Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 53

Morgunblaðið - 17.04.2019, Side 53
ÍÞRÓTTIR 53 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa  Knattspyrnukonan Edda María Birgisdóttir hefur tekið fram skóna á ný eftir nokkurra ára hlé og mun leika með Stjörnunni í sumar. Edda hefur ekkert spilað frá vetrinum 2014-15 þegar hún lék með Anderlecht í Belgíu en hún á að baki 99 leiki í efstu deild með Stjörnunni, Aftureldingu, ÍBV og Fjölni og hefur orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með Garðabæjarliðinu.  Fjölnismenn, sem leika í 1. deild karla í knattspyrnu í ár, hafa fengið miðvörðinn Rasmus Christiansen lán- aðan frá Val. Rasmus fótbrotnaði í júní 2018 og missti af meirihluta tímabils- ins fyrir vikið. Um tímabundið lán er að ræða þannig að varnarmaðurinn reyndi gæti verið kallaður aftur á Hlíð- arenda eftir nokkrar vikur.  Pétur Rúnar Birgisson mun leika áfram með körfuknattleiksliði Tinda- stóls en tilkynnt var í gær að hann hefði framlengt samning sinn við fél- agið. Hann hefur verið lykilmaður liðs- ins undanfarin ár. Enn fremur hafa fyr- irliðinn Helgi Rafn Viggósson, Axel Kárason, Viðar Ágústsson, Hannes Másson, Friðrik Þór Stefánsson og Örvar Freyr Harð- arson allir framlengt samninga sína. Brynjar Þór Björnsson er hins vegar farinn eins og áður hefur komið fram, sem og Israel Martin þjálfari. Eitt ogannað yfir landamærin og samdi við Bo- russia Dortmund. Sorglegt hjá Dortmund í vetur „Árin sjö hafa verið afar lær- dómsrík og að mörgu leyti skemmtileg þar sem dvölin hjá Leipzig stendur tvímælalaust upp úr ef ég þarf að gera upp á milli lið- anna. Hinsvegar er hálf sorglegt það sem hefur gerst hjá Dortmund í vetur,“ segir Hildigunnur og bæt- ir við: „Þjálfarinn sem byrjaði með okk- ur í upphafi keppnistímabilsins hætti í september. Gríðarleg óánægja er innan liðsins með þann sem tók við af honum. Óánægjan hefur að einhverju leyti endur- speglast í árangri liðsins. Við erum um þessar mundir í sjötta sæti með aðeins 23 stig sem er talsvert undir væntingum. Segja má að það hafi verið talsvert bras á okkur allt keppnistímabilið og fyrir vikið hef- ur ekki verið eins gaman og vonir stóðu til. Það til viðbótar ýtir undir þá löngun að láta gott heita hér ytra og flytja heim,“ segir Hildi- gunnur sem hefur ekki verið í landsliðinu í síðustu verkefnum en á að baki 79 A-landsleiki. Bietigheim og Thüringen eru yf- irburðalið í þýsku 1. deildinni um þessar mundir og sitja í tveimur efstu sætunum, sautján stigum á undan Dortmund, svo dæmi sé tek- ið. Tilbúin til að miðla reynslunni „Ætli maður fari ekki í að skipta sér eitthvað af boltanum heima og reyna um leið að miðla af reynsl- unni til yngri leikmanna. Eftir sjö ár í atvinnumennsku þá býr mað- ur yfir ákveðinni reynslu og þekk- ingu sem ég hlakka til að miðla af nú þegar maður er orðin eldri og reyndari,“ segir Hildigunnur Ein- arsdóttir handknattleikskona létt í bragði. Sjö skemmtileg og lær- dómsrík ár erlendis  Hildigunnur Einarsdóttir yfirgefur Dortmund í sumar og setur stefnuna heim Ljósmynd/Dortmund Mark Hildigunnur Einarsdóttir skorar í leik með Borussia Dortmund sem er í sjötta sæti í Þýskalandi. HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Eins og staðan er í dag þá er ekki útlit fyrir annað en að ég flytji heim í sumar,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir handknattleikskona í samtali við Morgunblaðið. Í sumar hefur hún verið úti í sjö ár sem at- vinnukona í handknattleik. Í vetur hefur Hildigunnur leikið með Bo- russia Dortmund í efstu deildinni í Þýskalandi. Enn er rúmur mán- uður eftir af keppnistímabilinu en Hildigunnur segir ljóst að hún verði ekki áfram í herbúðum Dort- mund-liðsins sem hefur leikið undir væntingum á keppnistímabilinu. „Ég þarf að minnsta kosti að detta niður á eitthvað æðislega gott til þess að vera áfram úti. Nú um stundir er ekkert spennandi í boði auk þess sem eitt og annað er farið að toga í mig heim. Þess vegna er kannski best að láta gott heita, flytja heim og takast á við lífið þar,“ segir Hildigunnur sem er alls ekki að hætta í handboltanum. Enn er þó óljóst hjá hvaða liði hún stingur við stafni verði af heimferð eins og margt bendir til. Topplið í Þýskalandi og titlar í Austurríki Hildigunnur lék með Val áður en hún gekk til liðs við Tertnes í Nor- egi fyrir nærri sjö árum. Eftir Tertnes-árin flutti hún sig um skamman tíma til Svíþjóðar, en lék síðan um tveggja ára skeið með einu fremsta félagsliði Evrópu á þeim tíma, Leipzig í Þýskalandi. Þar næst gekk hún til liðs við Hypo í Austurríki sumarið 2017 þegar Leipzig varð óvænt gjaldþrota. Með Hypo varð Hildigunnur aust- urrískur meistari og bikarmeistari fyrir ári áður en hún flutti sig á ný Í kvöld kemur í ljós hvort það verður Keflavík eða Stjarnan sem mætir Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistara- titil kvenna í körfuknattleik en liðin mætast í oddaleik í Keflavík. Staðan í einvíginu er 2:2 eftir að Stjarnan vann fyrstu tvo leikina en Keflavík jafnaði metin með því að vinna þriðja og fjórða leik. Stjarnan freistar þess að komast í úrslit í fyrsta skipti í sög- unni, en Keflavík hefur átján sinnum komist í úrslitaeinvígið eftir að núver- andi keppnisfyrirkomulag var tekið upp árið 1993. Keflavík varð síðast meistari árið 2017 og vann þá titilinn í sextánda sinn. vs@mbl.is Stjarnan í úrslitin í fyrsta sinn? Morgunblaðið/Eggert Oddaleikur Í kvöld ræðst hvaða lið mætir Val í úrslitaeinvíginu. Los Angeles Clippers vann í fyrri- nótt ótrúlegan útisigur á meisturum Golden State Warriors, 135:131, í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í körfubolta. Clippers vann upp 31 stigs forskot Warriors og það er met í úrslita- keppninni. Liðið jafnaði metin í 1:1 og getur nú heldur betur gert meist- urunum skráveifu á sínum heima- velli í næsta leik. Lou Williams skor- aði 36 stig fyrir Clippers og Danilo Gallinari, sem lék með Ítalíu gegn Íslandi á EM í Berlín 2015, skoraði 24. Stephen Curry var með 29 stig fyrir Golden State. Met hjá Clippers í mögnuðum sigri AFP Ítali Danilo Gallinari lék vel í sigri Clippers gegn Golden State.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.