Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 16

Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500 Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf - Önnur mál Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu Eflingar Guðrúnartúni 1, frá og með 23. apríl nk. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar-stéttarfélags Aðalfundur Eflingar 2019 verður haldinn mánudaginn 29. apríl kl. 20:00 í Austurbæ, Snorrabraut 37. Aðalfundur Eflingar–stéttarfélags VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér er alltaf hlýtt til staðarins enda fæddur heima á Grundarstíg 4 og bjó á Flateyri til ársins 1990 og finnst gott að koma og vera þar. Gaman er að sýna öðrum hvernig þar var umhorfs fyrir snjóflóð. Staðurinn er mikið breyttur. Svo er skemmtilegt að fá sögur ennþá eldra fólks af lífi og starfi á Flat- eyri fyrr á árum,“ segir Bjarni Sveinn Bendiktsson, sölumaður og Flateyringur, sem hefur verið að „dunda“ sér við að teikna upp í þrí- vídd húsin á eyrinni á Flateyri eins og þau voru fyrir snjóflóðið sem féll 1995 og olli miklum mannskaða og eyðileggingu mannvirkja. Þótt Bjarni hafi flutt frá Flat- eyri ber hann enn miklar taugar til staðarins. Hann keypti sér íbúð þar fyrir þremur árum og fór að leika sér að teikna sinn hluta húss- ins og síðan húsið í heild. „Fiktið hélt áfram. Ég fór að teikna upp húsið sem ég ólst upp í. Þá fór ég að heyra í ungu fólki sem þarna býr og þekkir ekki bæinn eins og hann var fyrir snjóflóð. Því fannst vanta upplýsingar um húsin sem eyðilögðust í flóðinu,“ segir Bjarni um tildrög þess að hann hélt áfram. Hann segist hafa ákveðið að teikna upp alla húsaþyrpinguna sem fór í flóðinu, 18 eða 19 hús, og síðan einstök önnur hús sem eru farin og loks öll hús á eyrinni, bæði íbúðar- og atvinnuhús. Fær sögur frá eldra fólki Hann áætlar að búið sé að teikna upp 120 hús og um það bil 20 til 25 hús séu eftir. Húsin setur hann einnig upp í stóra mynd af þorpinu en tekur fram að þótt búið sé að setja húsin inn í myndina sé mikið verk eftir, svo sem að laga götur og samsetningar á lóðum og leið- rétta hæðarpunkta. „Mig langar til að gera myndina þannig úr garði að hægt verði að skoða Flateyri miðað við einhver ártöl, til dæmis 1990 og 2018 og einnig fyrr, til dæmis 1960 og jafnvel 1930-1940, til þess að hægt sé að skoða þróun- ina,“ segir Bjarni. Bjarni notar teikniforrit við áhugamálið. Segist aðeins hafa notað það við endurskipulagningu á fiskvinnslum en hann vann lengi sem fiskiðnaðarmaður. Hann fær upplýsingar frá fyrri eigendum húsanna og nær sér í teikningar hjá Ísafjarðarbæ. Eng- ar teikningar eru til af sumum eldri húsanna. Þá notast hann við ljósmyndir ef til eru og gróf ytri mál húsanna en verðum stundum að skálda í eyðurnar. Hann sýnir hólfun húsanna í grófum dráttum og innréttingar þegar upplýsingar liggja fyrir um þær. Lengst hefur hann gengið með húsið sem hann fæddist og ólst upp í. Þar eru kom- in húsgögn og myndir upp á veggi. Bjarni er duglegur að birta af- rakstur tómstundaiðjunnar í hópi Flateyrar og Flateyringa á Face- book. „Ég var viðbúinn því að ekki yrðu allir ánægðir. Snjóflóðin vekja enn sterkar tilfinningar hjá Flateyringum. En það sem ég hef heyrt, er allt jákvætt,“ segir Bjarni. Hann segist hafa fengið við- bótarsögur frá eldra fólki, um það hvernig húsin voru og hverjir bjuggu þar. „Það er gaman að tengja sögurnar saman við teikn- ingarnar,“ segir hann. Breyttur bær Gríðarlegar breytingar hafa orð- ið á Flateyri á þeim tæpu þrjátíu árum sem liðin eru frá því Bjarni flutti í burtu. Hann rifjar upp að á Flateyri hafi búið yfir 500 manns og þar hafi verið margar verslanir. „Mér finnst gaman að sýna öðrum hvernig var umhorfs þar á þeim tíma,“ segir Bjarni. Teiknar þrívíðar myndir af Flateyri  Bjarni Sveinn Benediktsson varðveitir heim- ildir um sinn gamla heimabæ eins og hann var fyrir snjóflóðið ár- ið 1995  Flateyri hefur breyst mikið frá þeim tíma Tölvuteikning/Bjarni S. Benediksson Snjóflóðaþyrpingin Flateyri lifnar við í tölvunni, eins og hún var um 1990. Hér sést yfir snjóflóðahúsin við Hafnarstræti, Tjarnargötu og Unnarstíg. Morgunblaðið/Hari Áhugamál Bjarni Sveinn Benediktsson hugsar heim til Flateyrar og „dund- ar“ sér við að teikna. Á skjánum er verkefni dagsins, hús við Grundarstíg. Morgunblaðið/RAX Unnarstígur Húsin eyðilögðust, meðal annars Unnarstígur 1 en ris þess barst langa leið með flóðinu. Myndin til vinstri var tekin skömmu eftir flóðin en á þeirri til hægri hefur útlit hússins verið endurgert í tölvu. Tölvuteikning/Bjarni S. Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.