Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 28
Síðan þá hef ég kennt þó að það hafi aldrei verið planið. Gamall bekkjarfélagi minn úr MA hitti Tryggva Gíslason, fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, og spurði hann: Hvernig stendur eiginlega á því að Goddur er eini maðurinn í bekknum sem hlaut einhvern akademískan feril? Þá svaraði Tryggvi: Já. það gerði hann reyndar alveg hjálparlaust!“ Alltaf sól og stærri skaflar Goddur er fæddur og uppalinn á Akureyri. Foreldrar hans voru Gyða Gunnarsdóttir, ættuð úr Breiða- fjarðareyjum, og Magnús Oddsson Strandamaður. „Ég er alinn upp á Ytri-Brekkunni á Akureyri, í Þórunnarstræti. For- eldrar mínir voru báðir af Vestfjörð- um. Það er gott að koma til Akur- eyrar í smá tíma en fyrir mig og marga jafnaldra mína varð bærinn fljótlega allt of lítill. Ég á eina yngri systur, hún er vefari, býflugna- og æðarbóndi á eyju í Breiðafirði, ullarsérfræðingur og kennir textíl í Myndlistaskólanum í Reykjavík,“ segir Goddur. „Í minningunni var alltaf sól en líka miklu stærri skaflar á veturna en finnast í dag,“ segir hann og brosir. Goddur segir að hann hafi verið heppinn sem ungur strákur. Hann hafi fengið útrás fyrir sköpunar- þörfina bæði í skátahreyfingunni og í gagnfræðaskóla. „Ég var með kennara sem tók eftir því að ég gat eitthvað. Hann gaukaði að mér betri blýöntum og pappír og sýndi mér hvernig verkfæri gátu hjálpað til, ég var dreginn áfram með þannig gul- rót. Ég var líka partur af skátahreyf- ingunni þegar ég var yngri, þar gerði ég alls kyns veifur og myndskreytti fundabókina. Skátahreyfingin ól mig svolítið upp í þessu og svo vatt þetta upp á sig í skóla, ég teiknaði útskriftarárgangana í MA, setti upp skólablaðið og gerði plaköt fyrir félagslífið.“ Þegar Goddur hafði fundið sína fjöl í grafískri hönnun fór honum að ganga vel. Skólinn í Vancouver var byggður á póstmódernískri hugmyndafræði þar sem nemend- ur voru þjálfaðir jafnt í heimspeki listarinnar og tæknilegri verkkunn- áttu. Hann naut þess einnig að á þeim tíma sem hann var í námi við MHÍ var mikil gerjun í skólanum. Hjarta við hjarta „Á þessum tíma, árin 1975 til 1980, var mikið fjör í nýlistadeildinni, ég fór að kafa í það fjör. Þetta var svo mikið umbreytingatímabil,“ segir Goddur sem kynntist listamönnum sem fengust við nýlist. „Á þessum tíma urði skiptin. Fiftís módernistar voru hugsjóna- menn, Evrópa var í rúst og þeir vildu alla þjóðerniskennda fitu út, og meinta upphafna snilligáfu. Þeir vildu finna sjónrænt esperantó og fara aftur í grunninn. En svo kemur önnur kynslóð sem hafði ekki þennan hugsjónaeld og eitthvað nýtt varð til. Á þessum mótunar- árum mínum var okkur kennt að aðferðin var aukaatriði þó að hún þyrfti að hrífa fólk með sér, það sem var mikilvægt var að hafa eitt- hvað að segja. Listamenn voru alltaf spurðir: Í hvaða efni vinnur þú? Eins og það væri aðalatriði, og þá svaraði fólk: Tja, ég er aðallega í bronsi og stundum í leir. Svona myndi fólk aldrei svara í dag. En á þessum tíma þá æfðum við tungutakið og orða- forðann um listina. Við vorum bók- staflega teknir í gegn, það væri svo mikil lygi í heiminum að það skipti svo miklu máli að æfa sig í að segja satt. Ekki stóra sannleikann heldur skipti það máli að vera sannur sjálfum sér. Sannleikur hjartans. Það sem er fagurt er sannleikurinn, þegar hjarta talar við hjarta,“ segir Goddur og tekur gott dæmi um eitt- hvað sem er ekki eftir bókstafnum en er bæði satt og fagurt. Ljósið heima í Hafrafelli Þetta er saga af fermingardreng sem hét Dóri frá Hafrafelli. Hann átti erfitt með að fara með trúar- játninguna. Hann bara gat ekki lært hana utan að. Við fermingarundir- búninginn fór hann með þessa trúarjátningu: „Í upphafi skapaði guð himinn og jörð, Akureyri og Ísafjörð. Myrkrið í djúpinu og ljós í glugganum hjá mömmu á Hafrafelli.“ Auðvitað fékk drengurinn að fermast. Sagan sýnir að ef andinn er ekki í efninu þá er þetta einskis virði. Þá erum við bara að gera tækniæfingar. Margir geta gert hlut- ina vel en skortir að geta beitt til- finningu og innsæi,“ segir Goddur. „Vitsmunagreind hjálpar ekki allt- af til við listsköpun því vitsmunir skapa ekki – hins vegar eru þeir ágætis aftursætisbílstjóri.“ Goddur segir listnám ekki vera að þróast í rétta átt. Háskólavæðing í listgreinum sé ekki til þess fallin að efla sköpun. „Sannleikurinn er sá að við sem unnum að þessari háskólavæðingu og þar er ég ekki saklaus, beygðum okkur um of gagnvart skriffinnskuvaldi. Þessi skriffinnska sem fylgir háskóla- væðingu listgreina hófst í Banda- ríkjunum og þá var hlegið að þessu í Evrópu, en nú erum við í Evrópu komin á sama stað. Við grínuðumst með það á sínum tíma hvort við ættum að halda yfirlitssýningu þeirra sem yrðu með doktorsgráðu í myndlist. Það gæti nú verið skelfi- leg sýning,“ segir Goddur og skellir upp úr. „Bara alveg hreint skelfileg. Staðreyndin er sú að listaháskólar, ekki bara hér heldur úti um allt, eru farnir að framleiða Salieri-týpur en Mozart er felldur vegna þess að hann snýr sólarhringnum við,“ segir Goddur og nú er brosið alveg horfið og alvara málsins tekin við. „Ég er ekkert að segja að ég hafi hjálpað mörgum að skrifa ritgerðirnar sínar. En ég hef lesið stórgóðar dys- lexískar ritgerðir þar sem er gengið skítugum skónum um heimildir. Það er sama hvaðan gott kemur. Mér finnst leiðinlegt að lesa skrif sem eru tilvitnun í tilvitnun í til- vitnun. Notum eigin augu og skyn- færi, rannsökum heiminn en ekki rit annarra manna. Göngum ekki um með augun í hnakkanum, tæki listamanna eru tilfinningar og inn- sæi, þannig er það.“ Jarðbindingin er alvarlegt mál En hvernig er þá best að stuðla að list og sköpun í samfélaginu? „Listin hefur alltaf séð um sig sjálf. Þrátt fyrir skriffinnskuvæð- inguna er gaman í listaskólum. Þetta er alls ekki dautt og listin finn- ur sínar leiðir, burtséð frá gráðum. Það er bara tímaspursmál hvenær viðspyrnan fer í gang og nemendur vakni og þróun fer aftur í rétta átt með nýrri kynslóð,“ segir Goddur. „Það er ekki hægt að kenna inn- sæi en það er hægt að opna fyrir það, vökva og næra. En það er líka hægt að skemma það. Náðargáfa er eitthvað sem allir hafa. Menn sjá það á börnum í leikskólum og til unglingsára, náðargáfa er sameign allra. Hún er þarna, en svo fer skóla- kerfið að murka lífið úr börnunum og biðja þau um að taka þetta líf alvarlega. Það er verið að jarðbinda börnin. Jarðbindingin er alvar- legt mál. En svo situr kannski eftir draumórafólkið sem skrifar dúllur og krotar í bækurnar sínar, nær að vernda sig fyrir jarðbindingunni og nær að viðhalda hæfileikanum til að sjá fyrir sér það óorðna, ófædda en mögulega. Við vorum oft skömmuð fyrir að taka inn börn listamanna í lista- skólann. En staðreynd málsins var að við gátum ekki farið fram hjá þeim því þau höfðu einmitt verið vernduð, þroskuð og nærð. Því list- nám, það hefst þegar þú ert barn og náðargáfan tilheyrir öllum þar til henni er ef til vill lokað. Sérstak- lega af foreldrum sem skilja ekki barnið sitt.“ Kortleggur myndmálsarfinn Goddur kennir ekki að ráði lengur í listaháskólanum og hefur helgað sig rannsóknum. „Ég hef fólk í vinnu sem vinnur rannsóknar vinnu fyrir mig, ég er að reyna að koma strúktúr á þetta. Rannsóknarstarfið hófst fyrir meira en 20 árum fyrir sýninguna Mót á Kjarvalsstöðum árið 2000. Nú vinn ég við að ganga frá ævistarfinu og koma þessu frá mér,“ segir hann en á næstu árum er reiknað með sýningum og fyrir- lestrum í tengslum við verkefnið og bókina Íslensk myndmálssaga. „Ég er að kortleggja myndmálsarfinn okkar og það hjálpar okkur að skilja áhrif myndmáls í samfélaginu. Það er ekki við starfsfólkið í skrif- finnskunni að sakast heldur kerfið sjálft – samstarfsfólk mitt við Lista- háskólann er frábært og um margt sammála mér, ég á því líka margt að þakka.“ Hann segir það gott hlutskipti að vera grafískur hönnuður. „Þessi stétt býr til útlitið á framtíðina, við fáum að heyra allt fyrst. Þegar verið er að gefa út plötu, skrifa bækur og halda tónleika. Grafískir hönnuðir eru í beinni snertingu við það sem kraumar í mannlífinu, þetta er skemmtilegur flötur á faginu,“ segir hann. Listsamfélög á landsbyggðinni Goddur hefur ekki eingöngu þörf fyrir að vera í snertingu við það sem er að gerjast í mannlífinu og menn- ingunni. Hann hefur mikla þörf fyrir að komast út í íslenska lands- byggðarmenningu, hann horfir út um gluggann og segist ekki geta beðið eftir að komast út úr Reykja- vík. „Sumir staðir taka frá þér orku, aðrir gefa þér hana. Ég hef enga þörf fyrir að fara til útlanda lengur, ég fer til Austfjarða og líka Vest- fjarða. Þar næri ég mig, ég kæmist ekki af án þess. Það er líka margt að gerast á landsbyggðinni sem er gott í listum. Þar eru að byggjast upp samfélög listamanna, ég get nefnt sem dæmi Flateyri, Ísafjörð, Siglufjörð, Hjalteyri, Raufarhöfn, Seyðisfjörð og Stöðvarfjörð. Þangað hafa flutt listamenn sem markvisst stuðla að listsköpun og mér finnst alveg magnað að heimsækja þessa staði en líka auðvitað að vera í nátt- úrunni.“ MÉR FINNST LEIÐINLEGT AÐ LESA SKRIF SEM ERU TILVITNUN Í TILVITNUN Í TILVITNUN. NOTUM EIGIN AUGU OG SKYNFÆRI, RANNSÖKUM HEIMINN EN EKKI RIT ANNARRA MANNA. „Ef andinn er ekki í efninu þá er þetta einskis virði. Þá erum við bara að gera tækniæfingar. Margir geta gert hlutina vel en skortir að geta beitt tilfinningu og innsæi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -5 E F 4 2 3 2 4 -5 D B 8 2 3 2 4 -5 C 7 C 2 3 2 4 -5 B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.