Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 6
ALÞINGI Á sex ára tímabili, frá marsmánuði 2013 til apríl 2019, sendu íslensk stjórnvöld 317 börn úr landi eftir ákvörðun þess efnis að neita þeim um efnislega meðferð eða hafna ósk þeirra um alþjóðlega vernd. Vitað er að einhver hluti barnanna var sendur án foreldra sinna, eftirlitslaus úr landi. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, um börn sem vísað hefur verið úr landi. Þar kemur fram að „mikill meirihluti“ barna hafi verið í fylgd með foreldrum sínum. Jón Þór segir þetta svar alls ekki nægilega skýrt. „Þarna fáum við að vita að börn hafi verið send úr landi eftirlitslaus. Það er ekki gott að fá óskýr svör þegar þingmaður, sem sinnir eftirlitshlutverki sínu, spyr. Það er hins vegar alvanalegt að við fáum léleg svör,“ segir Jón Þór. „Þetta kallar auðvitað á að ég þurfi að spyrja öðru sinni um hversu mörgum börnum hafi verið vísað úr landi út í óvissuna, eftirlitslausum.“ Jón Þór segir að íslensk stjórn- völd hafi samþykkt lög um rétt- indi barnsins. Meginreglur réttar flóttamanna á bæði við um börn og fullorðna en einnig er að finna laga- grein um börn á flótta í samningi SÞ um réttindi barnsins. Einnig voru sett ný lög um útlendinga sem áttu að tryggja aukin réttindi umsækj- enda um vernd hér á landi og þá sér- staklega fylgdarlausra barna. „Ég get ekki séð annað en að hér sé þá á þessu tímabili verið að brjóta á réttindum barna sem leita hér skjóls,“ segir Jón Þór. „Sam- kvæmt lögum á að setja réttindi barna í forgang en túlkun laganna Fylgdarlausum börnum vísað úr landi á síðustu sex árum Fram kemur í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata að börnum án fylgdar hafi verið vísað úr landi á síðustu sex árum. Lög um réttindi barna á flótta fjalla um að setja réttindi og aðstæður barna í forgang. 317 börnum hefur verið vísað úr landi síðustu sex ár. Stjórnvöld vísuðu rúmlega þrjú hundruð börnum úr landi á árunum 2013 til apríl 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þarna fáum við að vita að börn hafi verið send úr landi eftirlits- laus. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata Skráning er á skatar.felog.is Frekari upplýsingar á ulfljotsvatn@skatar.is SUMARBÚÐIR Á ÚLFLJÓTSVATNI • Sumarbúðir í Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni fyrir 13-16 ára • Tvær vikur í boði, 17- 23. júní og 24 - 30. júní • Vikan kostar 45.000, - hægt er að vera báðar vikurnar -Innifalið: rútuferðir, dagskrá, allt fæði og tjaldbúnaður • Fjölbreytt og ævintýraleg dagskrá! hefur ætíð verið í þá átt að senda börn út í óvissuna. Umboðsmaður barna hefur talað um að við höfum samþykkt lög um réttindi barna á f lótta en nú þurfum við að fara að framfylgja lögunum. Það er því mitt verkefni nú að þrýsta á aukin svör og þrýsta á stjórnvöld að vernda réttindi barna sem hvað verst standa.“ Fréttablaðið reyndi að fá svör um afstöðu dómsmálaráðherra til þeirra laga sem hér sé unnið eftir en án árangurs. Einnig reyndi Frétta- blaðið að fá svör við því hversu mörg fylgdarlaus börn hefðu verið send úr landi á tímabilinu, einnig án árangurs. sveinn@frettabladid.is LEIÐRÉTTING. Í forsíðufrétt gærdagsins gleymdist að greina frá því að Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS, hefði fyrst viðrað áhyggjur sínar í viðtali við Sjómannadagsblaðið 2019 sem nýkomið er út. UMHVERFISMÁL Skíðaráð Reykja- víkur er gáttað á ummælum Arn- dísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arn- dís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Blá- fjöllum ógni vatnsbólum höfuð- borgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðli- legum sjónarmiðum um vatns- vernd hafa málsaðilar unnið í sam- einingu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðu- maður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna upp- byggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættis- mannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum. – smj Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum DÓMSMÁL Landsréttur mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þorsteini Halldórssyni úr sjö ára fangelsi í fimm og hálfs árs. Þor- steinn var í maí í fyrra dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðis- brot gegn ungum pilti og fyrir að hafa tælt hann með gjöfum, fíkni- efnum og peningum. Í dómi Landsréttar er Þorsteini gert að greiða piltinum 3,5 milljónir króna í miskabætur. Í dómi héraðsdóms í fyrra segir að Þorsteinn hafi „verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðis- brot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunar- skeiði, auk brota á nálgunarbanni“. Drengurinn var á aldrinum 15 til 18 ára þegar brotin áttu sér stað. Dómarinn taldi Þorstein hafa nýtt sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tælt piltinn til kynferðismaka með peningum og gjöfum, fíkniefnum og lyfjum. Var hann sakfelldur fyrir að hafa nauðg- að piltinum sem átti sér enga vörn undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Brotin hafi verið til þess fallin að valda piltinum andlegri vanlíðan. Hann hafi verið 15 ára og Þorsteinn 54 ára þegar brotin hófust. Pilturinn kvaðst fyrir dómi hafa ánetjast fíkniefnum sem Þorsteinn gaf honum í skiptum fyrir kyn- mök. – dfb Níðingur fær styttri dóm 39 ára aldursmunur var á Þor- steini og piltinum þegar brotin hófust. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráð- herra. 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -5 A 0 4 2 3 2 4 -5 8 C 8 2 3 2 4 -5 7 8 C 2 3 2 4 -5 6 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.