Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 34
Aron Már Stefánsson, eða „Midnight Mar“, og Andri Marinó Karlsson tóku upp myndbandið og Aron sá að mestu um eftirvinnslu myndbandsins. Það má segja að það sé ekki beint í hinum víðþekkta stíl Páls Óskars, það er alvarlegri undirtónn og meiri dimma í laginu og mynd- bandinu en aðdáendur hafa heyrt frá honum áður. Aron segir að það sé erfitt að lýsa myndbandinu, það minnir á vís- indaskáldskap og senur í Termina- tor-mynd. „Maður verður eigin- lega bara að sjá það. Maður hefur ekki séð svona myndband gefið út á Íslandi áður.“ Aron er ánægður með verkið og segir það vera sjón- ræna veislu. „Þetta er svona Sci-fi glamúr,“ bætir Andri við. „Pallalegri“ útgáfa á leiðinni Páll Óskar segir að það sé meira í vændum, lagið mun koma út í tveimur útgáfum. „Þetta er útgáfan hans Chase, en ég er að gera mína útgáfu líka sem er aðeins önnur nálgun. Það er öðruvísi texti og öðruvísi hugmynd á bak við lagið. Við tókum upp nógu mikið mynd- efni til að gera tvö myndbönd, þannig að ég ætla bara að hinkra aðeins og verð svo örugglega til- búinn með mína útgáfu eftir tvær til þrjár vikur.“ Páll Óskar segir að hugmyndin sé ekki ósvipuð því sem Ed Sheeran og Beyoncé gerðu með lagið Perfect, fyrst gaf Ed Sheeran út lagið og síðar kom Beyoncé inn í það og úr varð dúett-útgáfa af laginu. „Ég sjálfur hef meira að segja gert þetta, þegar Hjaltalín gerði ábreiðu af laginu Þú komst við hjartað í mér, og ég kom með mína útgáfu. Þannig urðu til tvær nálganir og lagið fékk að lifa tvöföldu lífi.“ Páll Óskar staðfestir að lagið sem hann ætlar að gefa út sé aðeins „Pallalegra“, og textinn sé meira í hans hefðbundna stíl. Fá Hollywood-gæðin ódýrt Samtals tóku tökur á mynd- bandinu 48-60 klukkustundir, og á hálfu ári tókst Andra og Aroni að skera marga klukkutíma af efni niður í nokkurra mínútna langt tónlistarmyndband. Andri segir að hugmyndin að því að gera myndband við lagið hafi komið upp í nóvember í fyrra, „en við erum búnir að vinna í verkefninu frá því í janúar. Þetta er óvenju- langur tími sem verkefnið er búið að taka en verkið er vel þess virði. Öll þessi vinna sem við erum búnir að leggja í þetta mun skila sér.“ Undirbúningurinn fyrir tökur var tímafrekastur. „Við gátum ekki bara gengið inn á tökustaði og borgað fullt verð,“ segir Andri. „Við þurftum að nota öll úrræði sem við gátum, eins vel og hægt var. Það hefði ekki verið hægt að framkvæma þetta öðruvísi en með aðstoð frá til dæmis Kukl, og við erum mjög þakklátir fyrir það.“ Aron og Andri eru búnir að vinna saman við tónlistarmynd- bandsgerð í rúmt ár, og segja að saman skapi þeir ákveðið jafn- vægi milli skynsemi og skapandi hugmynda. „Andri fór í skóla og lærði hvernig ætti að skjóta myndbönd sem stæðust kröfur bransans á meðan ég lærði eigin- lega allt sjálfur á netinu,“ segir Aron. „Ef maður er að læra þetta á netinu lærir maður mjög mikið um hvernig á að redda sér og fá Hollywood-gæðin ódýrt.“ Aron er „klikkaði krakkinn með allt dótið“ og skapandi hugmyndir á meðan Andri er fagmennskan upp- máluð. „Ég myndi segja að Andri sé öryggisnetið og passi að settið sé ekki að fara að detta í sundur og allir séu að fara að deyja.“ Strákarnir gera þá kröfu til sín að myndböndin sem þeir vinna að nái hæstu gæðakröfum fyrir lítinn pening. „Við höfum náð að gera það og skila góðu efni frá okkur,“ segir Andri. Aron heldur því fram að það sem mestu máli skipti sé lokaafurðin. „Það sem þú sérð á skjánum er það eina sem skiptir máli,“ og það sem þú sérð á skjánum lýsir mjög vel hvað lagið fjallar um að sögn Chase. Fékk símtal frá Páli Óskari „Lagið er um það að við erum öll að leita að ástinni og reyna að komast að því hvort hún sé á jörðinni,“ segir Chase. „Þú ert kannski búinn að leita að henni úti um allt en finnur hana aldrei og finnur kannski einhverja von um að hún sé í stjörnunum, eða pælir í hvort hún sé að leita að þér. Hvort þú munir einhvern tímann finna hana.“ Aron og Chase segja að hug- myndin á bak við lagið sé í raun týpíska bíómyndasenan af aðal- persónu í rómantískri bíómynd sem horfir upp til himins með dramatískum hætti á meðan hún bíður eftir ástinni. Upphaflega átti lagið að heita Stjörnustríð og Chase átti að vera einn að syngja. Hugmyndin var að gera svo myndband við með Star Wars-fíling. „Áður en þetta verkefni byrjaði hafði ég ekki einu sinni hitt Palla,“ segir Chase, sem fékk einn daginn óvænt símtal frá honum á meðan hann var í tíma í skólanum. „Svo fórum við í kaffi til hans, hann kom með þá hugmynd að hann yrði með í laginu og auðvitað leyfðum við honum það.“ Vekur athygli í Skandinavíu Síðan þá hefur verkefnið farið upp hæðir og niður lægðir en sem betur fer skilaðist allt í höfn á endanum. „Þetta er búinn að vera rússí- bani,“ segir Chase. Lagið er búið að fá góðar viðtökur, það hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur líka erlendis. Til dæmis birtist grein um lagið á fréttavefn- um Scandipop.co.uk sem fjallar um vinsæl lög á Norðurlöndunum. „Fólk sem ég þekki ekki er búið að hafa samband við mig og meira að segja nokkrir frá Skandinavíu sem skilja samt ekki neitt af text- anum,“ segir Chase. „Það er mjög næs. Maður veit að lagið er alveg gott ef fólk sem maður þekkir ekki er að segja þér það, því það er alla- vega hreinskilið.“ Fílar mýktina í lögunum Chase segir að lagið sé frábrugðið lögum sem hann hefur áður gefið út en sé svipað og efni sem hann hefur samið og eigi eftir að fá að líta dagsins ljós. Stjörnur er bara fyrsta lagið af lögum sem Chase ætlar að gefa út á næstunni með Oddi Þórissyni sem hljóðblandar lögin. „Það er plata á leiðinni. Það verður fyrsta íslenska platan mín,“ en Chase hefur líka verið að gefa út lög á ensku. „Lögin mín fá ágæta hlustun í Skandinavíu og Banda- ríkjunum og við viljum halda áfram að stækka hópinn þar.“ Páll Óskar hefur heyrt megnið af plötunni sem er í bígerð hjá Chase og Oddi. „Ég fíla ofsalega þessa mýkt. Það er einhver mýkt í lögunum þeirra, laglínunum og hljómaganginum sem ég kolféll fyrir.“ Þegar Páll Óskar heyrði laglínuna við lagið Stjörnur fyrst hafi hann strax verið dolfallinn. „Mér þykir gríðarlega vænt um þetta lag, þannig að ég hugsaði mig ekki tvisvar um að hafa samband við Chase.“ Það verða tónleikar með Páli Óskari á Sjóaranum síkáta í kvöld. Chase verður svo að spila á ýmsum stöðum í sumar og má þá væntan- lega heyra lagið Stjörnur spilað. „Ég er að fara að spila á Secret Sol- stice, síðan er ég að taka „gigg“ inn á milli. Þau poppa alltaf upp bara þegar þau koma og maður reynir að taka allt sem býðst manni.“ Ísland er byrjunarreiturinn Planið í framtíðinni er að fara út fyrir landsteinana, hjá bæði Chase, og teyminu Andra og Aroni. „Ísland er svo mikill byrjunar- reitur fyrir fólk í tónlistarsenunni. Maður vill ekki vera alltaf bara þar. Fyrir f lesta er bara ákveðið mikið sem þú getur gert hérna,“ segir Aron. „Þú kemst bara ákveðið hátt hér, en erlendis er bransinn opinn,“ bætir Andri við. Chase segist sjálfur upplifa að þegar maður er kominn ákveðið hátt í tónlistarsenunni á Íslandi fari fólk að búast við því að þú gerir alltaf það sama. „Maður þarf að halda sér á sama stað. Þannig að það er allavega planið hjá mér að fara út fyrir Ísland og halda áfram að gera þetta í framtíðinni. Ég ætla að gera eins mikið og ég get bara þangað til ég fer í kistuna.“ Sætoppur sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra sem og landsmönnum öllum hátíðarkveðjur á sjómannadaginn 2019 Sætoppur ehf. | Lónsbraut 6 | 220 Hafnarfirði | 551 7170 Páll Óskar var strax dolfallinn yfir laglínunni í Stjörnum, hafði samband við Chase og vildi fá að syngja með honum. Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Aron Már og Andri sameina fagmennsku og nýbreytni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum öll að leita að ástinni og reyna að komast að því hvort hún sé á jörðinni. Þú ert kannski búinn að leita að henni úti um allt en finnur hana aldrei og finnur kannski ein- hverja von um að hún sé í stjörnunum. Chase Anthony 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -8 1 8 4 2 3 2 4 -8 0 4 8 2 3 2 4 -7 F 0 C 2 3 2 4 -7 D D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.