Morgunblaðið - 17.04.2019, Qupperneq 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
✝ Sigríður JónaSigurðardóttir
fæddist í Mið-
Tungu, Tálkna-
firði, 4. nóvember
1931. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Patreksfjarðar 26.
mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Á. Einarsson og
Guðrún Árný Sig-
urðardóttir. Systkini Jónu eru
Magnús, Gísli, Fríða, Hreiðar,
Árni og Jónína.
Jóna giftist Magnúsi Kr.
Guðmundssyni þann 10. októ-
ber 1950. Börn þeirra eru Sæ-
rún, f. 1950, maki Guðjón Indr-
iðason, Sædís, f. 1951, maki
Björgvin Sigur-
jónsson, Kristín
Sigríður, f. 1952,
Sigurður Árni, f.
1954, maki Ingi-
björg Inga Guð-
mundsdóttir, Guð-
mundur Kristinn,
f. 1955, maki Anna
Maggý Gunnars-
dóttir, Þór, f. 1958,
maki Guðlaug S.
Björnsdóttir,
Freyja, f. 1959, maki Marinó
Bjarnason, og Margrét, f. 1965,
maki Guðlaugur Albertsson.
Jóna og Magnús eiga 82 af-
komendur.
Útförin fór fram frá
Tálknafjarðarkirkju 6. apríl
2019.
Elsku amma Jóna. Það verður
tómlegt að koma heim til Tálkna-
fjarðar núna og geta ekki heim-
sótt þig. Þér leið best heima hjá
þér og vildir helst hvergi annars
staðar vera. Þú fórst sjaldan mik-
ið lengra en í búðina eða bankann
ásamt því að fara í sundlaugina á
laugardögum. Ég man þegar ég
var barn og hitti þig í búðinni eða
sá þig á leiðinni þangað. Þá
bauðst ég til að bera vörurnar
þínar fyrir þig og raðaði þeim á
rétta staði þegar við komum á
Þórshamar.
Þú varst líka dugleg að biðja
mig að koma og þrífa bílinn ykkar
og mér þótti vænt um að geta
hjálpað til. Þér þótti þó eflaust
vænna um aðstoðina því af nógu
var að taka eftir ævintýrin hans
afa á bílnum. Við hlógum oft að
hlutunum sem ég fann í bílnum.
Við áttum margar notalegar
stundir saman þegar ég kom og
nuddaði á þér hendurnar. Þú
varst með mýkstu húð sem ég hef
komið við og þótt ég hafi nuddað
hendurnar laust sá ég að þú
fannst oft til. Þegar ég spurði þig
út í það vildirðu nú ekki meina
það. En þannig varst þú; kvart-
aðir sjaldan yfir hlutunum og
tókst á við allt af mikilli yfir-
vegun.
Ég verð alltaf stolt þegar ég
heyri fólk segja að ég sé lík þér
því mér fannst þú svo falleg, með
stór og falleg augu. Þú varst líka
bros- og hláturmild. Ég elskaði
að segja þér frá ýmsu sem hafði á
daga mína drifið því þá hlóstu svo
mikið. Ég velti því stundum fyrir
mér hvort þú værir að hlæja að
mér eða með mér en áttaði mig á
því að það skipti engu máli. Á
meðan ég kom þér til að hlæja var
ég glöð.
Þegar ég var nýflutt til
Grindavíkur leið mér stundum
ekki vel og var oft með heimþrá.
Ég veit að þú vissir af því og get
ég ekki lýst því hve glöð ég var
þegar þú komst með Möggu hing-
að í heimsókn til mín. Sú heim-
sókn gaf mér mikið. Það var líka
alltaf gott að heyra í þér og gladdi
það mig mikið þegar þú hringdir í
mig.
Þú sagðir mér m.a. fréttir af
frændfólkinu sem þú fylgdist svo
vel með og hvernig veðrið væri
búið að vera hjá ykkur fyrir
vestan. Eftir hvert símtal fékk ég
þó oft mikla heimþrá og hlakkaði
mikið til að koma aftur heim til
Tálknafjarðar.
Amma Jóna, ég kveð þig með
miklum söknuði en jafnframt
þakklæti. Ég er þakklát fyrir all-
ar stundirnar okkar saman og
fyrir það sem þú hefur kennt mér.
Ég veit að þú munt vaka yfir öllu
fólkinu þínu og fylgjast áfram
með okkur. Þú verður minn helsti
verndarengill og ávallt hvíla í
hjarta mínu.
Þangað til næst elsku amma.
Sigríður Etna Marinósdóttir.
Kæra fjölskylda, þrátt fyrir að
vera staddur hinum megin á
hnettinum er ég með ykkur í dag.
Þegar ég hugsa til ykkar fyllist ég
þakklæti til ömmu, sem greiddi
leið margra okkar inn í þennan
heim. Frá ömmu má sjá allt litróf
lífsins í okkur sem á eftir komum.
Á stundum sem þessum er auð-
velt að velta sér upp úr eftirsjá og
óskum um að hafa nýtt tækifæri
betur. En ég vil frekar hugsa til
innkaupapokanna sem ég bar úr
búðinni heim til ömmu og afa.
Á þeim tíma vildi ég oftast vera
að gera eitthvað allt annað, en síð-
an þá hef ég lært hve mikill auður
þessar stundir voru. Amma var
oftast að snúast eitthvað í eldhús-
inu og sá til þess að maður fengi
eitthvað fyrir sinn snúð.
Henni varð oft litið út um
gluggann á eldhúsinu og virtist
sjá eitthvað sem ég ekki skynjaði.
„Hann er að snúa sér í sunnan,“
sagði hún einu sinni, „nú ætlar
hann að fara að rigna.“ Hvernig
hún sá það út úr heiðskírum
himninum skildi ég ekki, en ég
kom blautur heim. Amma átti sér
heilt líf sem ég ekki þekki, okkar
stundir voru flestar inni í eldhús-
inu á Þórshamri. En samt skildi
ég snemma að amma var kona
sem skildi og skynjaði heiminn í
kringum sig á sinn eigin, yndis-
lega hátt. Hvernig er hægt annað
en vera þakklátur?
Kristinn Hilmar Marinósson.
Sigríður Jóna
Sigurðardóttir
Ævigöngu góðs
vinar er lokið hér á
jörð. Hvert heilsu-
farsáfallið eftir
annað hafði gengið
á líkamlegt atgervi
og þrótt þessa kraftmikla og
gjörvulega manns. Eigi að síður
var barizt fyrir lífinu með trú á
betri tíð. Það tókst honum allvel
lengi þótt að lokum yrði hann að
gefa eftir. Það er hlutskipti okk-
ar allra þótt slíkt beri að með
ýmsum hætti. Þótt auðvitað sé
það hamlandi að vera háður
hjólastól þá var Ófeigur sitthvað
að sýsla og grúska sem hann
gjarnan gat svo deilt með
öðrum. Þannig áorkaði hann
mörgu en sízt gat hann setið
auðum höndum. Síðast þegar ég
leit við hjá honum á Smáraflöt-
inni í byrjun marz var hann bú-
inn að hella upp á þegar ég kom
og saman áttum við þar góða
stund eins og ævinlega þegar við
fundumst. Hann var hress í
bragði og ekkert sérstakt benti
til þess að svo skammt væri til
hans efsta dags sem raun varð
á.
Ófeigi Gestssyni kynntist ég
fyrir meira en hálfri öld vegna
starfa hans sem frjótæknis, en
sjálfur kúabóndi. Með vaxandi
kynnum efldist vináttusamband
okkar og fyrr en varði stóðum
við saman ásamt fleirum í for-
ystusveit UMSB. Vil ég í því
sambandi einnig nefna Gísla V.
Halldórsson sérstaklega. Auk
hefðbundinna viðfangsefna ung-
mennafélaga voru Sumarhátíð-
irnar í Húsafellsskógi stóra við-
fangsefnið sem okkur féll í skaut
að leiða en aðalhvatamaður mót-
anna og frumherji var Vilhjálm-
ur Einarsson. Þessar hátíðir
voru stærstu fjöldasamkomur
þess tíma, fjölskylduhátíðir, eft-
irminnilegar þeim sem upplifðu.
Ófeigur fylgdi UMSB eftir um
árabil, fyrst sem gjaldkeri og
svo sambandsstjóri. Hann hafði
gjarnan sterkar skoðanir á hlut-
unum, mönnum og málefnum og
ekki hvað sízt einarður í pólitík-
inni sem honum þó þótti hin síð-
ari ár æ minna áhugaverð. Og
vini valdi hann sér ekki eftir
pólitísku litrófi, sem betur fer
verð ég að segja. Fyrst og síðast
var hann félagshyggjumaður í
orði og verki og gaf engan af-
slátt af þeim viðfangefnum sem
hann tók að sér hverju sinni.
Eftir sveitarstjórnarkosning-
ar árið 1982 urðu þær breyt-
ingar á hans högum að hann
gerðist sveitarstjóri á Hofsósi og
síðar bæjarstjóri á Blönduósi.
Samfundir urðu strjálli um sinn
en þráðurinn hélzt. Þessum nýja
vettvangi kunni hann vel og
þeim áskorunum sem fylgdu.
Ekki var hann með öllu
ókunnugur málaflokkum en hér
kunna aðrir betur frá að segja.
Árin norðan heiða urðu drjúg
mörg. Þar hafði hann þekkt vel
til frá ungdómsárum sínum auk
ættartengsla. En svo kom að því
að aðstæðurnar kölluðu á að
fjölskyldan flutti suður til Akra-
ness. Þá fjölgaði samfundum að
nýju og vinaböndin styrktust
enn frekar, ekki sízt fyrir tilstilli
Ófeigs. Á Akranesi gerðist hann
umboðsmaður Morgunblaðsins
og sinnti því starfi um árabil af
sömu elju og trúmennsku og
honum var tamt.
Ófeigur lætur eftir sig stóra
fjölskyldu, hóp myndarbarna,
fósturbarna og stjúpbarna og
eiginkonu, sem var hans gæfa
kynnast og bindast tryggða-
böndum. Við Guðrún Ása send-
um Svanborgu og Kötlu Krist-
ínu og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur með
Ófeigur Gestsson
✝ Ófeigur Gests-son fæddist 12.
október 1943. Hann
lést 2. apríl 2019.
Útför Ófeigs fór
fram 15. apríl 2019.
einlægri þökk fyrir
allar góðar stundir
sem lifa í minning-
unni.
Jón G. Guð-
björnsson.
Leiðir okkar
jafnaldranna lágu
saman á Hvanneyri
fyrir ríflega hálfum
sjötta áratug. Hann
var þá frjótæknir borgfirskra
kúabænda, ungur, hress og vel
bílandi. Bar hratt yfir enda
kappi att við tímann og kúaköll-
in bárust víða að. Ólatur var
Ófeigur við að skjótast aukaspöl
ef þurfti. Varð hann gjörkunn-
ugur vegakerfi héraðsins og
annálaður ekill. Hann kenndi
okkur nokkrum m.a. að aka án
afsláttar og við farsæld yfir hin
mörgu aurslörk sem um árabil
urðu fast og öruggt vorteikn á
þjóðvegi og vegarslóðum um
byggðir Borgarfjarðar.
Fyrstu kynni okkar urðu
raunar laugardag einn á aðventu
1963 en þá fengum við nokkrir
hljómsveitarstrákar frá Hvann-
eyri far með Ófeigi upp í Brún í
Bæjarsveit, þar sem við áttum
að leika fyrir dansi er stiginn
skyldi að lokinni félagsvist. Með
í Landróvernum var stelpa sem
um kvöldið vakti sérstaka at-
hygli mína þar á dansgólfinu.
Ég er enn að spila fyrir hana...
Með miklu þakklæti til Ófeigs
fyrir afleiðingar sætaferðarinnar
í Brún gæti ég því lokið minn-
ingargreininni hér. Það er hins
vegar af ýmsu fleiru að taka og
minnast.
Til dæmis ófárra söngstunda
saman í kór Hvanneyrarkirkju
eða stunda í starfi Ungmenna-
sambands Borgarfjarðar þar
sem Ófeigur reyndist afar dug-
andi og farsæll forystumaður.
Mér þótti m.a. gott að standa í
skjóli hans á fyrsta sam-
bandsþingi UMFÍ, er ég sótti,
um Jónsmessuna 1973 þar sem
við og fleiri vorum fulltrúar
UMSB á helgum stað
hreyfingarinnar – að Geysi í
Haukadal.
Nánast varð samstarf okkar
Ófeigs þó í hreppsnefnd Anda-
kílshrepps en þangað skolaði
okkur sumarið 1978 eftir frið-
samlegar kosningar. Ófeigur
reyndist afar virkur hrepps-
nefndarmaður, áhugasamur í
betra lagi og framsækinn, setti
sig vel inn í mál, gjörþekkti
sveitarfélagið og umhverfi þess
og hafði gjarnan frumkvæði að
málum, einkum þeim er lutu að
nýjum tímum og ungu fólki. Það
kom í hlut hans að vera fulltrúi
hreppsins í skólamálum þar sem
hann valdist til forystu um mál-
efni Kleppjárnsreykjaskóla-
hverfis. Aftur vorum við kallaðir
í hreppsnefnd Andakílshrepps
við kosningar sumarið 1982.
Varla vorum sestir þar til emb-
ætta að nýju er Hofsósingar
kölluðu Ófeig til sveitarstjóra-
starfa norður þar. Síst var það
að undra í ljósi orðs sem hann
hafi getið sér, bæði sem forystu-
maður UMSB og sveitarstjórn-
armaður. Sjálfsagt þótti honum
einnig tímabært að breyta um
starfsvettvang og að takast á við
stærri og kröfumeiri verkefni á
sviði sem hann hafði mikinn
áhuga á.
Ég saknaði Ófeigs úr hrepps-
nefnd, félagsskapar hans, hug-
kvæmni og drífandi áhuga. Vík
varð á milli vina og má segja að
götur okkar hafi varla skorist úr
því. Það gladdi okkur hjón því
mjög að mega vera gestir hans
og fjölskyldunnar á liðnu hausti
í fagurri og stórhöfðinglegri
veislu er hann hélt í tilefni 75
ára afmælis síns. Þótt mæddur
væri orðinn grunaði okkur ekki
að svo stutt væri þá til vista-
skipta. Við hjónin minnumst
góðra kynna handan við hin
mörgu ár, þökkum þau af heil-
um hug og sendum fjölskyldu
Ófeigs einlægar samúðar-
kveðjur.
Bjarni Guðmundsson.
Ófeigur Gestsson hefur kvatt
þessa jarðvist. Ég kynntist þeim
heiðurshjónum, Ófeigi og Svan-
borgu, árið 2014. Þau hjónin
hafa alltaf verið mjög gestrisin
og góð heim að sækja. Ófeigur
var matmaður mikill, gerði af-
bragðsmat og bragðgóðan, var
mikill sælkeri. Ég var svo lán-
samur að dvelja hjá þeim hjón-
um í viku sumarið 2014. Í þeirri
dvöl kynntist ég þeim manni
sem Ófeigur hafði að geyma.
Hann var með eindæmum fróð-
ur, kærleiksríkur en stundum
svolítið þrjóskur. Hann var
handlaginn og góður við bæði
menn og dýr. Mér er afar minn-
isstætt er ég fór með þeim hjón-
um ásamt Frosta, Kötlu Krist-
ínu, Glampa og Geisla í
sumarbústaðinn. Fyrir þá ferð
er ég þakklátur. Honum var
mjög umhugað um fjölskyldu
sína og vini, enda vinmargur
maður.
Elsku Svanborg og stórfjöl-
skylda. Missir ykkar er mikill.
Genginn er góður drengur sem
skilur eftir sig óteljandi minn-
ingar sem við geymum öll með
okkur. Ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Þú misstir þann sem þér var hjarta
kær
það er vont að finna til og stríða.
Það sem vakti gleði þína í gær
grætir þig í dag og fyllir kvíða.
En mundu þá að sorgartárin tær
trega víkja burt er stundir líða.
Við vildum gjarnan gátu lífsins ráða
og geta snúið við og takti breytt.
Óglöggt er oft mennskum markið
þráða
en maður getur huga að því leitt
að líkn er svefninn fyrir þreytta og
þjáða
og þessa líkn fær Drottinn aðeins
veitt.
Nú er sár og hryggur hugur þinn
en hryggðin gisti líka í nótt hjá mér.
Enginn gengur einn með söknuð sinn
sameinuð í trúnni stöndum vér
og vita skaltu alltaf vinur minn
að vinir allir finna til með þér.
(Haraldur Haraldsson)
Hvíl í friði.
Ykkar fjölskylduvinur,
Vilhjálmur Karl
Haraldsson.
Kynni okkar Ófeigs Gestsson-
ar hófust fljótlega eftir að fjöl-
skylda mín flutti að Varmalandi
í Stafholtstungum haustið 1974.
Við áttum eftir að vinna náið
saman í mörg ár að málefnum
Ungmennasambands Borgar-
fjarðar, hann sem formaður en
ég sem starfsmaður og þjálfari í
frjálsum íþróttum. Það var gam-
an að vinna með Ófeigi. Hann
var áhugasamur, hugmyndarík-
ur og óhræddur að reyna eitt-
hvað nýtt. Ófeigur var mikill
stemningsmaður og lék oftast á
als oddi. Eftirminnileg er ferð
sem UMSB fór austur að Eiðum
1977. Þar átti frjálsíþróttaliðið
að keppa í þriðju deild. Efnt var
til ferðar í rútu og með henni
voru margir áhugamenn ásamt
frjálsíþróttaliðinu. Einnig voru
sundmenn með sem fengu að
spreyta sig í ferðinni. Ófeigur og
Pétur Þorsteinsson frá Hömrum
í Reykholtsdal sátu fremstir í
rútunni og lýstu því sem fyrir
augu bar er ekið var út Hrúta-
fjörðinn. Ekki fóru þeir alltaf
rétt með staðhætti en vöktu kát-
ínu með tali sínu. Þessi ferð var
frægðarferð fyrir frjálsíþróttalið
UMSB, sem vann keppnina með
yfirburðum. Bjartsýni og dugn-
aður Ófeigs hafði áhrif og smit-
aði út frá sér. Segja má að á
þessum tíma hafi verið „gullár“
Ungmennasambands Borgar-
fjarðar á margan hátt.
Stjórnarfundir UMSB í for-
mannstíð Ófeigs eru eftirminni-
legir. Þeir voru yfirleitt á heimili
Ófeigs og Beggu á Hvanneyri.
Eftir hefðbundinn stjórnarfund
og kaffidrykkju var sest á rök-
stóla og rædd hin ýmsu mál.
Stundum hljóp mönnum kapp í
kinn og umræðurnar drógust á
langinn. Stóðu þær oft langt
fram á nótt. Frægastur er fund-
urinn (sennilega rétt fyrir kosn-
ingar) sem lauk ekki fyrr en í
morgunsárið. Menn komust rétt
heim til sín áður en þeir áttu að
mæta í vinnu. Já, það var hress-
andi blær sem lék um Ófeig á
þessum árum. Þar var engin
lognmolla sem réði ríkjum. Eftir
að hafa starfað hjá UMSB í ára-
tugi get ég hiklaust sagt að
Ófeigur er einn af bestu for-
mönnum sem sambandið hefur
átt. Hann fitjaði upp á ýmsum
nýjungum og má til dæmis
nefna kjör íþróttamanns
Borgarfjarðar.
Í haust efndu Ófeigur og fjöl-
skylda hans til fagnaðar í tilefni
af 75 ára afmæli hans. Þar komu
saman fyrrverandi samstarfs-
menn, vinir og ættingjar hans.
Var það skemmtileg og hlýleg
samkoma. Menn lýstu þar kynn-
um sínum af Ófeigi en hann kom
víða við á sínum starfsferli. Alls
staðar ríkti sami dugnaðurinn
og bjartsýni í verkum hans. Á
framkomu hans og málflutningi
mátti greina að þessi samkoma
væri afmælisfagnaður en einnig
kveðjuhóf. Eflaust fann hann að
hverju dró. Þetta var indæl
stund sem reyndist því miður
vera sú síðasta sem ég leit hann
augum.
Við kvöddum þig vinur í síðasta sinn
er sólin um fjallstoppa líður.
Nú heldur þú áfram í himnana inn
og hugljúfur eftir oss bíður.
(I.I.)
Fjölskylda mín vill þakka
Ófeigi Gestssyni fyrir ánægjuleg
kynni og vináttu í áravís. Við
vottum fjölskyldu hans innilega
samúð við fráfall hans. Minn-
ingin um hann mun lifa.
Ingimundur
Ingimundarson.
Ófeigur Gestsson, félagi okk-
ar í Lionsklúbbi Akraness, er
fallinn frá. Hann gekk til liðs við
klúbbinn 20. september 2005
þegar hann við búsetuflutning
til Akraness flutti sig úr Lions-
klúbbi Blönduóss. Hann lét fljótt
til sín taka í starfi klúbbsins og
var hann ritari starfsárið 2006-
2007. Þá gegndi hann starfi for-
manns 2007-2008 og starfsárið
2011-2012 var hann gjaldkeri.
Formaður félaganefndar var
hann 2010-2011. Hann sinnti
fjölmörgum embættum og störf-
um innan klúbbsins. Hann var
skoðunarmaður reikninga í
nokkur ár, en lengst var hann
siðameistari enda sagði hann
mér að sér líkaði það embætti
vel. Hann tuktaði okkur góðlát-
lega til og suma meira en aðra.
Hann lagði ríka áherslu á að fé-
lagar bæru merki sín á fundum.
Þá var hann með skemmtilegan
fróðleik sem hann miðlaði til
okkar. Í nokkur skipti sá hann
um matseld á jólafundum og
fórst það vel úr hendi. Á um-
dæmisþingi 2011 hljóp hann í
skarðið og ritaði þinggerð um-
dæmisþingsins fyrir mig. Það
kom fljótt í ljós að hann var al-
vanur félagsmálamaður og ég
trúi því að honum hafi veist það
létt að sinna embættisskyldum
sínum. Hann var útnefndur
Melvin Jones-félagi af klúbbnum
á hátíðarfundi hinn 15. nóvem-
ber 2011 sem er æðsta viður-
kenning klúbbs til félaga. Að
leiðarlokum kveðjum við félagar
í Lionsklúbbi Akraness góðan
og starfssaman félaga og send-
um fjölskyldu hans og ástvinum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
styrkja þau í sorg sinni.
Fyrir hönd Lionsklúbbs
Akraness,
Benjamín Jósefsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GERÐAR GUÐVARÐARDÓTTUR
MÖLLER
Brekatúni 2, Akureyri.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar og starfsfólks á
lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýja og góða
umönnun.
Páll Geir Möller
Friðný Möller Hákon Jóhannesson
Arna Möller Klas Rydenskog
Alfreð Möller
ömmu- og langömmubörn