Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
✝ Guðrún AuðurBenedikts-
dóttir fæddist 11.
desember 1930 í
Hofteigi á Jökuldal.
Hún lést á Land-
spítalanum 2. apríl
2019 eftir skamm-
vinn veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru Benedikt
Gíslason, bóndi og
fræðimaður, og
Geirþrúður Bjarnadóttir.
Þau hjónin áttu ellefu börn,
sem öll komust á legg. Auður
var yngst fimm systra, bræður
hennar eru sex og fjórir þeirra
yngri en hún.
Auður giftist 29. október
1955 Sigurði Rúnari Guðmunds-
syni, efnaverkfræðingi, f. 17.
apríl 1929, d. 29. mars 1989. Þau
skildu. Synir þeirra eru tveir.
1) Þorgeir, f. 1957, rafmagns-
verkfræðingur. Börn hans eru
Haukur, rannsóknardósent,
Trausti, framhalds-
skólakennari, og
Sverrir, doktors-
nemi. 2) Friðrik, f.
1958, fyrrverandi
forstjóri. Kvæntur
Eddu Guðrúnu
Jónsdóttur, f. 1958.
Börn þeirra eru
Hildur Jóna, hug-
búnaðarsérfræð-
ingur, Jón Bjarni,
landfræðingur, og
Berglind, sálfræðingur.
Langömmubörn Auðar eru
tólf talsins.
Auður stundaði nám við
Menntaskólann á Akureyri og
síðar Menntaskólann í Reykja-
vík þaðan sem hún útskrifaðist
úr stærðfræðideild 1951.
Mestalla starfsævi sína, fram
til sjötugs, vann Auður á skrif-
stofu Borgarverkfræðings í
Reykjavík.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Mamma ólst upp í Hofteigi á
Jökuldal. Þar bjuggu foreldrar
hennar myndarbúi ásamt 11
börnum. Mér finnst einkenna
þennan systkinahóp vinnusemi
og hrekkleysi. Ekki bara sem
kröfum gagnvart sjálfum sér
heldur einnig öðrum. Tilfinning-
ar voru ekki bornar utan á sér og
allur harmur borinn í hljóði. Með
því marki brennd var móðir mín.
Bræður hennar segja mér að
ung hafi hún verið mikill bóka-
ormur. Það var m.a. þess
valdandi að hún fékk að fara í
menntaskóla. Þar gekk henni
vel. Útskrifaðist bekkjardúx af
stærðfræðibraut. Þar kynntist
hún föður mínum auk vinkvenna
sem fylgdu henni lengi.
Mamma og pabbi skildu þegar
við bræður vorum kornungir. Við
vissum að það var ekki í góðu.
En mamma vildi aldrei ræða
það. Það biði fullorðinsára þegar
við gætum kynnst báðum
hliðum. Þannig var mamma. Hún
talaði ekki illa um fólk.
Þegar ég er sjö eða átta ára
dundi ógæfan yfir. Litla heimilið
okkar var leyst upp og mamma
vistuð á stofnun. Við tóku sjö erf-
ið ár. Við bræður fórum í vist til
afa okkar og ömmu. En á þessari
vegferð allri kynntumst við líka
fagmennskunni á Farsótt og
Kleppi. Nutum gestrisni á Sil-
ungapolli, mildinnar í Landa-
kotsskóla og umburðarlyndis á
Jaðri. Auk þess er það víst hamr-
að inni í þjóðarsálina hversu hollt
sé að vera sendur ungur í sveit
til vandalausra.
Á meðan er mamma að berj-
ast við sjúkdóm en ekki síst kerf-
ið. Ég man það eins og gerst
hefði í gær. Ég var nýorðinn 14
ára að koma úr byggingarvinnu
á Egilsstöðum. Mamma hafði
keypt íbúð í Álftamýri og þegar
ég gekk inn um dyrnar laust
þessari hugsun í hug mér:
„Erum við nú loks eins og annað
fólk.“ Líf mitt hófst á þeirri
stundu. Ég hef alltaf verið móð-
ur minni óendanlega þakklátur
fyrir að hafa náð að berjast til
baka og sameina fjölskylduna.
Hún var stolt kona og bar alltaf
höfuðið hátt. Líka í andstreym-
inu.
Mamma var smekkkona og
bjó okkur fallegt heimili. Hver
hlutur valinn af kostgæfni. Og
alla tíð hélt hún áfram að njóta
góðra bóka. En stjórnsöm var
hún ekki. Bannaði yfirleitt ekki
vitleysisganginn í manni en
laumaði frekar að manni heil-
ræðum sem mörg hver búa innra
með manni. Einhvern tíma þegar
ég var ósáttur við vini mína sagði
hún mér að ég ætti frekar að
hlúa að þessum æskuvinum
mínum. Það væri óvíst að maður
eignaðist aðra betri. Þessir vinir
mínir urðu líka fljótt vinir
hennar.
Árin mín í Álftamýri urðu sjö.
Þá stofnaði ég eigin fjölskyldu.
Mömmu leist svo vel á konuefnið
að hún sendi nýja þvottavél á eft-
ir mér svo konan þreyttist ekki á
nýja manninum vegna skíta-
gallaþrifa. Og það setti tóninn
fyrir það sem eftir kom. Alltaf
tilbúin að styðja fjölskylduna.
Mamma bjó áfram í Álftamýri
þar til fyrir rúmu hálfu ári að
hún fluttist á hjúkrunarheimili.
Alla tíð með fulla andlega heilsu.
Vikuna fyrir andlátið var hún að
tefla við langömmubörnin. Henn-
ar verður sárt saknað.
Þegar horft er yfir farinn veg
er mér fyrst og fremst í huga
þakklæti. Þakklæti fyrir dugnað
og þrautseigju, því án hennar
hefði ég og mín fjölskylda aldrei
fengið að njóta visku hennar,
elsku og víðsýni.
Þinn sonur,
Friðrik.
Mamma mín var hlý, greind,
menntuð og góð kona sem vildi
öllum vel og vildi gera gott úr
öllu. Samúð hennar var alltaf
með lítilmagnanum. Þrátt fyrir
háan aldur hélt hún skýrri hugs-
un fram til hins síðasta. Hún
lagði sig fram um að vera góð
móðir. Ég á eftir að sakna henn-
ar mikið.
Þorgeir Sigurðsson.
Auður föðursystir mín var
kölluð Lilla, líklega vegna þess
að hún var yngst systranna fimm
í hópi ellefu systkina sem ólust
upp í Hofteigi á Jökuldal. Lilla
var rúmlega árinu yngri en Árni,
faðir minn, en við andlát hennar
eru hann og Hrafn einir eftir
systkinanna. Þó finnst mér ég
eiga fleiri föðursystkin á lífi af
því að ekkjurnar þrjár sem ung-
ar misstu eiginmenn sína, föður-
bræður mína, hafa alltaf haldið
tryggð við okkar stóru fjölskyldu
og jafnvel bætt í hana nýju blóði.
Það er mikils virði að eiga fjöl-
skyldu sem jafnast á við heilt
þorp enda segja vísir menn í Afr-
íku að það þurfi þorp til að ala
upp barn.
Þótt stórfjölskyldan hafi veitt
skjól finn ég nú þegar föður-
systkin mín falla frá eitt af öðru
að fæst þeirra þekkti ég náið. Ég
hugsaði víst fremur um þau sem
hóp en einstaklinga. Ég sé fyrir
mér barnaskara afa og ömmu á
bökkum Jöklu sem þá var ennþá
straumhart fljót, hættulegt
litlum lífum. Ég sé þau flytjast
með foreldrum sínum suður eins
og bændafólk gerði um miðja
síðustu öld. Og þótt ég sæi þau
fara ólíkar áttir í lífinu gegndi
þessi kynslóð aðallega því hlut-
verki í huga mér að vera hlekkir
í keðju sem tengdi okkur frænd-
systkinin af minni kynslóð sam-
an og við afa okkar og ömmu.
Sem unglingi var mér oft líkt
við Lillu enda segir máltækið að
fljóð líkist föðursystrum.
Kannski voru það háu kinnbeinin
úr ætt ömmu Geirþrúðar sem við
bárum báðar sem gerðu okkar
áþekkar. Það var heldur ekki
leiðum að líkjast sé ég þegar ég
skoða útskriftarbók Menntaskól-
ans í Reykjavík frá árinu 1951
þar sem Lilla er teiknuð glaðleg
og glæsileg undir fána hamars
og sigðar. Pabbi segir systur
sína hafa verið metnaðarfulla og
alltaf ætlað sér í menntaskóla
sem ekki var sjálfgefið. Hún út-
skrifaðist úr stærðfræðideild en
hugði þó á nám í hugvísindum
við HÍ sem ekki varð úr. Það eru
víst álög á fólkinu mínu að hafa
áhuga á íslensku, bókmenntum
og alþýðufræðagrúski en afi
Benedikt, kenndur við Hofteig,
var auk þess að vera bóndi
þekktur rithöfundur og fræða-
maður. Önnur ættarfylgja,
stundum íþyngjandi, eru hinar
góðu gáfur sem ég ólst upp við
að væru tengdar föðurfólki mínu.
Lilla giftist skólabróður sín-
um, Sigurði Rúnari Guðmunds-
syni og þau eignuðust tvo syni,
Þorgeir og Friðrik. Ég minnist
þess ekki að hafa séð Sigurð
enda slitu þau snemma samvist-
um eftir að hafa búið um hríð í
Þýskalandi. Lilla starfaði framan
af á skrifstofu Sjúkrasamfélags
Reykjavíkur en frá árinu 1967 og
þar til hún varð sjötug vann hún
á skrifstofu borgarverkfræðings
í því sama húsi og ég starfa nú.
Afkomendur Lillu hafa alltaf
verið henni stoð og stytta og hún
þeim. Að öðrum ólöstuðum skal
minnst á eldri son hennar, Þor-
geir Sigurðsson, sem hefur verið
ákaflega ræktarsamur við móður
sína og einnig við Sigríði, föður-
systur okkar, sem lést árið 2015,
þá alblind.
Ég samhryggist frændum
mínum Þorgeiri og Friðriki son-
um Lillu og votta fjölskyldum
þeirra samúð mína. Ég minnist
Lillu með hlýhug og aðdáun.
Hún þurfti að reyna margt en
sýndi mikinn dugnað og vilja-
styrk við að brjótast áfram í líf-
inu.
Björg Árnadóttir.
Guðrún Auður
Benediktsdóttir
Veðrið varð yfir-
leitt bjartara og
betra þar sem
hann fór; góð-
mennskan skein af honum svo
og glaðlegt viðmótið.
Hann var með afbrigðum
fróður og minnugur á allt sem
fyrir augu og eyru bar. Þá bjó
hann yfir svo ríkri frásagnar-
gleði að unun var á að hlýða –
og hann var ósínkur á að leyfa
okkur hinum að njóta þess sem
lífið færði á fjörur hans, sem
var ýmislegt.
Við kynntumst við nám í
ferðamálafræði á Hólum en
hann sinnti námi með fullri
vinnu. Þessi ár vorum við í
miklum samskiptum sem voru
skemmtileg, fræðandi og um
leið afskaplega gefandi; þannig
var Ólafur Björgvin Valgeirs-
son.
Eftir að námi lauk voru sam-
skiptin stopulli en alltaf sama
vinarþelið ríkjandi. Sem sam-
ferðamaður gegnum námið var
hann örlátur á alla aðstoð og
miðlaði til okkar hinna því sem
honum var mögulegt. Honum
þótti sú greiðasemi sjálfsögð og
alltaf fylgdi ýmis aukafróðleik-
ur, af hreint öllu tagi; hann
virtist alls staðar vel heima.
Hann var lipur í samskiptum,
hlýr félagi og tryggur.
Mér er ómögulegt að skilja
hvers vegna í ósköpunum síð-
urnar í lífsbók Óla eru ekki
fleiri því hann átti alveg áreið-
anlega fjölmargt eftir ógert,
þótt ég nefni ekkert annað en
ferðalögin með Bennu konu
sinni sem ófarin eru. Og það
hlýtur að vera sárt því hann
Ólafur Björgvin
Valgeirsson
✝ Ólafur Björg-vin Valgeirsson
fæddist 20. janúar
1955. Hann and-
aðist 6. apríl 2019.
Útför Ólafs
Björgvins fór fram
16. apríl 2019.
var svo mikill
grúskari og lagði
svo mikinn metnað
í undirbúning
ferðalaganna;
rannsakaði, leitaði,
las og skipulagði,
að það hlýtur að
taka í að hafa hann
ekki með í framtíð-
arferðunum – sem
og í öllu öðru tilliti.
Hans verður
sárt saknað en mikið megum
við sem honum kynntumst telj-
ast heppin, erum hreinlega for-
réttindafólk að hafa átt með
honum ómældar gæðastundir.
Minningarnar um hann fara í
alveg sérstakan stað hjá mér –
og það er vegna þess að ekki er
öllum lagið að koma sér þannig
fyrir meðal síns samferðafólks,
en það var Óla lagið.
Hugur minn hefur verið hjá
Bennu og fjölskyldunni og
þeirra missir er mikill. Um leið
og ég votta þeim mína dýpstu
samúð þakka ég af hjarta fyrir
samfylgdina.
Ég óska þess heitt og inni-
lega að allt gott umvefji ykkur
fjölskyldu Ólafs Valgeirssonar
um framtíð alla.
Hólmfríður Sólveig
Haraldsdóttir.
Í aðdraganda Héraðsfundar
Austurlandsprófastsdæmis
þann 7. apríl síðstliðinn mætti
fulltrúum sú harmafregn að
einn af okkar dyggustu liðs-
mönnum hefði daginn áður
horfið sviplega af sjónarsviði
mannlegrar tilveru.
Mörg undanfarin ár var Ólaf-
ur B. Valgeirsson á þeim vett-
vangi, fulltrúi Vopnafjarðar-
sóknar og fulltrúi kirkjuþings.
Hans framganga öll er gott
dæmi um fólk sem á stórt
hjarta fyrir málstað Krists og
sitt samfélag.
Kyndilberi bjartsýni og hlýju
og sýndi í orði og verki fádæma
trúmennsku og elju í störfum
sínum sem er til fyrirmyndar.
Talaði jafnan af andans krafti
máli fullhugans sem vildi vinna
göfugum málstað og mannlífi
allt heilt.
Það munaði sannarlega um
traustan vin og mátti glöggt
skynja fyrir hvað hjarta hans
sló. Og þegar hjartað megnaði
ekki meir og staðið er frammi
fyrir orðnum hlut, umvefur
þakklætið sáran missi og sorg
og bænir okkar fyrir þeim sem
eiga um sárt að binda. Við
minnumst hans öll með virð-
ingu sem metur hann einn af
okkar bestu í framvarðarsveit
kirkjunnar.
Guð blessi hans minningu og
veiti ástvinum og vinum og
samfélaginu á Vopnafirði styrk
sinn og huggun.
Davíð Baldursson,
fv. prófastur Austur-
landsprófastsdæmis.
Mér er minnisstætt þegar ég
sótti um sóknarprestsembættið
á Vopnafirði í almennri prest-
kosningu á vordögum árið 2005
og hafði samband við Ólaf, for-
mann sóknarnefndar Vopna-
fjarðarkirkju.
Hann tók mér fagnandi og
sló á létta strengi, en lagði líka
þunga áherslu á hvernig kirkj-
an gæti eflst á Vopnafirði, lif-
andi kirkja og kjölfesta í mann-
lífinu.
Alveg skýr framtíðarsýn og
varð síðan leiðarstefið í öllu
starfi kirkjunnar og kjarninn í
samstarfi okkar næstu tíu árin,
þegar ég gegndi prestþjónustu
á Vopnafirði. Þetta samstarf
varð að traustri vináttu, og ég
og fjölskylda mín nutum alltaf
síðan.
Það var gott að vinna með
Ólafi. Ávallt með opinn faðminn
og átti svo létt með að setja sig
í annarra spor. Við vorum ekki
alltaf sammála, einkum í pólit-
íkinni, og stundum var tekist á
og skoðanir skiptar, en kvödd-
umst alltaf með bros á vör.
Gjarnan þegar við áttum sam-
tal þá fæddist ný hugmynd og
þá strax var hugað að því
hvernig mætti láta verkin tala.
Ólafur var hreinskiptinn, sagði
hug sinn og kom til dyranna
eins og hann var klæddur. Þar
var traust í fyrirrúmi.
Ólafur var félagslyndur og
leið hvergi betur en umvafinn
fólki, skynjaði samtakamáttinn
til góðra verka og lét hendur
standa fram úr ermum. Hann
þekkti Vopnafjörð og fólkið þar
eins og fingur sína og afar gott
að geta leitað í þann fjársjóð.
Ólafur gekk fram af virðingu
við fólk, umhugað um nærgætni
í viðkvæmum aðstæðum og að
allt færi fram í kirkjunni af
reisn. Safnaðarstarfið blómgað-
ist þannig á traustum grunni og
nánu samstarfi með safnaðar-
fólki, öflugu kórastarfi, barna-
og unglingastarfi og fjölbreyttu
helgihaldi. Um áratugaskeið
söng Ólafur í kirkjukórnum og
var einnig kallaður af leikfólki
kirkjunnar á Austurlandi til að
setjast á kirkjuþing þar sem
hann hefur setið síðastliðin 13
ár og verið öflugur málsvari
þjóðkirkjunnar.
Einn daginn kom Ólafur til
mín, minnugur orða sinna frá
því við ræddum saman fyrst í
síma, og sagði af einlægni: „Ég
held að okkur hafi tekist ætl-
unarverk okkar. Hér er sannar-
lega kirkja sem lætur um sig
muna í samfélaginu og fólkið
vill vera með.“ Svo ræddum við
næstu skref, hvernig mætti efla
starfið í kirkjunni enn frekar.
Fjölskyldan var Ólafi alltaf
hjartfólgin og þar naut hann
sín vel umvafinn börnum sínum
og barnabörnum. Hjónin Óli og
Benna voru afar samrýnd og
síðustu árin fóru þau í langþráð
ferðalög saman, sem þau skipu-
lögðu í þaula.
Þar var Ólafur í essinu sínu
að skoða heiminn í samfylgd
með eiginkonu sinni.
Við Lilja þökkum fyrir ein-
læga vináttu og trausta sam-
fylgd. Guð blessi minningu
Ólafs og við vottum Bennu og
fjölskyldunni einlæga samúð
okkar.
Stefán Már Gunnlaugsson.
Ólafur Björgvin Valgeirsson
er fallinn frá fyrir aldur fram.
Ólafur fæddist í Álftafirði 20.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HARALDUR ÁRNASON,
Sjávarborg, Skagafirði,
lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki
að morgni laugardagsins 13. apríl.
Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 26. apríl
klukkan 14.
Helga Haraldsdóttir
Gyða Haraldsdóttir Steingrímur Steinþórsson
Edda Haraldsdóttir Björn Hansen
Nanna Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir minn, tengdafaðir, afi og ástvinur
okkar,
RÚRIK KRISTJÁNSSON
verslunarmaður,
Gautlandi 11,
lést á öldrunardeild Landspítalans
fimmtudaginn 11. apríl.
Útför fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 24. apríl
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill.
Kristján Vilhelm Rúriksson Rosminah Lisbeth Adelina
Gabríella Ragnheiður Demak Kristjánsdóttir
Rúrik Elnathan Halomoan Kristjánsson
Þórhanna Guðmundsdóttir
Ásdís Herborg Ólafsdóttir Kim Leunbach
Jóhann Bessi Ólafsson Aðalheiður B. Kristinsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTJÁN ÁSGEIRSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Álfhóli 1, Húsavík,
lést á dvalarheimilinu Hvammi föstudaginn
12. apríl. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn
24. apríl klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Hvamms,
dvalarheimilis aldraðra, Húsavík.
Ásgeir Kristjánsson Anna Ragnarsdóttir
Helgi Kristjánsson Elín Kristjánsdóttir
Þyri Kristjánsdóttir Ingvar Hafsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn