Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 38
Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Vilbergur Magni hefur starfað við skólann síðan um ára-mótin 2004. Hann er að láta af skólastjórastörfum núna og ætlar hann að færa sig yfir í kennslu og fagstjórn. Vilbergur hefur áður starfað hjá Landhelgis- gæslunni sem stýrimaður og skip- herra. Ásamt því kenndi hann við stýrimannaskóla í Namibíu árið 2004. Skipstjórnarnámið skiptist í réttindastig sem hvert um sig veitir réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð. Fimm áhugaverðar námsleiðir Á skipstjórnarbraut A er mark- miðið að nemendur öðlist þekk- ingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á skipum styttri en 24 metrar. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun þar sem meðalnámstíminn er einn vetur í skóla. Á skipstjórnarbraut B öðlast nemendur skipstjórnarrétt- indi á fiskiskipum styttri en 45 metrar í innanlandssiglingum og á f lutninga- og farþegaskipum að 500 brúttótonnum í strand- siglingum. Meðalnámstími í skóla er fjórar annir. Skipstjórnarbraut C veitir nemendum skipstjórnarréttindi á fiskiskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði og flutninga- og farþegaskipum að 3.000 brúttó- tonnum. Meðalnámstími í skóla er sjö annir. Á skipstjórnarbraut D öðlast nemendur skipstjórnarréttindi á f lutninga- og farþegaskipum af ótakmarkaðri stærð með ótak- markað farsvið þar sem meðal- námstími í skóla er átta annir. Að lokum er það skipstjórnarbraut E þar sem nemendur vinna sér inn skipstjórnarréttindi á varðskipum íslenska ríkisins þar sem meðal- námstími í skóla er níu annir. Vilbergur Magni segir að miklar sveiflur séu á vinsældum námsins. „Þegar það er mikill uppgangur á sjónum þá er meiri aðsókn. Ef það er mikið að gera í landi og mikil eftirspurn eftir mönnum í landi þá minnkar aðsóknin.“ Í heildina sé nemendafjöldinn þokkalegur þar sem mikið af nemendum er í dreif- námi. Í dreifnámi fer stór hluti námsins fram á netinu. Ójöfn kynjaskipting Það er óhætt að segja að kynja- skiptingin er ekki mjög jöfn, en um 95% nemenda eru strákar. Vilberg- ur segir það vera alltaf markmiðið að ná fleiri stelpum inn í námið en þetta fer auðvitað líka eftir því hvar áhuginn liggur. „Mikið af skipum eru í styttri ferðum nú en áður sem hentar ágætlega þegar fólk er með fjölskyldur og almennt er útivera miklu minni núna en áður fyrr, áður var verið að sigla ellefu mánuði á ári en núna er verið að sigla um sex mánuði á ári.“ Skemmtilegt nám fyrir fólk á öllum aldri Hægt er að hefja nám í Skip- stjórnarskólanum beint eftir grunnskóla. Vilbergur segir að aldursdreifingin í skólanum sé mjög mikil. Meðalaldurinn hefur verið í kringum 27 ár. Oft á tíðum er aldur nemenda á bilinu 16-60 ára. „ Það eru oft mjög fjölbreyttir hópar hjá okkur og fólk á öllum aldri, en það er það sem gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir hann. Vilbergur mælir eindregið með að fólk kynni sér námið. „Þetta veitir ákveðin starfsréttindi sem nýtast fólki vel. Námið er góður grunnur fyrir framhaldsnám ef fólk vill fara þá leið, þá er algengt að fólk fari til dæmis í sjávarút- vegsfræði á Akureyri eða bara hvaða nám sem er. Eftir útskrift eru líka margir sem fara beint út á sjó. Námið er mjög skemmtilegt, námsgreinarnar eru lifandi og krefjandi og fyrir þá sem stefna á sjóinn þá gefur þetta góða tekju- möguleika.“ Sigldu út um höfin blá Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskól- ans, segir námið einstaklega skemmtilegt og krefjandi. Hann telur námið vera góðan grunn út í framtíðina. Vilbergur Magni hvetur bæði stráka og stelpur til að kynna sér námið. Námið samanstendur af skemmtilegum, lifandi og krefjandi námsgreinum. Verknámið fer fram í Sjómannaskólanum á Háteigsvegi en bóknámið er bæði hægt að taka í dagskóla eða dreifnámi. Fjallabyggð sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra kveðjur í tilefni sjómannadagsins Gleðilegan sjómannadag Til hamingju með daginn Sjómenn 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -A 9 0 4 2 3 2 4 -A 7 C 8 2 3 2 4 -A 6 8 C 2 3 2 4 -A 5 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.