Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 4
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði Miðflokks- menn hafa með málþófi sínu um þriðja orku- pakkann rænt völdum á Alþingi um stundarsakir. Umræðan hefur nú staðið í rúmar 134 klukkustundir. Guðfinna Th. Aðalgeirs- dóttir prófessor í jöklafræði varð þess heiðurs aðnjótandi á dögunum að fá tind á Suður- skautslandinu nefndan eftir sér. Hún hefur þó aldrei komið á tindinn og býst ekki við því að komast þangað. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í vikunni skýrslu um neyðarlán bank- ans til Kaup- þings í október 2008 en ljóst er að um helmingur lánsins fæst ekki greiddur til baka. Már segir að skýra þurfi stjórn- sýsluna við slíkar lánveitingar til framtíðar. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is JEEP ® CHEROKEE SUMARTILBOÐ SUMARPAKKI 1: Málmlitur TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.390.000 KR. - LISTAVERÐ 8.110.000 KR. Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury*: • 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting • Jeep Active Drive I Select Terrain með 4 drifstillingum, • Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera • Leðurinnrétting • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð • Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með bassaboxi • Apple & Android Car Play ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF *Aukahlutir ekki í tilboði: Hjól og hjólafestingar. SUMARPAKKI 2: Málmlitur, borgarpakki, þægindapakki og glerþak (panorama). TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 8.090.000 KR. - LISTAVERÐ 8.860.000 KR. Þrjú í fréttum Valdarán, nafngift og neyðarlán Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið TÖLUR VIKUNNAR 25.05. 2019 TIL 01.06. 2019 65 erindi voru afgreidd í gegnum vefinn Heilsuveru á síðasta ári. 11 manns hafa farist það sem af er ári við að reyna að komast á tind Mount Everest. 2.212 vegabréf voru gefin út í apríl sem er um 37 prósentum minna en á síðasta ári. 89 alls kolefnis sem eru losuð á Norðurlandi vestra má rekja til landnýtingar í landbúnaði. 13,7 prósent er eignar- hlutur bandaríska fjárfestingasjóðs- ins PAR Capital Management í Icelandair en sjóðurinn er orðinn stærsti hluthafi félagsins. HAFNARFJÖRÐUR Ungmennaráðs- menn í Hafnarfirði telja þörf á úrbótum vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga. Aðstoða þurfi þennan hóp að nota rétt snjallsíma sem ræni mörg þeirra jafnvel nauð- synlegum svefni. „Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma,“ segir í tillögu Kristrúnar Báru Bragadóttur, með- lims ungmennaráðs Hafnarfjarðar, um að auka fræðslu til barna og ung- menna um geðheilsu. Kristrún kveður flesta unglinga sem glíma við geðsjúkdóma vera bælda, mjög kvíðna og þunglynda. „Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera,“ segir hún í tillögunni. Internetið magni upp það sem sé sagt og gert í sam- skiptum unglinga. „Við búum í sam- félagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Að sögn Kristrúnar þarf skilning á því hvað felist í geðsjúkdómum og hvernig orð og skoðanir geti skaðað fólk með geðsjúkdóma. Slæmt sé að setja samasemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðugleika unglinga og geðsjúkdóma. Líka sé það slæmt að það sé talið heilbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar og nei- kvæðar tilfinningar. „Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum. Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, fulltrúi framhaldskólanema sem stunda nám utan Hafnarfjarðar, leggur til að skoðaðar verði leiðir sem geta hjálpað börnum og ung- mennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. „Við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina,“ segir í tillögu Evu. „Þetta stanslausa áreiti, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ung- menni.“ Eva segir að þótt símanotkun sé ekki alfarið slæm þurfi eitthvað að breytast þegar fólk er farið að vera í símanum sex klukkustundir á dag. Hún bendir á notkun síma á skólatíma sé bönnuð í Öldutúns- skóla. Um daginn hafi hún og vinir hennar skoða meðalsímnotkun sína. Þetta séu krakkar sem séu virkir í íþróttum og félagslífinu, verji tíma með fjölskyldu, fái góðar einkunnir og hitta vini reglulega. „Í ljós kom að þau voru að meðal- tali í símanum í fjóra tíma á dag. Ef skóli er sirka sjö tímar af deginum þínum og sími fjórir tímar ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?“ spyr Eva. Mörg ungmenni noti tíma sem ætti að fara í svefn eða til að klára dagleg verkefni sem ekki náðist að vinna vegna símnotkunar. „Í Englandi var gerð rannsókn með 2.750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkir oftar en tíu sinnum á nótt í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, ein- beitingu og virkni yfir daginn,“ segir Eva og bendir á að vegna þess náist ekki REM-svefn sem sé dýpsta svefn- stigið og gríðarlega mikilvægt fyrir heilann og minnið. „Vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarf- semina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? Vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum fjóra eða jafnvel sex tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ung- mennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geti tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?“ spyr Eva Rut. Bæjarstjórn samþykkti að vísa báðum þessum tillögum til fræðslu- ráðs bæjarins. Það sama gildir um tillögu Birtu Guðnýjar Árnadóttur um kynjafræðslu. Tillögu Emelíu Óskar Kristjánsdóttur um lag- færingar við Ástjörn til að draga úr hættu sem þar skapast eftir miklar rigningar var vísað til skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði. gar@frettabladid.is Hafa áhyggjur af geðheilsu og snjallsímanotkun í Hafnarfirði Meðlimir ungmennaráðs Hafnarfjarðar vilja auka fræðslu um geðheilsu til barna og ungmenna og að skoðaðar verði leiðir til að hjálpa þeim að nýta snjallsíma rétt. „Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Bæjarstjórn vísar tillögum til fræðsluráðs bæjarins. Í Öldutúnsskóla eru snjallsímar bannaðir á skólatíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkja yfir tíu sinnum á nóttinni í símann sinn vegna tilkynninga. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -4 6 4 4 2 3 2 4 -4 5 0 8 2 3 2 4 -4 3 C C 2 3 2 4 -4 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.