Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 24
Vinsælir þættir Chernobyl, sjónvarpsþáttaröð HBO, fjallar um kjarnorkuslysið sem varð í Úkraínu árið 1986. Þættirnir hafa fengið mikið lof og eru í efsta sæti yfir vinsælustu sjónvarpsþætti allra tíma á IMDb-kvik- myndavefnum og eru nú með einkunnina 9,7. Hildur Guðnadóttir tónskáld samdi tónlistina fyrir Chernobyl og tók hana upp í yfirgefna kjarn- orkuverinu, Ignalina, í Litháen. Þar fóru einnig tökur þáttanna fram. Eina sögupersónan sem er skálduð er Ulana Khomyuk sem Emily Watson leikur. Pripyat, sem er um tvo kíló- metra frá kjarnorkuverinu er nán- ast eins og hún var í aprílmánuði 1986. Sovésk yfirvöld fyrirskipuðu að borgin skyldi rýmd með aðeins þriggja klukkustunda fyrirvara. Íbúar tóku aðeins með sér nauð- synjar. Þegar fólk var flutt í burtu af svæðinu var því sagt að það gæti komið aftur fáeinum vikum seinna eftir viðgerðir á kjarnorku- verinu. 29. apríl árið 1986 í Tsjernóbýl. Þremur dögum eftir sprenginguna. Þeir sem urðu fyrir mestri geislun voru slökkviliðs- og björgunarmenn. Sýnataka nálægt Tsjernóbýl árið 1986. MYND/GETTY/MONDADORI Læknar rannsaka samvaxna tvíbura í mars árið 2006. Árið 1995 kom fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna að Tsjernóbýl-slysið hefði valdið 250% aukningu á alvarlegum fæðingargöllum. Biðröð í apótek í Póllandi árið 1986. Stuttu eftir sprenginguna hefðu aðeins nokkrar mínútur einmitt á þessum stað í kjarnorkuverinu (í kjallara undir kjarn- anum) leitt til snöggs dauða. Mörgum árum síðar er enn mælanleg geislavirkni. Mælingar á geislavirkni í Austur-Evrópu. Geislavirkni mælist enn Við er u m enn að mæla sesín 137 (Cs-137), sem losnaði í Tsjernóbýl-slysinu, í jarðvegi,“ segir Gísli Jónsson, sér fræð- ingur hjá Geislavörnum ríkisins. „En mökkurinn barst ekki hingað og áhrifa gætti því lítils,“ segir hann. Gísli segir að hættan af skaðleg- um áhrifum kjarnorkuslyss sé lítil á Íslandi. „Það er engin kjarnorku- hætta í landinu. Næsta kjarnorku- ver er í mörg þúsund kílómetra fjar- lægð frá Íslandi. Versta mögulega atburðarásin er ef kjarnorkuknúið skip eða kaf bátur sem kæmi að ströndum landsins yrði f yrir skemmdum. Náttúruleg geislun á Íslandi er einnig mjög lítil. Þrefalt til fimmfalt minni en í Skandinav- íu. Það er helst almenningur sem verður fyrir geislun í læknisrann- sóknum,“ segir hann. – kbg Kjarnorkuslysið í Tsjernóbýl árið 1986 er það alvar- legasta sem hefur orðið í kjarnorku- veri. Mikið magn geislavirkra efna dreifðist frá ver- inu. Í nýrri þátta- röð um slysið eru sögunni gerð skil. Staðreyndir Við slysið losnaði mikið magn af geisla- virku joði. Það er skammlíft en sest í skjaldkirtilinn og getur valdið krabba- meini þar. Skjaldkirtilskrabba- mein greindist í miklum mæli hjá þeim sem voru á barns- eða unglings- aldri við slysið, eða um 5.000. (Árið 2005, líklegt er að talan sé hærri í dag.) Mikilvægt var að gefa joðtöflur í nokkrar vikur og draga úr upp- töku á geislavirku joði í kjölfar svona slyss en misbrestur var á því. Þeir sem urðu fyrir mestri geislun voru slökkviliðs- og björg- unarmenn. Árið 1986 er talið að 28 manns hafi látist af völdum bráðra áhrifa geisl- unar frá slysinu. 19 létust til viðbótar til ársins 2004. Um 600.000 manns urðu fyrir það mikilli geislun að hættan á að þau fengu ban- vænt krabbamein jókst marktækt. Þetta var fólk sem vann í og umhverfis kjarnorku- verið eða íbúar sem bjuggu nærri eða þar sem geislavirkt úrfelli var mest. Á þeim svæðum þar sem úrfelli mældist bjuggu um 5 milljónir manna. Heimildir: Geislavarn- ir ríkisins, UNSCEAR 2000. Vol. I og II. 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -7 7 A 4 2 3 2 4 -7 6 6 8 2 3 2 4 -7 5 2 C 2 3 2 4 -7 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.