Fréttablaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 26
EF ÉG VERÐ EKKI
VINUR NEMENDA
MINNA GET ÉG EKKI
LÆRT MEÐ ÞEIM. ÞAÐ
GERIST EITTHVAÐ
SEM ÁTTI EKKI ENDI-
LEGA AÐ GERAST.
EITTHVAÐ SMELLUR.
Guðmundur Oddur Magnússon, rann-s ó k n a r p r ó f e s s o r v ið List a há skóla Íslands, alltaf kall-aður Goddur, er með
vinnustofu sína í húsi við Seljaveg í
Reykjavík sem er verið að rífa. Allt í
kring eru kranar og vinnuvélar að
rífa niður húsveggi. Rétt við inn-
ganginn er risavaxið gat í gegnum
alla bygginguna og blaðamaður
þræðir sig í gegnum vinnusvæðið
og veltir því fyrir sér hvort það hefði
verið skynsamlegt að vera með
hjálm. Eða hvort það er skynsam-
legt að vera á svæðinu yfirhöfuð. En
Goddur er sallarólegur. „Það á ekki
að rífa niður þennan hluta hússins,
fyrr en í byrjun júlí, ég treysti á að
því seinki eitthvað eins og öllum
framkvæmdum á Íslandi,“ segir
hann.
Hu ndu r inn hans Pippa er
félagi hans þennan daginn á lit-
ríkri vinnustofunni sem er hlaðin
bókum, prentverki og plakötum.
Goddur fékk fyrir ári úthlutaðan
stóran rannsóknarstyrk frá Rann-
ís, til tveggja ára, vegna verkefnis-
ins „Sjónarfur í samhengi: notkun
myndmáls í prentsögu Íslands frá
1844-1944“ og hann hefur ráðið fólk
í rannsóknarvinnu. Síðar í sumar
flytur hann vinnustofu sína í glæsi-
legt húsnæði í Gufunesi.
Landnemi í Gufunesi
„Ég verð landnemi í Gufunesi og flyt
í húsnæði með sjö metra lofthæð. Ég
hlakka til því þetta verður magnað
samfélag að starfa í. Við þurfum
að fara héðan í júlíbyrjun,“ segir
Goddur og segist ekki munu sakna
þess að starfa í miðbænum.
„Lífræn sköpunarstarfsemi í mið-
bænum dó fyrir nokkrum árum.
Listamenn leita að húsnæði þar sem
eru ódýr pláss en þegar túrisminn
hélt innreið sína voru allar fast-
eignir keyptar upp í miðbænum af
fasteignafélögum og þeim breytt
í hótelíbúðir og f leira. Skapandi
fólk f lykktist þá út á Granda og í
austurborgina en nú er allt orðið of
dýrt þar líka,“ segir hann og segir
að það líti út fyrir að Reykjavíkur-
borg munu styðja listsamfélagið
í Gufunesi. „Borgin verður þarna
með húsnæði með vinnustofum og
styður þannig við samfélagið, þarna
verður líka ylströnd og stöndug
kvikmyndafyrirtæki, til dæmis
RVK Studios hans Baltasars. Það er
margt komið í deigluna nú þegar
vegna þessa nýja samfélags. Við
ætlum til dæmis að búa til aðstöðu
fyrir 35 hönnunarnema sem koma
frá heitasta hönnunarskóla Hol-
lands (KABK) hingað til lands. Þeir
fá aðstöðu í Gufunesi í nokkra daga
og í LungA-skólanum á Seyðisfirði,“
segir Goddur frá.
Lung A-skólinn er tilrauna-
kenndur, alþjóðlegur listaskóli sem
var stofnaður árið 2013 og tekur við
nemendum víðsvegar að úr heim-
inum og á öllum aldri. Þó að Goddur
kenni ekki lengur við Listaháskóla
Íslands hefur hann verið viðloðandi
starf LungA-skólans.
Kennarar séu vinir nemenda
„LungA-skólinn er svo mikil fyrir-
myndarstofnun að mínum smekk.
Hann er ekki miðstýrður og þar
er ekki áhugi á vandamálum fólks
heldur eingöngu styrkleikum. Fólk
fer í skólann af alls kyns ástæðum.
Sem dæmi kom þarna kona sem var
starfandi læknir en í strandi með líf
sitt. Hún vaknaði upp við það einn
daginn að hún hafði orðið læknir
af því aðrir vildu það meira en hún
sjálf. Foreldrar hennar voru læknar
en hana langaði alltaf til þess að
verða rithöfundur. Hún kom í skól-
ann til þess að öðlast styrk til að
breyta lífi sínu.“
Goddur tengir saman nám og
sjálfsþekkingu. Bestu aðstæður til
þess að laða fram styrkleika fólks
séu krísur eða átök og hlutverk
kennara í listum geti aldrei verið
Goddur á skrif-
stofu sinni
á Seljavegi,
hann verður
einn landnema
í Gufunesi í
haust. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Bíðum eftir
sprengjunni
Bestu aðstæður til þess að laða fram
styrkleika fólks eru krísur eða átök og
hlutverk kennara í listum má aldrei vera
að leiða slíkt hjá sér, segir Guðmundur
Oddur Magnússon rannsóknarprófessor
sem segir listnám að þróast í ranga átt.
að leiða slíkt hjá sér. Þeir eigi að
aðstoða ungt fólk við að finna sjálft
sig og styrkleika sína. Góðir kenn-
arar eru alltaf að læra sjálfir.
„Ef ég verð ekki vinur nem-
enda minna get ég ekki lært með
þeim. Það gerist eitthvað sem átti
ekki endilega að gerast. Eitthvað
smellur. Svoleiðis voru bestu kenn-
arar mínir. Við bíðum stundum
eftir þessu, bíðum eftir sprengj-
unni. Þetta er gullgerðarlistin, að
leysa í sundur til að setja saman,“
segir Goddur sem segist þekkja það
vel sjálfur að eiga ekki beina línu í
námi.
„Ég er „droppát“ úr menntaskóla
og það tók mig síðan þrjár tilraunir
að komast inn í Myndlista- og hand-
íðaskólann. Ég brotnaði ekki heldur
tvíefldist og kláraði fornámið á einu
ári í stað tveggja og fór svo áfram í
grafíkdeild og síðar í nýlistadeild.
Síðar fór ég til Vancouver í Bresku-
Kólumbíu til að læra grafíska
hönnun.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
1
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
4
-7
2
B
4
2
3
2
4
-7
1
7
8
2
3
2
4
-7
0
3
C
2
3
2
4
-6
F
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
0
4
s
_
3
1
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K