Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Fylgist með á facebook • Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 FISLÉTTIR JAKKAR Flottir í ferðalögin Gallabuxur /strechbuxur frá 9.900 kr Frá 19.900 kr. Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Haldari með áföstu þunnu teyjanlegu efni yfir sem kemur ótrúlega vel út undir fatnaði Misty Dekraðu við línurnar Skálastærðir: 70-95 E-G Verð 7.990 kr. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Str. 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Robell buxur Kr. 7.900 Str. 36-52 • Margir litir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á kindakjöti hefur heldur dregist saman undanfarna mánuði á sama tíma og sala á öðrum tegundum kjöts úr innlendri framleiðslu hefur aukist. Mesta aukningin er í sölu á naut- gripakjöti, 13% undanfarna þrjá mánuði, miðað við sama tímabil á síð- asta ári. Í lok mars voru til í birgðum hjá sláturleyfishöfum 3.170 tonn af kindakjöti, þar af 2.840 tonn af dilka- kjöti. Samsvarar það rúmlega 5 mán- aða sölu, ef miðað er við meðalsölu kjöts á heilu ári. Samkvæmt því ættu sláturleyfishafar að eiga birgðir af kjöti út ágústmánuð. Þá eru ótaldar birgðir sem kunna að vera til úti á markaðnum. Birgðirnar eru mun minni en á þessum tíma fyrir tveimur árum þeg- ar yfir 4.800 tonn voru til. Mættu vera meiri birgðir Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska og for- maður Landssamtaka sláturleyfis- hafa, segir að birgðir dilkakjöts mættu að ósekju vera örlítið meiri en raunin er. Hann telur þó óvarlegt að tala um að það stefni í almennan kjöt- skort síðsumars. Bendir hann á að hægt verði að bjóða upp á kjöt af ný- slátruðu í ágústmánuði Hinsvegar getur komið til þess að skortur verði á einstökum skrokk- hlutum, sérstaklega hryggjum þegar líður á sumarið. Það er hins vegar ekki sundurliðað í upplýsingum bún- aðarstofu Mast um framleiðslu, sölu og birgðir kjötafurða. Ágúst Torfi segir að í staðinn verði hægt að bjóða aðra skrokkhluta þannig að ekki verði skortur á kindakjöti. Ef litið er til síðustu tólf mánaða hefur sala á kindakjöti dregist saman um 1%. Ágúst Torfi segir að þetta rími við þær upplýsingar sem komi frá smásölunni. „Það hafa verið mín- ustölur nokkuð lengi og þarf ekki að koma á óvart. Sú þróun hefur verið að ganga yfir í löndunum í kringum okkur. Við erum mun tryggari lambakjötinu en þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við en neyslan breytist hægt og rólega,“ segir Ágúst. Hann lýsir þeirri skoðun sinni að þeir sem hafi unnið að mark- aðssetningu kindakjöts á undan- förnum árum og áratugum hafi staðið sig vel. Innflutningur heldur niðri verði Sala á innlendu nautgripakjöti hef- ur aukist um 10% síðustu tólf mánuði, miðað við sama tímabil ári fyrr, sala á svínakjöti hefur aukist um 7,5% og alifuglakjöti um 2%. Einnig er mikið flutt inn af kjöti af þessum tegundum en tölur um það liggja ekki fyrir. Ágúst Torfi segir athyglisvert að sjá þróunina í nautgripakjöti. Inn- flutningur hafi haldist stöðugur en framleiðslan innanlands aukist mikið. „Íslenskir frumframleiðendur hafa staðið sig mjög vel við að anna auk- inni eftirspurn eftir nautakjöti,“ segir hann en tekur fram að lítil tollvernd geri það að verkum að innflutt kjöt haldi verðinu á markaðnum niðri. Bændur fái ekki nógu hátt verð fyrir afurðirnar. Morgunblaðið/Eggert Hryggur Ekki er víst að hægt verði að kaupa hryggi þegar líður á sumar. Gæti vantað hryggi í sumar Hlutdeild » Alifuglakjöt er vinsælasta kjötið á markaðnum, miðað við innlenda framleiðslu. Hlutdeild þess er 33,2%. » Kindakjötið er enn í öðru sæti með 24,1% hlutdeild. Skammt á eftir kemur svína- kjötið með 23,5% markaðs- hlutdeild. » Nautgripakjötið er með 16,9% markaðarins og hrossa- kjöt með 2,3%.  Minni birgðir hjá sláturleyfishöfum en oft áður  Aukin sala á nautgripakjöti Upplestur í Hallgríms- kirkju hefst kl. 13 á föstudaginn langa Ranglega var farið með tímasetn- ingu í umfjöllun blaðsins sl. mánu- dag um upplestur Passíusálmanna í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Lestur sjö leikkvenna hefst kl. 13, en ekki 13:30. Beðist er vel- virðingar á þessu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.