Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 8
ALLT FYRIR ÚTIVISTINA 80% AFSLÁTTUR OUTLET DAGAR - ALLT AÐ ICEWEAR OUTLET REYKJAVÍK LAUGAVEGUR 91 • FÁKAFEN 9 Flíspeysur frá kr. 4.990.- Léttir dúnjakkar frá kr. 8.495.- Hybrid jakkar frá kr. 7.450.- „Þykkar“ Parka úlpur frá kr. 15.990.- Langerma undirlag/miðlag frá kr. 4.000.- Göngubuxur frá kr. 4.995.- Göngusokkar frá kr. 745.- Gönguskór frá kr. 9.995.- Barnaskór 50% afsláttur DANMÖRK Samkvæmt skoðana- könnun Epinion sem Danska ríkis- útvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þann- ig fengju rauðu flokkarnir 91 þing- sæti á móti 75 sætum bláu blokk- arinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaf lokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Nor- ræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á loka- sprettinum til að Mette Frederik- sen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir f lokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alter- nativet. Í Danmörku þurfa f lokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum f lokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri f lokka- hóps Jafnaðarmanna í Norður- Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, gæti orðið yngsti forsætisráðherra í sögu landsins. Mette Frederiksen sést hér ræða við kjósendur. Hún gæti orðið yngsti for- sætisráðherra Danmerkur frá upphafi en hún er fædd 1977. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Kosningar 2015 Könnun 31.maí* Prósent Þingmenn Prósent Þingmenn Jafnaðarmenn 26,3 47 26,1 47 Einingarlistinn 7,8 14 8,5 15 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 4,2 7 8,9 16 Radikale venstre 4,6 8 7,1 13 Alternativet 4,8 9 2,8 5 Venstre 19,5 34 20,4 37 Danski þjóðarflokkurinn 21,1 37 10,6 19 Íhaldsflokkurinn 3,4 6 5,1 9 Liberal Alliance 7,5 13 2,7 5 Nye Borgerlige 3,1 5 Kristilegir demókratar 0,8 1,8 0 Klaus Riskær Pedersen 0,7 0 Stram Kurs 2,2 4 ✿ Flokkarnir í Danmörku *Könnun Epinion 31. maí landaráði og hafði aðsetur í Krist- jánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabar- átta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarf lokksins en það skýrist meðal annars af til- komu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði for- vitnilegt að sjá hvernig Jafnaðar- menn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðar- flokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvö- falda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðar- flokknum.“ sighvatur@frettabladid.is Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins í Reykjavík 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -6 D C 4 2 3 2 4 -6 C 8 8 2 3 2 4 -6 B 4 C 2 3 2 4 -6 A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.