Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 10
KÍNA Tíbeska frelsishreyfingin er
enn á lífi þótt breyttar aðstæður
hafi dregið úr sýnileika hennar.
Þetta segir John Jones, verkefna-
stjóri baráttusamtakanna Free
Tibet, í samtali við Fréttablaðið.
Reglulega var fjallað um stöðu
Tíbet í kringum aldamótin. Stór-
stjörnur á borð við Richard Gere,
Paris Hilton, Steven Seagal og Lisa
Simpson hrópuðu „free Tibet!“ og
listamenn og hljómsveitir eins og
Björk, Beck, Beastie Boys, Radio-
head og Pavement komu fram á
stórtónleikum í nafni frelsis svæðis-
ins og þjóðarinnar sem það byggir.
Síðan þá hefur hreyfingin hins
vegar svo gott sem horfið af sjónar-
sviðinu. Utanríkismálaritið The
Diplomat rakti þá þróun fyrr á árinu
og sagði að lítill hópur aðgerða sinna
hefði drifið hreyfinguna áfram.
Menn á borð við Gere hefðu með tíð
og tíma farið að einbeita sér að öðru
á meðan andlát Adams Yauch úr
Beastie Boys dró verulega úr krafti
tónlistarinnar í baráttunni. Einn-
ig varar blaðamaður ritsins við því
að gera lítið úr þeim þætti að tvær
Hollywood-myndir um Tíbet komu
út á þessum tíma. Tibet-Kundun og
Seven Years in Tibet.
Þá er ótalinn vaxandi áróðurs-
armur kínverskra stjórnvalda.
Kína hefur hingað til lagst gegn því
að Tíbet öðlist sjálfstæði en svæðið
varð að fullu hluti af kommúnista-
ríkinu þegar Dalai Lama undir-
ritaði sáttmála þess efnis árið 1951
eftir innrás. Kínverjar innlimuðu
Tíbet á Yuan-tímanum á 13. öld og
gera því tilkall til svæðisins sem
var sjálfstætt keisaraveldi fyrir inn-
limunina.
Benda má á að Tíbetar sjálfir
hafa mótmælt Kínverjum af krafti
undanfarin ár. Frá árinu 2012 hefur
verið greint frá því að 38 tíbeskir
munkar og nunnur hafi kveikt í
sér í mótmælaskyni. Þetta hefur þó
ekki borið árangur. Einnig er vert að
Gefast ekki upp á baráttu fyrir Tíbet
Enn er barist fyrir frelsi Tíbet þótt dregið hafi verulega úr sýnileika frelsishreyfingarinnar. Verkefnastjóri hjá Free Tibet ræðir við
Fréttablaðið og segir aukinn mátt Kínverja hafa þaggað niður í frelsissinnum. Stjörnur sætt banni fyrir að tjá sig og styðja Tíbet.
Tíbeska þjóðfrelsishreyfingin var öllu meira áberandi á árum áður. NORDICPHOTOS/GETTY
Frá árinu 2012 hafa 38
tíbeskir munkar og nunnur
kveikt í sér í mótmælaskyni.
minnast á óeirðir og mótmæli ársins
2008 þegar hundruð særðust.
Að sögn Jones hefur upprisa Kína
á alþjóðasviðinu og valdbeiting
Kínverja haft mikil áhrif á tíbesku
frelsishreyfinguna. „Leikarar og
tónlistarmenn sem styðja Tíbet
hafa sætt banni í Kína og það leitt
til ákveðinnar sjálfritskoðunar.“
Jones segir hins vegar að hreyf-
ingin hafi aðlagað sig breyttum
veruleika. „Aukið vald Kínverja
hefur leitt til þess að Vesturlönd
funda ekki lengur með Dalai Lama
og eru myrk í máli um stöðu Tíb-
ets. Til dæmis ákváðu Bretar árið
2008 að hætta að viðurkenna tíb-
eska sjálfstjórn. Þetta gerir verk-
efni hreyfingarinnar mun erfiðara.
Mannréttindabrotin sem eiga sér
stað í Tíbet má rekja beint til ólög-
legs hernáms Kínverja og þeim linn-
ir ekki fyrr en pólitísk lausn finnst.“
Hins vegar vekur það upp von,
samkvæmt Jones, að ríki á borð við
Bandaríkin og Kanada fjarlægjast
nú Kína. „Í þessu felst tækifæri til
þess að benda á að Tíbet er sögulegt,
sjálfstætt ríki og Tíbetar eiga rétt á
sjálfstæði.“
Jones segir mannréttindabrot
Kínverja vega þyngst í frelsis-
baráttunni. „Frá árinu 2008 hefur
Tíbet orðið að einu lokaðasta og
kúgaðasta svæði jarðar. Kínverski
kommúnistaf lokkurinn einbeitir
sér að „stöðugleika“ í Tíbet og nýtir
lögleg og ólögleg verkfæri til að ná
því markmiði, til dæmis of beldi,
hömlur á tjáningarfrelsi og sam-
eiginlegar refsingar,“ segir hann og
bætir við að Kínverjar hafi hand-
tekið Tíbeta fyrir að f lagga fána
sínum, eiga myndir af Dalai Lama,
ræða við blaðamenn. Þeir hafi verið
fangelsaðir án dóms og laga og sæti
pyntingum.
Þá nefnir Jones árásir á tíbeska
náttúru og hefðbundna lifnaðar-
hætti í dreif býli. „Tíbeskir hirðingj-
ar hafa verið fjarlægðir og komið
fyrir í skipulagðri byggð. Þannig
hefur aldagömul menning verið
lögð í rúst.“ thorgnyr@frettabladid.is
Létu sig flakka úr Eiffel-turninum
Það er líklega ekki á allra færi að f ljúga af stað á svokallaðri aparólu niður af annarri hæð Eiffel-turnsins á 90 kílómetra hraða, en þetta létu ofur-
hugar í Frakklandi sig hafa í vikunni. Eiffel-turninn fagnar 130 ára afmæli sínu í ár og af því tilefni bauð Perrier vinningshöfum í leik fyrirtækisins
upp á þetta einstaka ferðalag. Ferðin er um 800 metra löng og veitir alveg ótrúlegt útsýni yfir borg ástarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
NORÐUR- KÓRE A K im Jong-un,
einræðisherra Norður-Kóreu, er
sagður hafa skipað aftöku hóps
háttsettra embættismanna lands-
ins. Ástæðan er sögð vera niður-
staða fundar einræðisherrans við
Donald Trump Bandaríkjaforseta
sem fram fór í Víetnam í febrúar.
Á fundinum hafnaði Trump
kröfum Norður-Kóreumanna um
afnám þvingana í skiptum fyrir
kjarnorkuafvopnun.
Einn þeirra sem sagður er hafa
verið tekinn af lífi er Kim Hyok-
Chol, y f ir maðu r samninga-
nefndarinnar sem fór fyrir sam-
skiptunum á fundinum. Hann
ásamt fjórum öðrum embættis-
mönnum er sagður hafa stundað
njósnir fyrir Bandaríkin. Emb-
ættismennirnir fjórir hafa einn-
ig verið teknir af lífi. Frá þessu
er greint í suðurkóreska blaðinu
Chosun Ilbo. – bdj
Embættismenn
teknir af lífi
í Norður-Kóreu
Donald Trump og Kim Jong Un á
fundi í febrúar. NORDICPHOTOS/AFP
1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
1
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
4
-6
8
D
4
2
3
2
4
-6
7
9
8
2
3
2
4
-6
6
5
C
2
3
2
4
-6
5
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
0
4
s
_
3
1
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K