Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Auglýst var eftir listamönnumtil að taka þátt í verkefninuí Kringlumýri og var eftir-spurnin mikil. Alls komu hátt í 90 umsóknir hvaðanæva úr heiminum og úr þeim hópi voru valdir 13 listamenn. Listrænn stjórnandi sýningarinnar er Jón Adólf Steinólfs- son myndhöggvari, sem einnig á verk á sýningunni. Aðrir listamenn eru Jacquies Vesery og Charles J. Rosenthal frá Bandaríkjunum, Jérémy Pailler og Nathalie Groeneweg frá Frakklandi, Pavel Khatsilouski frá Hvíta-Rúss- landi, Louise Thomas, Breti sem býr í Berlín, Anees Maani frá Jórdaníu, Ercan Bilir frá Tyrklandi, Plácido Rodríguez Bonníu frá Spáni, Eva Hodinková frá Tékklandi, Zilvinas Balkevicius, Lithái sem býr í Kópa- vogi, og íslensku trélistamennirnir Sigurður Petersen og Anna Lilja Jónsdóttir. Kakalaskáli er við bæinn Kringlumýri í Blönduhlíð en þar búa hjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir. Þau hafa byggt skál- ann upp, þar sem áður voru útihús og minkahús á bænum. Innréttaður var hlýlegur timburklæddur salur sem hýst hefur ýmsa listviðburði, málþing og önnur mannamót. Framkvæmdir við skálann hóf- ust árið 2011 og bætt hefur verið við öðru rými, um 100 fermetrum, þar sem sýningin verður sett upp. Lista- mennirnir hafa unnið alls 30 listaverk, saman eða sitt í hverju lagi, sem verða til sýnis. Boðið verður upp á hljóð- leiðsögn um 30 sögupunkta í sýning- unni; á íslensku, ensku, þýsku og norsku, auk þess sem tyrknesk útgáfa er til fyrir tilstilli Ercan Bilir frá Tyrk- landi. Sviðsetti Hauganesbardaga Úti fyrir hefur Sigurður sviðsett einn fjölmennasta og mannskæðasta bardaga Íslandssögunnar, Hauganes- bardaga, þar sem Ásbirningar og Sturlungar bárust á banaspjót árið 1246. Þar hafði Þórður kakali sigur í orrustunni við Brand Kolbeinsson unga. Ríflega 1.300 steinum var raðað upp á Haugsgrundum, neðan við Haugsnes, samkvæmt tilgátu Sig- urðar, þar af tákna yfir 700 steinar lið Ásbirninga og um 600 úr liði Sturl- unga. Róðukross, minnisvarði um Brand, stendur í landi Syðstu- Grundar en Jón Adólf gerði krossinn. Þaðan er hægt að ganga stuttan spöl að steinunum og enda í Kakalaskála hjá Sigurði og Maríu á Kringlumýri. Einnig er hægt að byrja ferðina í skál- anum og ganga þaðan út á grund- irnar, vettvang bardagans. Þar hefur Sigurður veitt leiðsögn en hann hefur lengi haft mikinn áhuga á því sem gerðist á sturlungaöldinni svonefndu, og haft sérstakan áhuga á sögu Þórð- ar kakala. Þannig er hugmyndin að skálanum til komin. Spurður hvernig verkefnið með listamönnunum kom til, segir Sig- urður í samtali við Morgunblaðið að eitt hafi leitt af öðru. „Þetta hófst upphaflega með því að ég setti fram tilgátu um hvernig Hauganesbardaga hefði borið að, því ég fékk hann ekki til að ganga upp í landslaginu. Það leiddi til þess að ég sviðsetti bardagann. Síðan fór að koma fólk sem ég þurfti að segja sög- ur, aðdragandann að bardaganum og afleiðingarnar. Þá vantaði mig skjól til að tala við fólkið, þannig kviknaði hug- myndin um skálann. Ég vildi í upphafi gera þetta í þremur áföngum og þessi sýning átti alltaf að vera lokaáfang- inn,“ segir Sigurður, og bætir við: „Síðan kynntist ég Jóni Adólf myndhöggvara, sem gerði fyrir okkur róðukrossinn. Ég held að við höfum spilað hvor annan upp í því að fá er- lenda listamenn í þetta verk, til að skapa fjölbreytni. Við fengum mikil og góð viðbrögð við umsóknunum og hópurinn dreifist vel um heiminn. Sumir þessara listamanna eru mjög vel þekktir og hafa sýnt verk sín um heim allan.“ Sigurður segir vinnuna hafa tek- ist mjög vel, hópurinn hafi náð vel saman og sum listaverkin orðið til í samvinnu. Flestir höfðu reynslu af hópvinnu en engir unnið með sagn- fræðilegt þema, líkt og Sturlungana. „Fólk kvaddist með tárin í aug- unum af söknuði en vonandi geta sem flestir verið viðstaddir opnun sýning- arinnar,“ segir Sigurður en tímasetn- ing á opnun hefur ekki verið ákveðin endanlega. Um stórt og kostnaðar- samt verkefni er að ræða. Þannig hef- ur fjársöfnun verið í gangi á vefnum Karolina Fund. Að sögn Sigurðar hafa safnast um 40% áætlaðrar upphæðar og vonast hann til að lokatakmarkið náist með góðra manna hjálp. Listamenn á söguslóð Þórðar kakala Ljósmyndir/Kakalaskáli Bessastaðir Dvöl listamannanna lauk með heimsókn til Guðna Th. Jóhannessonar á Bessastöðum. Fannst þeim mikið til koma að fá fund með forsetanum. Listasmiðja Einn listamannanna 14 að störfum í Kakalaskála. Fjölþjóðlegur hópur 14 listamanna hefur að undan- förnu verið að störfum í Kakalaskála í Kringlumýri í Skagafirði og unnið þar listaverk sem túlka eiga sögu Þórðar kakala Sighvatssonar, oddvita Sturlunga- ættarinnar. Sýningin „Á söguslóð Þórðar kakala“ verður sýnd í skálanum í sumar en hægt hefur verið að fylgjast með listamönnunum að störfum þrjá síð- ustu laugardaga og sjá hvernig verkin hafa orðið til. Til að fjármagna sýninguna stendur yfir söfnun á Karolina Fund. Sigurður Hansen í Kringlumýri segir verkefnið hafa tekist vel en að mörg handtök séu eftir. Listaverk Á sýningunni í sumar verða sýnd 30 listaverk, m.a. þessi. Hjón María Guðmundsdóttir og Sig- urður Hansen reka Kakalaskála. Hann fékk fálkaorðuna árið 2015.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.