Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Hlutfall slíkra ein- kenna er tvöfalt í afrekshópn- um í saman- burði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavell- inum eða hreinlega setið heima. Fréttir bárust af því í vikunni að olíufélögin N1 og Olís hefðu gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild. Var þetta gert vegna þess fjölda Íslendinga sem á það til að láta í ljós óánægju sína og gagnrýna starfsfólk fyrir íslensku- kunnáttu. Athugasemdakerfi miðlanna loguðu og sýndu fram á nauðsyn skiltanna: „Þegar ég kaupi vöru og þjónustu á Íslandi, er ég ekki kominn til að æfa mig í þýzku, frönsku, ensku eða spænsku.“ – „Lámark [sic] að fá að tala sitt eigið tungumál og að afgreiðslufólk tali Íslensku [sic].“ – „Ég sniðgeng fyrirtæki sem eru með fólk sem talar ekki íslensku.“ Tungumál í samkeppni Ég bý í Englandi ásamt manni og tveimur börnum. Eins og margir íslenskir foreldrar sem búa erlendis hélt ég í einfeldni minni að börnin yrðu fyrirhafnar- laust jafnvíg á íslensku og ensku. En þvert á það sem ég hafði heyrt verða börn ekki sjálfkrafa tvítyngd. Þótt báðir foreldrar á heimilinu séu íslenskir, tali alltaf íslensku, lesi fyrir börnin á íslensku og hrifsi daglega af þeim Netflix-fjarstýringuna og neyði þau til að horfa á rispaðan DVD-disk með Skoppu og Skrítlu er enskan þeim tamari. Tungumál í lífi tvítyngdra barna eiga í stöðugri sam- keppni. Tungumálið sem er ríkjandi í umhverfi þeirra – tungumálið sem er talað í skólanum, sem vinirnir tala og þau heyra í sjónvarpinu – nær oft yfirhöndinni. Í fjölmenningarsamfélögum eins og í London eru gjarnan starfræktir sérstakir skólar um helgar þar sem börn sem eiga sér annað móðurmál en ensku geta hist, spjallað og lært að lesa og skrifa á móðurmáli sínu. Nýverið söfnuðust foreldrar íslenskra barna í London saman til að kanna áhugann á að koma á fót íslenskum helgarskóla hér í borg. Undirtektirnar voru miklar og var strax hafist handa við undirbúning. Að mörgu er að huga. Finna þarf ódýrt húsnæði í einni dýrustu borg í heimi, sækja um tilskilin leyfi, ráða kennara og sækja um styrki svo halda megi kostnaði í lágmarki fyrir fjölskyldur. Til að fá yfirsýn yfir hve mörg börn hygðust sækja skólann og hvar í borginni þau byggju svo að finna mætti staðsetningu sem hentaði sem flestum var útbúin þar til gerð vefkönnun. Íslenska sendiráðið í London deildi könnuninni á Facebook-síðu sinni. Ekki er hægt að segja að ein af fyrsta athugasemdunum við Facebook-færsluna um framtakið hafi einkennst af eldmóði: „Er þessi aug- lýsing bara á ensku?“ Þjóðrembingur og minnimáttarkennd Árið 2016 varð Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsta konan af fyrstu kyn slóð kvenna af erlendum upp runa til að sitja sem vara for seti í for seta- stól á Alþingi. Kveðjurnar sem hún fékk sendar í tölvu- pósti í kjölfarið voru langt frá því að geta talist hlýjar: „NÚ ÞARF AÐ TAL SETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“ Við vitum að íslenskan á undir högg að sækja. Flest erum við sammála um að mikilvægt sé að varðveita hana. En íslenskunni stafar engin ógn af röngum fram- burði eða einstaka stafsetningarvillu. Íslenskunni stafar engin ógn af þágufallssýki, nokkrum enskuslettum eða starfsmanni í N1 í Borgarnesi sem talar hana ekki. Íslenskunni stafar engin ógn af sjálfboðaliða í London sem ver frítíma sínum í að útbúa eyðublað á ensku svo að íslensk börn í London sem eiga erlent foreldri sem ekki les íslensku fái líka að vera með í íslenskuskól- anum. Íslenskunni stafar hins vegar ógn af þóttafullum ruddum sem, útbelgdir af þjóðrembingi og þjakaðir af minnimáttarkennd, nota íslenska tungu til að berja sér á brjóst, upphefja sjálfa sig með því að gera lítið úr öðrum og kæfa í leiðinni löngun og ákafa annarra til að tileinka sér hana, nota hana og leika sér að henni. Íslenskan í athugasemdakerfum Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini.Kjersti var ein skærasta handbolta- stjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska lands- liðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþrótta- meiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympia- toppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir kross- bandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreks- fólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá. Gömul hné Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2019-2020. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu bandalagsins, www.bkr.is. Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir“ eða í tölvupósti á bandalagkvennarvk@gmail.com. Umsóknarfrestur er til 19. júní. 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -2 D 9 4 2 3 2 4 -2 C 5 8 2 3 2 4 -2 B 1 C 2 3 2 4 -2 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.