Morgunblaðið - 17.04.2019, Page 30

Morgunblaðið - 17.04.2019, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áfundi bæj-arráðsVest- mannaeyja í byrj- un þessa mánaðar var rætt um Land- eyjahöfn. Þar komu fram verulegar áhyggjur af stöðu mála, meðal annars um hve illa gengur að dýpka höfnina. Í fundargerð má lesa um þá einhuga afstöðu bæjar- ráðs að „ekki sé hægt að búa við þá stöðu sem uppi er vegna ástandsins í Landeyjahöfn. Heilt samfélag líður fyrir það hvernig ákvörðunum við dýpk- un Landeyjahafnar hefur verið háttað. Ljóst er að bæta þarf við þann tækjakost sem sinnt hefur dýpkun í mars til þess að efla afkastagetuna. Aðeins eitt dýpkunarskip hefur verið við vinnu að undanförnu. Bæjarráð fer fram á það við Vegagerðina að hún taki þetta árangursleysi föstum tökum og leggi fram raunhæfa áætlun um hversu fljótt hægt er að opna höfnina. Þolinmæðin er þrotin.“ Þær áhyggjur sem þarna er lýst eru aðeins einn angi þessa máls. Annar snýr að smíði nýs Herjólfs, sem tók langan tíma en er nú lokið. En þá hafa tekið við deilur við skipasmíðastöð- ina og skipið fæst ekki afhent. Eftir allt sem á undan er gengið er þetta vægast sagt óheppilegt og nokkuð sem verður að leysa, sem ætti að vera hægt eins og gert hefur verið í sambæri- legum málum. Meginatriðið er þó að sú óvissa og hringlandaháttur sem Vestmannaeyingar hafa þurft að búa við er óviðunandi. Samgöngur eiga ekki að versna með árunum, þær eiga að batna. Eðlilegt er að sú krafa sé gerð að Landeyjahöfn verði lagfærð þannig að hún verði opin og örugg og að hægt sé að treysta á að þegar hún á að vera opin þá sé hún það. Í umfjöllun Morgunblaðsins að undanförnu hefur komið fram að vandræðin í tengslum við Landeyjahöfn valda ekki aðeins almennum óþægindum fyrir Vestmannaeyinga, heldur skaða beinlínis þau fyrirtæki í Eyjum sem treysta á greiðar samgöngur, ekki síst þau sem tengjast ferðaþjónustu. Þar með verður almenningur í Eyj- um fyrir tjóni vegna veikara atvinnulífs. Það er þess vegna fyllilega skiljanlegt að bæjar- ráð Vestmannaeyja skuli álykta að þolinmæðin sé þrot- in. Ekki verður lengur búið við þá óvissu sem tengist Herjólfi og Landeyjahöfn} Þolinmæðin þrotin Útganga Bretaúr Evrópu- sambandinu er orðin langdregnari en nokkurn gat ór- að fyrir þegar Bretar ákváðu fyrir tæpum þremur árum að ganga úr sam- bandinu. Tímasetning útgöngu, sem átti að vera óhagganleg, er þegar liðin og enn er alls óvíst hvenær af útgöngu verður eða jafnvel hvort af útgöngu verð- ur, jafn ótrúlega og það kann að hljóma þegar í hlut eiga ríki og ríkjabandalag sem segjast vilja lýðræðislega stjórnarhætti. Nýjustu fréttir af útgöng- unni eru ekki uppörvandi. Theresa May, forsætisráð- herra Breta, féllst á það á næt- urfundi fyrir nokkrum nóttum að Bretar tækju sex mánaða viðbótarfrest til að ganga úr sambandinu. Viðeigandi var að ákveðið var að miða við hrekkjavöku. Í gær gerðist það svo að Don- ald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, gaf til kynna að þetta kynni að drag- ast enn frekar. Hann sagði að þó að allir, hann þar með talinn, væru orðnir þreyttir á Brexit mætti það ekki ráða för. Líkur væru á að Bretar tækju þátt í Evrópuþingskosn- ingum í næsta mánuði og að þing- menn Breta þar yrðu við störf „í nokkra mánuði, eða lengur“. Með þessu segist Tusk vilja gefa Bretlandi færi á að „end- urhugsa“ ákvörðun sína um að yfirgefa sambandið og sagði að það væri „draumur“ sinn að Bretland færi hvergi. Þá sagði Jean-Claude Junc- ker, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, að sambandið myndi „aldrei sparka einum af meðlimum sínum út“. Almenningur í Bretlandi og víðar hefur sennilega talið að þrátt fyrir það sem sagan kennir, nefnilega að Evrópu- sambandið virðir ekki aðrar kosningar en þær sem embætt- ismönnum þess eru þóknan- legar, þá yrði samt unnið af heilindum við að auðvelda Bretum útgöngu úr samband- inu. Framganga ESB síðustu árin hefur sýnt að svo er ekki og þessi nýjustu ummæli sýna svo ekki verður um villst að leiðtogar ESB róa að því öllum árum að koma í veg fyrir að lýðræðislegur vilji Breta nái fram að ganga. Forysta ESB hefur lýðræðislegan vilja Breta að engu} „Í nokkra mánuði, eða lengur“ Á lag á bráðamóttöku Landspítal- ans hefur reglulega verið til um- fjöllunar á vettvangi fjölmiðla um langt skeið. Undanfarin misseri hefur verið gripið til markvissra aðgerða til að bregðast við þeirri stöðu og tryggja sem mest gæði og öryggi þjónust- unnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspít- ala fækkaði komum á bráðamóttöku Land- spítalans um 10% á síðasta ári þannig að aðgerðirnar hafa skilað umtalsverðum ár- angri. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, rekur þessa fækkun m.a. til góðs samstarfs milli spítalans og Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins um að beina sjúklingum á þjónustustig við hæfi. Á sama tíma og dregið hefur úr kom- um minna veikra einstaklinga á bráðamót- tökuna leita fleiri til heilsugæslunnar en áður með sín vandamál. Þessi breyting hefur í för með sér þjón- ustubót bæði fyrir þá minna veiku sem fara til heilsu- gæslunnar sem og fyrir þá bráðveiku sem leita á bráða- móttökuna. Nú liggur fyrir þinginu þingsályktunartillaga að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Í stefnunni er fjallað um grunnstoðir heilbrigðiskerfisins, meðal annars mikilvægi þess að fólki sé beint inn á rétt þjónustustig með sín vandamál til að tryggja sem besta þjónustu og að skil- greina þurfi hlutverk þjónustuveitenda í heilbrigðiskerf- inu með skýrum hætti. Þjónusta heilsugæslunnar er þannig skilgreind sem fyrsta stigs þjónusta, sem fólk leitar fyrst til með sín vandamál ef ekki er um bráð veikindi að ræða. Þaðan er fólki svo vísað í annars eða þriðja stigs þjón- ustu ef um er að ræða flóknari úrlausnarefni. Efling heilsugæslunnar sem fyrsta við- komustaðar í heilbrigðiskerfinu er mikil- vægur þáttur í eflingu heilbrigðiskerfisins í heild og eitt af mikilvægustu stefnumálum mínum sem heilbrigðisráðherra og meðal meginmarkmiða ríkisstjórnarinnar. Mikil- væg skref hafa verið stigin í þeim efnum og má þar nefna fjölgun sálfræðinga og rýmkun afgreiðslutíma. Mikilvægur liður í að efla heilsugæsluna og bæta aðgengi að henni er einnig að draga úr kostnaðarþátttöku sjúk- linga innan hennar og er gjaldfrelsi barna innan heilbrigðiskerfisins dæmi um slíka áherslu. Þá var innheimtu komugjalda af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum hætt um síðustu áramót. Með sterkari heilsugæslu og skýrari verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins stuðlum við að því að Land- spítali þjóni sínu meginmarkmiði enn betur sem er að sinna veikasta fólkinu og þeim sem lenda í alvarlegum slysum og heilsubresti. Þannig stígum við mikilvæg skref í áttina að betra heilbrigðiskerfi fyrir alla lands- menn. Svandís Svavarsdóttir Pistill Rétt þjónusta á réttum stað Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Íaugum sumra eru þeir eflausttákngervingar 9. áratugarins,sem stundum er kallaður eitísá slæmri íslensku. Þau sem fylgjast með ferli þeirra vita að þeir eru afar ötulir við tónleikahald og lagasmíðar sem hefur aflað þeim nýrri og yngri aðdáenda. Og svo eru það þau sem fá ljóma í augu og roða í kinnar og ferðast á ljóshraða aftur til ársins 1982 þegar beðið var með óþreyju eftir næsta Bravo-blaði og næsta þætti af Lögum unga fólksins, sem þá voru nánast einu leiðirnar fyrir unglinga þess tíma til að fylgj- ast með straumum og stefnum í tón- list. Hér er verið að skrifa um bresku hljómsveitina Duran Duran, sem líklega var vinsælasta hljóm- sveit heims fyrri hluta 9. áratugarins, en í gær bárust þau tíðindi að hún hygði á tónleikahald hér á landi 25. júní næstkomandi í Laugardalshöll. Það verður í annað skipti sem sveitin sækir landið heim, það fyrra var 2005 og þá voru tónleikarnir í Egilshöll. Viðburðafyrirtækið Mono held- ur tónleikana. Björgvin Þór Rúnars- son, kynningarstjóri Mono, segir að viðræður hafi staðið yfir í u.þ.b. ár, hljómsveitin sé í raun ekki á eigin- legri tónleikaferð, heldur velji liðs- menn hennar nokkur lönd sem þá langar til að halda tónleika í. „Þeir héldu t.d. fimm tónleika í Bandaríkj- unum í febrúar og verða í Óðinsvéum í Danmörku þremur dögum eftir að þeir verða hérna,“ segir Björgvin. Að sögn Björgvins mun sveitin spila ný og gömul lög í bland. Margir komi væntanlega fyrst og fremst til að heyra eldri lögin en mörg af nýrri lögum sveitarinnar hafi fengið góðar viðtökur og án efa muni þess gæta á tónleikunum. Höfði til stórs hóps Spurður hvort ekki sé farið að sljákka í hljómsveitinni í ljósi hækk- andi aldurs, en Simon Le Bon söngv- ari sveitarinnar er sextugur, kveður Björgvin nei við. „Hér er ekki verið að dusta rykið af einu eða neinu. Þeir eru í fínu formi, fengu mjög góða dóma fyrir tónleikana í Bandaríkj- unum fyrir stuttu og kunna svo sann- arlega að skemmta fólki.“ 10.000 miðar verða í boði og hann segir að ekki hafi verið rætt um hvort boðið verði upp á aukatónleika, fari svo að færri fái miða en vilji. „Það er ekki rætt á þessu stigi máls- ins.“ Björgvin segir erfitt að fullyrða um til hverra tónlistin höfði helst. „Mér finnst líklegt að það sé mjög stór hópur. Við gerum ráð fyrir að þeir sem voru Duran-aðdáendur í gamla daga hafi mikinn áhuga á tón- leikunum. Ætli þetta verði ekki eins og eitt stórt „reunion“ fyrir „eitís“- unglingana,“ segir Björgvin og hlær. Eins og „reunion“ fyrir „eitís-unglingana“ Duran Duran var stofnuð af John Taylor og Nick Rhodes í Birmingham árið 1978 og nokkru síðar slógust þeir Roger og Andy Taylor og Simon Le Bon í hópinn. Fyrsta plata sveitarinnar, sem hét einfald- lega Duran Duran, kom út 1981 og varð geysi- vinsæl. Svo heppilega vildi til að tónlistarstöðin MTV hóf göngu sína um svipað leyti og Duran Dur- an-piltar áttuðu sig snemma á þeim möguleikum sem tónlistarmyndbönd buðu upp á og nýttu sér þá óspart. Vinsældirnar jukust enn meira með næstu plötu, Rio, sem kom út 1982 og þeirri þriðju, Seven and the Ragged Tiger, sem kom út 1983. Duran Duran kom fram á Band Aid-tónleikunum 1985 og hugðust með- limir taka sér stutt hlé að þeim loknum eftir að hafa verið undir miklu álagi í fjögur ár. Svo fór þó að fimmmenningarnir fóru hver í sína áttina og komu ekki saman fyrr en 2003. Sú sæla var skammvinn, því að Andy var rekinn úr sveitinni 2006 og var ástæðan sögð „óleysanlegur ágreiningur“. Þeir fjórir sem eftir voru hafa síðan þá haldið nafni Duran Duran á lofti, starfað með ýmsum vinsælum tónlistarmönnum og segjast hvergi nærri hættir. Alls hafa komið út 14 plötur með sveitinni, sú síðasta árið 2015. Andy hætti og eftir eru fjórir DURAN DURAN ER 41 ÁRS Duran Duran í dag Frá vinstri: Roger Taylor, John Taylor, Simon Le Bon og Nick Rhodes. Upphaflega voru þeir fimm, en Andy Taylor hætti 2006. Morgunblaðið/ÞÖK Egilshöll 2005 John Taylor og Sim- on Le Bon fóru þar mikinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.