Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 32
Steve Jobs hótelbransans
Ian Schrager er maður inn á bak
við hug mynd ina að Ed iti on-hót-
el un um, en hann hef ur meðal
annars verið kallaður „faðir bout-
ique-hót el anna“ og „Steve Jobs
hótelbransans“. Upp haf lega
öðlaðist hann hins veg ar frægð fyr-
ir að hafa stofnað næt ur klúbb inn
mar grómaða Studio 54 á átt unda
ára tug síðustu ald ar.
Studio 54 var hugarfóstur Schrag-
ers og vinar hans úr háskóla, Steves
Rubell. Í yfirgefnu óperuhúsi, á
West 54th Street á Manhattan,
bjuggu þeir til einhvern umtalað-
asta skemmtistað síðari tíma.
„Þessi klúbbur var töfrum
líkastur,“ sagði Nile Rodgers,
söngvari Chic, í viðtali við The New
York Times á dögunum. „Það er fullt
af klúbbum sem eru minnisstæðir
fyrir margar sakir – the Cotton Club,
the Moulin Rouge, the Copacabana
– en enginn þeirra var eins og Studio
54. Ef þú komst inn þá varstu ekki
bara manneskja, þú varst stjarna.“
Listamaðurinn Andy Warhol, fasta-
gestur á Studio 54, sagði eitt sinn: „Í
Studio 54 er einræði í dyrunum, en
lýðræði á dansgólfinu.“
Klúbburinn var aðeins opinn í 33
mánuði á áttunda áratugnum, en
Rubell og Schrager voru handteknir
fyrir fjármálamisferli í kringum
rekstur staðarins og sátu í fang-
elsi fyrir vikið. Eftir að Schrager
losnaði hætti hann öllu skemmti-
staðabraski og stofnaði Morgans
Hotel Group. Hann hefur síðan selt
hótelin, gert upp og selt Gramercy
Park Hotel í New York og búið til
hugmyndina að baki Edition, svo
fátt eitt sé nefnt.
Loftfimleikamenn bregða á leik í nýársfögnuði Studio 54 þann 1. janúar 1978. (Mynd: Allan Tannenbaum/Getty Images)
Bianca Jagger kemur inn á barinn á hestbaki.
Bethann Hardison, Daniela Morera, og Stephen Burrows í Valentino-gleðskap á staðnum
árið 1977. (Mynd: Rose Hartman/Getty Images)
Howard Himmelstein og Cher taka sporið. (Mynd:
Robin Platzer/Images/Getty Images)
Rod Stewart, Alana Hamilton og
ungur Elton John. (Mynd: Images
Press/IMAGES/Getty Images)
Grace Jones kom reglulega fram, ásamt fríðu föruneyti.
(Mynd: Sonia Moskowitz/Getty Images)
Steve Rubell, eigandi og vinur Schragers í hvítu peys-
unni í miðjunni. Hann ákvað hver fékk að koma inn.
Andy Warhol og Lou Reed að spjalla.
Steve Rubell,
Michael Jack-
son, Steven
Tyler úr Aeros-
mith og Cherrie
Currie á Studio
54 (Mynd:
Bobby Bank/
WireImage)
1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
1
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
4
-3
7
7
4
2
3
2
4
-3
6
3
8
2
3
2
4
-3
4
F
C
2
3
2
4
-3
3
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
0
4
s
_
3
1
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K