Morgunblaðið - 17.04.2019, Page 43

Morgunblaðið - 17.04.2019, Page 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 ✝ Baldur fæddist21. febrúar 1932 á Vatnsenda í Eyjafjarðarsveit. Hann lést 9. apríl 2019. Hann ólst upp á Jökli í Eyjafjarðar- sveit. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi og Unnur Pálma- dóttir. Systkini Baldurs eru Jónína, f. 27.2. 1934, Sigrún, f. 28.1. 1936, d. 9.10. 2018, Fjóla Kristín, f. 11.8. 1939, d. 12.12. 2004, Halla Val- gerður, f. 14.10. 1944, Pálmi, f. 24.9. 1945, Lilja, f. 27.4. 1947, Kristinn Gunnar, f. 22.9. 1948, og Valgeir Guðmundur, f. 25.1. 1952. Fyrri kona Baldurs var Gíslíana M. Guðmundsdóttir, f. 12.1. 1933. Dætur þeirra: 1) Hrafnhildur, f. 13.7. 1954, gift Sigurði Baldurssyni f. 7.5. 1951. 2) Ragnheiður Guðrún, f. 20.11. 1955, d. 16.9. 2017, gift Magnúsi Svavarssyni, f. 28.10. 1954. Dóttir þeirra, Kristín Elfa, f. 23.4. 1976, maki Sigurpáll Aðal- steinsson og eiga þau tvö börn. Eftirlifandi eiginkona Baldurs er Margrét Stefanía Péturs- dóttir, f. 1.4. 1939. Börn þeirra: 3) Sigurður Unnar, f. 17.6. 1962. Maki Þórunn Eyjólfsdóttir, f. 4.2. 1984. Fyrri kona Sesselja Tryggvadóttir, f. 9.11. 1965. Dætur þeirra: Stefanía Inga, f. 22.5. 1988, gift Atla Víði Ara- syni, þau eiga þrjú börn, Hjördís Elfa, f. 18.9. 1989, maki Jónas Sigurbjörnsson, þau eiga tvo syni. Fyrri kona Ásta Einars- dóttir, f. 16.5. 1976. Dætur þeirra: Herdís María, f. 25.8. 2004, og Halla Margrét, f. 24.12. 2005. 4) Gunnar Margeir, f. 21.10. 1963. Maki Margrét Hilm- arsdóttir, f. 8.1. 1970. Synir hennar: Róbert Ingvi og Jón Björgvin. Fyrri kona Gunnars er Þórunn Lindberg f. 28.4. 1966. Börn þeirra: Ágústa Mist, f. 5.11. 1991, maki Sigurður Karlsson, Grétar Logi, f. 23.2. 1994, og Hafþór Ingi, f. 30.5. 2000. 5) Pétur Heiðar, f. 30.11. 1965, kvænt- ur Höllu Björk Marteinsdóttur, f. 7.5. 1966. Synir þeirra Birkir Þór, f. 6.4. 1997, og Mar- teinn, f. 3.6. 2005. 6) Baldur Ingi, f. 9.7. 1967, kvæntur Maríu Ósk Haralds- dóttur f. 19.8. 1968. Dætur þeirra Inga María, f. 14.7. 1990, gift Heimi Hallgrímssyni og eiga þau tvo syni, Hrafnhildur Snæbjörg, f. 2.3. 1999. 7) Sigrún Jónína, f. 6.10. 1968, gift Óla Ol- sen, f. 23.1. 1966. Börn þeirra: Ragnar, f. 24.1. 1995, unnusta Hjördís Ósk Gísladóttir, Mar- grét, f. 1.12. 1997, maki Jóhann Kristófer Sævarsson, og Baldur, f. 12.2. 2000. 8) Guðrún Björk, f. 17.3. 1972, gift Borgþóri Borgarssyni, f. 22.10. 1970. Börn þeirra: Rósa Björk, f. 3.6. 1999, Margrét Ósk, f. 3.6. 1999, Símon Pétur, f. 30.3. 2001, fóst- ursonur Rúnar Ingi Sigurðsson, f. 14.10. 1982. Sambýliskona Margrét Emma Tómasdóttir Kroll og eiga þau þrjú börn. 9) Hilmar Addi, f. 18.7. 1973, kvæntur Aðalbjörgu Hall- mundsdóttur, f. 31.8. 1976. Syn- ir þeirra: Bragi Örn, f. 23.3. 1997, og Hallmundur Ingi f. 5.5. 2004. Baldur vann ýmis verka- mannastörf á yngri árum, m.a. hjá Vegagerðinni, og var 17 ár mjólkurbílstjóri í Skagafirði. Hann var bóndi í Vesturhlíð í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði frá 1965-1987 en þá fluttu hann og Margrét á Sauðárkrók. Hann vann í Steinullarverksmiðunni á Sauðárkróki og keyrði fyrir Suðurleiðir. Hann bjó lengst af á Freyjugötu 30 en síðastliðin tvö ár á deild 5 á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki. Baldur verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 17. apríl 2019, klukkan 14. Komdu, við skulum grafa holu! Þegar holan var svo klár sagði afi að ég ætti að hoppa ofan í og svo mokaði hann yfir þangað til að- eins hausinn stóð upp úr. Þetta minntumst við svo ansi oft á í gegnum árin og ég hugsa að ég hafi fengið að heyra þessa sögu í hvert einasta skipti sem við hitt- umst. Það eru ansi mörg uppá- tæki sem fljúga í gegnum hugann þegar ég lít til baka. Við áttum ófáar stundir í Gamla Rauð, ótelj- andi ferðir þar sem tjaldvagninn var með í för, við spiluðum oftar en hægt er að telja, svo ekki séu nefndar allar þær heimspekilegu umræður sem við áttum svo oft við matarborðið. Við höfum svo sannarlega fengið að upplifa ýmislegt saman og þú hefur kennt mér margt sem aldrei gleymist. Ég er þakklát fyrir all- ar þær góðu stundir sem við átt- um og ylja mér yfir minningum og myndum á erfiðum tímum. Elsku afi, góða ferð inn í sum- arlandið, ég er viss um að þar eru kindur til að smala og ýmis verk- efni sem þarf að leysa. Það er vel við hæfi að senda með lítið brot úr okkar uppáhaldslagi sem við hlustuðum ansi oft á. Óbyggðirnar kalla og ég verð að gegna þeim. Ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kemst heim. Með bergmál óbyggðanna svo bjart í höfði mér, leiður á öllu og öllum, hundleiður á sjálfum mér. (Magnús Eiríksson) Hvíldu í friði, afi minn! Þín Inga María. Þegar komið er að kveðju- stund þjóta minningar um hug- ann, maður finnur ró í hugsun um allar samverustundirnar sem við áttum. Í einni elstu minningu okkar af afa situr hann við orgel- ið á Freyjugötunni, spilar dægurlög og raular með. Síðan þá söfnuðust upp minningar hratt og örugglega, hvort sem það var útilega í tjaldvagninum eða einfaldur kaffibolli og spjall. Afi reyndi að hafa mikið fyrir stafni meðan hann hafði heilsu til, hann tók ávallt hluti sem biluðu á heimilinu og reyndi að gera við þá. Oftar en ekki buðum við systur fram aðstoð þegar hann var að gera við smáhluti, því það er ekki hægt að segja að hendur hans hafi verið nettar og fínhreyfingarnar ekki upp á marga fiska. Yfirleitt þegar við buðum fram aðstoð horfði hann á okkur yfir gleraugum með van- þóknunarsvip, lyfti hægri hendi upp í loft, kreppti saman hnef- ann, sleppti vísifingri út í lofið og sagði „ég læt mig aldrei“. Þetta eru orð að sönnu, afi lét sig aldrei og þessi orð hafa hjálpað okkur systrum í gegnum lífið, þótt svo að á móti blási þá látum við okk- ur aldrei. Kindur elti kjagandi, keldan virðist djúp. Frostið kemur fagnandi, fönnin með dularhjúp. Við jökulrendur sólin sest, seint um kvöld ég reika. Meðan áin meitlar flest, man ég börnin leika. (Stefanía Inga) Stefanía Inga og Hjördís Elfa Sigurðardætur. Baldur Ingimar Sigurðsson ✝ Ólöf SvavaIndriðadóttir, ætíð kölluð Lóa, fæddist 13. júní 1922 í Kringlu í Grímsnesi. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 27. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Kolbeinsdóttir, f. 1. september 1892, d. 17. september 1975, og Indriði Guðmundsson f. 7. desember 1885, d. 16. maí 1971. Þau voru bændur sem árið 1910 hófu búskap sinn í hellunum á Laugardalsvöllum. Uppeldis- bróðir Lóu var Þórir Jónsson. Guðrún Harðardóttir, Rúna, ólst einnig upp hjá foreldrum Lóu og síðan henni og eigin- manni eftir að þau gengu í hjónaband. Þórir og Rúna eru bæði látin. Lóa giftist 12. júní 1954 Benedikt Sigurbjörnssyni, f. 12. nóvember 1922. Börn þeirra eru Guðrún, f. 7. apríl 1956, d. 5. septem- ber 1956, Þóra Guðrún, f. 9. mars 1957, Hólmfríður Ben, f. 24. mars 1958, og Indriði, f. 22. janúar 1961. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörnin þrjú. Hún var meistari í kjólasaumi og bjó lengst af í Þingholts- stræti 15 í Reykjavík þar sem hún rak saumastofu. Á sumrin bjó hún í sumarhúsi fjölskyld- unnar á Indriðavöllum í Laugar- dal (í Bláskógabyggð) sem var lengi hennar annað heimili. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 17. apríl 2019, klukkan 15. Kveðja frá eiginmanni. Lóan Lóan er komin langt yfir sæinn leitar hún aftur heim í dalinn minn Vorþeysis vindur berst inn í bæinn og blíður fuglasöngur fyllir himininn. En svo kemur vetrarins veldi, hríð og fannir verður þú að hverfa burt frá mér um sinn. Gott er þá að vita um vetrarlangar annir vorið kemur aftur, þú elsku fuglinn minn. Dirrin dí, dirrin dí syngur litla lóan mín. Dirrin dí dirrin dí syngur litla lóan mín, á ný. Takk fyrir allt, elsku Lóa mín. Benedikt Sigurbjörnsson. Létt lund, breitt bros og oft skellihlátur einkenndi mömmu mína. Mikið er gott að geta núna rifjað upp skemmtilegar sögur af þeirri hláturmildu konu. Reyndar höfum við fjölskyldan verið dug- leg undanfarna mánuði að endur- segja ýmsa fjölskyldubrandara, því þegar gamalt fólk getur ekki lengur tekið þátt í lífinu eins og áður, er gott að leita í minninga- bankann og í tilfelli foreldra minna er af nógu skemmtiefni að taka. Það er frekar erfitt að tala um mömmu eina og sér án pabba, en hún átti sér þó tilveru áður en leiðir þeirra lágu saman. Hún var kjólameistari og rak saumastofu í fjölskylduhúsunum í Þingholts- stræti 15 áður en þau pabbi hófu búskap í þeim sömu húsum. Þar bjuggum við með ömmu og afa á efri hæðinni og fjölskyldumeðlim- ir fluttu milli herbergja, hæða, íbúða og húsa eftir aldri og um- fangi og því ekki ónýtt að hafa tvö samliggjandi hús og pabba sem smíðaði og aðlagaði eftir þörfum. Mamma og pabbi áttu einstaklega vel saman og ég er sannfærð um að það var þeirra mesta gæfa að ganga að eiga hvort annað. Mamma saumaði brúðarkjólinn sinn og samkvæmt einhverri hjátrú boðaði það ekki gott því þá á brúðurin að gráta jafn mörgum tárum í hjónabandinu og saum- sporin eru. Það rættist hvað pabba varðaði því hann tárast allt- af þegar hann hlær. Lífið er sjald- an áfallalaust og þau misstu fyrsta barnið sitt, Guðrúnu, að- eins fimm mánaða gamla. Síðan fæddumst við þrjú systkinin og mamma var heimavinnandi eins og flestar konur af hennar kyn- slóð. Hún bakaði og eldaði mat frá grunni, saumaði flestöll fötin á okkur, straujaði og pressaði þvottinn. Á vorin, þegar skólanum lauk, fluttum við ásamt ömmu og afa í sumarbústaðinn við Laugar- vatn og fluttum aftur í bæinn þeg- ar skólinn byrjaði að hausti. Í sveitinni hugsaði mamma um okk- ur með sama hætti, nema þar var ekki rafmagn svo hún eldaði og bakaði í stórri kolaeldavél og þvoði þvotta í bala með þvotta- bretti. Kælirinn var svo pottur og mjólkurbrúsi úti í læk. Lækurinn sá rennur nú úr stórri tjörn, sem pabbi útbjó eftir að hann stækk- aði sumarbústaðarlandið. Tjörn- ina skírði hann í höfuðið á mömmu og mörg undanfarin ár hafa fugl- ar, aðallega straumendur, verpt við Lóutjörn og ungarnir æft sundtökin beint fyrir framan stofugluggann okkar. Þau mamma og pabbi deildu ekki endilega sömu áhugamálum, en mamma hafði mikið jafnaðargeð og leyfði pabba að gera allt sem honum datt í hug að framkvæma. Þegar hann lét flytja á sumarbú- staðalóðina risastóran stein, sem vegur nokkur tonn, hristi mamma ekki höfuðið frekar en fyrri dag- inn yfir uppátæki eiginmannsins. Hún umbar „alla vitleysuna í hon- um“ eins og hún sagði sjálf í glettni og hann gerði allt fyrir hana. Síðari ár, þegar mamma var orðin heilsulaus, en pabbi gat enn farið í bæinn, kom hann heim með sögur til að segja henni því hann sá alltaf eitthvað fréttnæmt á ferðum sínum. Allra síðustu ár sátu þau oft þegjandi hlið við hlið á hjúkrunarheimilinu Mörk, en þannig er líka hægt að lifa í sátt og samlyndi eftir mörg góð og gefandi ár. Hólmfríður Ben Benediktsdóttir. Mikið er ég heppin að hafa átt þig sem ömmu. Þú varst sólbrún og sæt og allt- af brosandi. Það var öruggt og gott að vera hjá ykkur afa, bæði í Þingholtsstræti 15 og í bústaðn- um á Laugarvatni þar sem við eyddum flestum stundum saman. Draumalandslagið sem þið afi bjugguð til á Laugarvatni hefur verið mér innblástur um gott líf og fegurð í þessum heimi. Þú kenndir mér margt og gafst fallegar gjafir. Græni doppótti kjólinn sem þú saumaðir á mig og ég var í fyrsta daginn í skólanum í Berlín og hálsmenið frá Kanarí- eyjum sem þið afi létuð skraut- skrifa nafnið mitt á skel. Dagana áður en þú kvaddir þennan heim dreymdi mig sam- verustundir okkar í bústaðnum, ég fékk mikla heimþrá og fann ná- lægðina. Svo flaugst þú úr draumnum. Ég hlakka til að hitta þig einhvers staðar aftur, elsku Lóan, að kveða burt snjóinn, baka pönnukökur og spila. Borghildur Indriðadóttir. Við systkinin erum svo heppin að hafa átt kátustu ömmu sem hægt er að hugsa sér. Hún tók okkur alltaf fagnandi með geisl- andi brosi. Við sáum ömmu aldrei nokkurn tímann skipta skapi, sama hvað gekk á. Helstu per- sónueinkenni ömmu voru glað- værð og þolinmæði þannig að það var alltaf létt yfir öllum samveru- stundum með ömmu Lóu. Dæmigerð heimsókn til afa og ömmu var þannig að afi sagði skemmtisögur og við systkinin og amma skellihlógum. Afi og amma voru örugglega sköpuð fyrir hvort annað. Blíðan og væntumþykjan skein alltaf af þeim. Nú er amma Lóa dáin og sam- verustundirnar verða ekki fleiri en minningin um yndislega ömmu lifir. Unnur Theodóra og Ólafur Benedikt. Sjáið hvar sólin nú hnígur svífur að kvöldhúmið rótt. Brosir hún blítt er hún sígur, blundar senn foldar heimsdrótt. Heyrið þér klukku hún klingir við lágt, kallar í húsin til aftansöngs brátt. Klukka. Ó fær oss nú fró, friðinn og heilaga ró. (Steingrímur Thorsteinsson þýddi) Látin er Ólöf Svava Indriða- dóttir, eiginmaður hennar, Bene- dikt Sigurbjörnsson, var uppeld- isbróðir móður minnar. Þau hjón eignuðust þrjú börn og eiga þau barnaláni að fagna. Börnin hafa reynst foreldrum sínum hjálpsöm og góð. Á heimilinu ríkti gleði og mikil gestrisni. Sumarbústaðurinn þeirra var þeirra Paradís, en hann er í Laugardalnum, skammt frá Laugarvatni. Í mörg sumur fór ég í heimsókn til þeirra, og einu sinni var ættarmót móðurfólks míns haldið þar í sól og blíðu. Hún Lóa, en svo var hún alltaf kölluð í fjölskyldunni, var yndis- leg kona með sitt fallega bros og góðu nærveru. Ég kveð hér góða konu sem öllum vildi vel og þakka hjartanlega góð kynni. Fjölskyld- unni sendi ég samúðarkveðjur. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal þótt duni foss í gljúfrasal í hreiðrum fuglar hvíla rótt þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Hvíl þú í friði. Guðríður Bjarnadóttir. Ólöf Svava Indriðadóttir ✝ Margeir DireSigurðarson fæddist á Akur- eyri 12. apríl 1985. Hann lést í Berlín 30. mars 2019. Foreldrar hans eru Halla Stef- ánsdóttir, f. 15. febrúar 1959, og Sigurður Gests- son, f. 21. ágúst 1957. Sambýliskona Sigurðar er Kristín H. Kristjánsdóttir, f. 1966. Systkini Margeirs eru 1) Stefán Sigurðsson, f. 1976, kvæntur Hörpu Hlín Þórðar- dóttur, f. 1975, þau eiga þrjú börn, Matthías, Davíð og Steinunni 2) Friðfinnur Sig- Ana Karen Jiminéz Barba, f. 1991. Margeir ólst upp á Akur- eyri, þar sem hann gekk í Síðuskóla og Lundaskóla og síðar í Verkmenntaskólann á Akureyri. Eftir það lá leið hans í Myndlistarskólann á Akureyri og þaðan útskrif- aðist hann árið 2008. Margeir flutti ásamt Ásrúnu til Barce- lona árið 2009 þar sem hann stundaði diplómanám við Insti- tuto Europeo Di Design. Mar- geir bjó um tíma á Íslandi þar til hann og Ana fluttu til Berl- ínar árið 2017. Margeir starf- aði síðustu árin sem myndlist- armaður og lætur eftir sig mikið safn listaverka; mynd- list, tónlist, graffiti og fleira. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 17. apr- íl 2019, klukkan 15. Minn- ingarathöfn og jarðsetning duftkers fer fram frá Akur- eyrarkirkju 7. maí klukkan 13.30. urðsson, f. 1983, sambýliskona hans er Saadia Auður Dhour, f. 1986, þau eiga tvær dætur, Lydíu og Díu 3) Antonía Höllu- dóttir, f. 1996, sambýlismaður hennar er Elmar Freyr Aðal- heiðarson, f. 1995. Fyrrverandi sambýlis- kona Margeirs er Ásrún Sigurjónsdóttir, f. 1987. Börn þeirra eru Mía Margeirs Ás- rúnardóttir, f. 1. desember 2010, og Nói Margeirs Ás- rúnarson, f. 25. ágúst 2012. Sambýliskona Margeirs var Margeir var frábær stóri bróðir. Hann var stórskemmti- legur, góður og hafði endalausa þolinmæði fyrir litlu systur sem vildi helst ekki sleppa af honum hendinni. Hann var líka mjög stríðinn. Hann passaði mig stundum og það þótti mér ekki leiðinlegt. Eitt kvöldið þegar ég var í galsa og vildi ekki fara að sofa rúllaði hann mér marga hringi inn í sængina og sat svo ofan á mér og kitlaði á mér tærnar sem stóðu út úr sænginni. Ég emjaði, grenjaði í þvílíkri geðs- hræringu og hafði vit á að vera til friðs eftir þetta. Ég vissi alltaf hvað hann elskaði mig mikið. Hann var alltaf svo blíður og góður, knús- aði mig í döðlur og sagði mér að hann elskaði mig meira. Hann kenndi mér líka svo margt. Hann kenndi mér ýmsa tækni í myndlist, fór með mig út að graffa og leyfði mér að syngja með sér í lögum sem hann bjó til með vinum sínum. Margeir hafði sérstakt lag á að eignast vini og bar sig öðru- vísi að en allir sem ég þekki. Hann varð vinur fólks um leið og hann hitti það fyrst og þá skipti engu máli hvort um var að ræða útigangsfólk eða fína listamenn. Fyrir honum voru allir jafnir og hann var full- komlega fordómalaus. Margeir var líka ótrúlega ör- látur á lífsgleði og þegar hann var glaður deildi hann gleðinni með öllum sem urðu á vegi hans. Hann var fyrirmyndin mín og ég elska hann af öllu hjarta. Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum, og ljóðsins töfraglæsta dularheimi. Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi, í ljóssins dýrð, á hugar-vængjum þínum. Ég sakna, þín ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr) Antonía. Margeir Dire Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.