Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 68
Karel Ingvar Karelsson hefur verið umsjónarmaður sjó-mannadagsins í Hafnarfirði
áratugum saman, en hann hefur
tekið þátt síðan árið 1958, þegar
hann reri fyrst með unglingasveit
í kappróðrinum. Hann segir að
hátíðahöldin séu möguleg vegna
þess að svo margir leggjast á eitt.
„Það er frábært fólk í þessu og það
má segja að í Hafnarfirði sé sam-
félagslegt átak til að gera daginn
sem bestan,“ segir Karel. „Við fáum
ómældan stuðning frá óramörgum
og það er ástæða til að þakka vel
fyrir alla þessa hjálp, það er hún
sem gerir þessa hátíð svo góða.“
Karel segir að dagskráin verði
þétt og fjölbreytt. „Lúðrasveit Hafn-
arfjarðar spilar alltaf við Hrafnistu
klukkan tíu á morgnana og svo
spilar hún líka á hátíðasvæðinu
síðar um daginn. Klukkan hálf-
ellefu leggja svo sjómannsekkjur
blómsveig við Víðistaðakirkju til
minningar um horfna sjómenn,“
segir Karel. „Síðan verður messa
í Hafnarfjarðarkirkju, en einnig
verða nítján börn fermd í Frí-
kirkjunni.
Það verður líka boðið upp á
skemmtisiglingu í boði Hafnar-
fjarðarhafnar milli eitt og fimm,“
segir Karel. „Svo er alltaf haldinn
kappróður, sem er ekki lengur í
Reykjavík. Þetta er gömul hefð frá
því um 1950 sem við höfum haldið
í heiðri og í ár ætla níu sveitir að
róa, sem er mesta þátttaka sem
hefur verið í langan tíma.
Við ætlum líka að heiðra fjóra
sjómenn, en eftir það höfum við
alls heiðrað 217 sjómenn, ásamt
konum sem hafa tekið öflugan þátt
í starfi Slysavarnafélagsins,“ segir
Karel.
Klukkan fjögur fara svo úrslitin
í aflraunakeppninni Sterkasti
maður Íslands fram, en þetta er í
fyrsta sinn sem þau eru hluti af sjó-
mannadagshátíðinni í Hafnarfirði,“
segir Karel. „Sigurvegarinn hlýtur
titilinn „sterkasti maður á Íslandi“
og keppir á stórmótum erlendis
fyrir hönd Íslands.
Svo verður björgunarsveitin með
björgunarsýningu og Hafrann-
sóknastofnun sýnir furðufiska,
ásamt ýmsu öðru,“ segir Karel.
Karel segir að sjómannadags-
hátíðin hafi breyst í gegnum tíðina
að því leyti að nú taki miklu færri
sjómenn þátt í hátíðahöldunum.
Þannig sé sjómannadagurinn
frekar orðinn bæjar- eða hafnar-
hátíð. „Fólkið sem er að róa í kapp-
róðrinum núna er til dæmis allt
fólk sem kemur úr öðrum áttum en
sjómennsku,“ segir hann.
Karel vonast eftir góðu veðri,
góðri þátttöku og að dagurinn
takist vel. „Við vonum að fólki líki
það sem við erum að gera,“ segir
hann. „Árangurinn ræðst líka að
miklu leyti af þátttökunni. Aðal-
atriðið er að fá fólkið, því annars
verður engin hátíð.“
Dagskrá sjómannadagsins í
Hafnarfirði er að finna á heimasíðu
Hafnarfjarðarbæjar.
Engin hátíð án fólksins
Á sjómannadaginn verða glæsileg hátíðarhöld í Hafnarfirði. Það verða ýmsir viðburðir og
skemmtiatriði, en umsjónarmaður hátíðarinnar segir að samfélagslegt átak geri daginn góðan.
Karel þakkar öllum sem styðja Sjómannadagshátíðina í Hafnarfirði. Hann segir að öll hjálpin sé það sem geri há-
tíðina góða. Samfélagslegt átak er í Hafnarfirði til að gera daginn sem bestan, segir hann.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kappróðurinn er gömul
hefð frá því um 1950.
Barátta fyrir betra lífi
Effekt hönnun slf.
Kaupvangsstræti 23 // Listagilið // 600 Akureyri
www.effekt.is
Þórhallur Kristjánsson - grafískur hönnuður, FÍT
gsm 893 3262 // halli@effekt.is
Uppfærsla á merki Landssamtaka lífleyrissjóða
Landslagsútgáfa (landscape)
Línum einungis ætlað að sýna samspil leturs og tákns:
1/2
09.05.2019
2
0
1
9
1
9
3
9
Sjómannadagurinn
Bolungarvík
Verkalýðs- og
sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
0
1
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
2
4
-A
4
1
4
2
3
2
4
-A
2
D
8
2
3
2
4
-A
1
9
C
2
3
2
4
-A
0
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
3
1
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K