sérstaklega hvað varðaði þá fjóra umsækjendur þar sem þáverandi dómsmálaráðherra vék frá áliti hæfnisnefndarinnar. Minnihluti dómstólsins vísaði hins vegar í dóma Hæstaréttar frá desember 2017 og mars 2018, þar sem komist var að þeirri niður- stöðu að atkvæðagreiðslan hefði verið annmarki, sem hefði þó ekki þýðingu. Sögð alvarlegur ágalli NIÐURSTAÐA MDE Mannréttinda- dómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ís- lenska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármanns- sonar kaupsýslu- manns samkvæmt mannréttinda- sáttmála Evrópu (MSE) með því að refsa honum í tvígang fyrir sama brot. Fram kemur í dómi Mannrét- indadómstólsins að ríkið hafi brotið gegn 4. gr. MSE og er það dæmt til þess að greiða Bjarna um 680 þús- und kr. í miskabætur og rúmar 4 milljónir í málskostnað auk vaxta og skatta innan þriggja mánaða frá uppkvaðningu dómsins. Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmdi Bjarna í sex mánaða skilorðsbundið fang- elsi árið 2013 fyrir meiri háttar skattalagabrot. Viðurkenndi Bjarni fyrir dómi að hafa vantalið fjármagnstekjur sín- ar og sagði að um handvömm eða mistök hefði verið að ræða. Hæsti- réttur þyngdi síðan dóm Bjarna í átta mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Var honum líkt og í héraðs- dómi gert að greiða tæpar 36 millj- ónir króna í sekt í ríkissjóð. Við meðferð málsins kom fram að hann hefði greitt að fullu opinber gjöld samkvæmt úrskurði ríkisskatt- stjóra um endurákvörðun auk álags. Ríkið braut gegn mannréttindum Bjarna Bjarni Ármannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.