Fréttablaðið - 01.06.2019, Qupperneq 24
Vinsælir þættir
Chernobyl, sjónvarpsþáttaröð
HBO, fjallar um kjarnorkuslysið
sem varð í Úkraínu árið 1986.
Þættirnir hafa fengið mikið lof og
eru í efsta sæti
yfir vinsælustu
sjónvarpsþætti
allra tíma á
IMDb-kvik-
myndavefnum
og eru nú með
einkunnina 9,7.
Hildur
Guðnadóttir
tónskáld samdi
tónlistina fyrir
Chernobyl og
tók hana upp í yfirgefna kjarn-
orkuverinu, Ignalina, í Litháen. Þar
fóru einnig tökur þáttanna fram.
Eina sögupersónan sem er
skálduð er Ulana Khomyuk sem
Emily Watson leikur.
Pripyat, sem er um tvo kíló-
metra frá kjarnorkuverinu er nán-
ast eins og hún var í aprílmánuði
1986. Sovésk yfirvöld fyrirskipuðu
að borgin skyldi rýmd með aðeins
þriggja klukkustunda fyrirvara.
Íbúar tóku aðeins með sér nauð-
synjar. Þegar fólk var flutt í burtu
af svæðinu var því sagt að það
gæti komið aftur fáeinum vikum
seinna eftir viðgerðir á kjarnorku-
verinu.
29. apríl árið 1986 í Tsjernóbýl. Þremur dögum eftir sprenginguna.
Þeir sem urðu fyrir mestri geislun voru slökkviliðs- og björgunarmenn.
Sýnataka nálægt Tsjernóbýl árið 1986. MYND/GETTY/MONDADORI
Læknar rannsaka samvaxna tvíbura í
mars árið 2006. Árið 1995 kom fram í
skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna
að Tsjernóbýl-slysið hefði valdið 250%
aukningu á alvarlegum fæðingargöllum.
Biðröð í apótek í Póllandi árið 1986.
Stuttu eftir sprenginguna hefðu aðeins
nokkrar mínútur einmitt á þessum stað
í kjarnorkuverinu (í kjallara undir kjarn-
anum) leitt til snöggs dauða. Mörgum
árum síðar er enn mælanleg geislavirkni.
Mælingar á geislavirkni í Austur-Evrópu.
Geislavirkni
mælist enn
Við er u m enn að mæla sesín 137 (Cs-137), sem losnaði í Tsjernóbýl-slysinu, í jarðvegi,“ segir Gísli Jónsson, sér fræð-
ingur hjá Geislavörnum ríkisins.
„En mökkurinn barst ekki hingað
og áhrifa gætti því lítils,“ segir hann.
Gísli segir að hættan af skaðleg-
um áhrifum kjarnorkuslyss sé lítil
á Íslandi. „Það er engin kjarnorku-
hætta í landinu. Næsta kjarnorku-
ver er í mörg þúsund kílómetra fjar-
lægð frá Íslandi. Versta mögulega
atburðarásin er ef kjarnorkuknúið
skip eða kaf bátur sem kæmi að
ströndum landsins yrði f yrir
skemmdum. Náttúruleg geislun á
Íslandi er einnig mjög lítil. Þrefalt
til fimmfalt minni en í Skandinav-
íu. Það er helst almenningur sem
verður fyrir geislun í læknisrann-
sóknum,“ segir hann. – kbg
Kjarnorkuslysið
í Tsjernóbýl árið
1986 er það alvar-
legasta sem hefur
orðið í kjarnorku-
veri. Mikið magn
geislavirkra efna
dreifðist frá ver-
inu. Í nýrri þátta-
röð um slysið eru
sögunni gerð skil.
Staðreyndir
Við slysið losnaði
mikið magn af geisla-
virku joði. Það er
skammlíft en sest
í skjaldkirtilinn og
getur valdið krabba-
meini þar.
Skjaldkirtilskrabba-
mein greindist í
miklum mæli hjá
þeim sem voru á
barns- eða unglings-
aldri við slysið, eða
um 5.000. (Árið 2005,
líklegt er að talan sé
hærri í dag.)
Mikilvægt var að gefa
joðtöflur í nokkrar
vikur og draga úr upp-
töku á geislavirku joði
í kjölfar svona slyss en
misbrestur var á því.
Þeir sem urðu fyrir
mestri geislun voru
slökkviliðs- og björg-
unarmenn. Árið 1986
er talið að 28 manns
hafi látist af völdum
bráðra áhrifa geisl-
unar frá slysinu.
19 létust til viðbótar
til ársins 2004.
Um 600.000 manns
urðu fyrir það mikilli
geislun að hættan á
að þau fengu ban-
vænt krabbamein
jókst marktækt. Þetta
var fólk sem vann í og
umhverfis kjarnorku-
verið eða íbúar sem
bjuggu nærri eða þar
sem geislavirkt úrfelli
var mest.
Á þeim svæðum þar
sem úrfelli mældist
bjuggu um 5 milljónir
manna.
Heimildir: Geislavarn-
ir ríkisins, UNSCEAR
2000. Vol. I og II.
1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN
0
1
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
4
-7
7
A
4
2
3
2
4
-7
6
6
8
2
3
2
4
-7
5
2
C
2
3
2
4
-7
3
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
3
1
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K