Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Page 7
5. apríl 2019 FRÉTTIR 7 VIÐ BREYTUM VIÐ FLYTJUM *Afsláttur gildir ekki af öðrum tilboðsvörum. 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Laugavegi 178 Allar nánari upplýsingar í síma 568 9955 VIÐ BREYTUM, VIÐ FLYTJUM VIÐ LOKUM VERSLUNINNI Á LAUGAVEGI 178, 17. APRÍL KL.18:00. MATAR- OG KAFFISTELL, GLÖS, IITTALA, RÚMFÖT, SPEGLAR OG FLEIRA. 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SEND UM ÚT Á LAND * * OPNUNARTÍMI MÁN – FÖS KL.11:00 – 18:00 LAUGARDAGA KL.11:00 – 16:00 Sinfóníutónleikar, tjútt og tiltekt Á föstudögum spyrjum við nokkra einstaklinga hvað þeir ætli að gera um helgina. DV fékk þau Lovísu Tómasdóttur fatahönnuð, Ómar Úlf Eyþórsson út- varpsmann og Evu Björk Eyþórsdóttur söngkonu til að segja frá helgarplönum sínum. Lovísa – Helgi andstæðna: „Helgi andstæðna er framundan hjá mér. Byrja í hádegismat á Brass á föstudaginn, hef heyrt að þar séu bestu hamborgarar landsins bornir á borð og þarf eðlilega að fá það staðfest. Um kvöldið taka við lokatónleikar þungarokkshljóm­ sveitarinnar Endless Dark sem haldnir verða á Húrra. Á laugar­ daginn verður skipt um gír, en þá er förinni heitið í afmæli eiganda verslunarinnar Kjólar og Konfekt og ber viðburðurinn heitið „Einhyrningar eru víst til.“ Býst við mikilli gleði og glimmeri þar.“ Ómar Úlfur – Topphelgi framundan: „Það er sega mega afmælis­ helgi framundan. Grétar Þór, sonur minn, verður 8 ára á föstu­ daginn og fjölskyldan fer í keilu um kvöldið og svo í pítsuveislu. Á laugardaginn fer ég svo með krakkana í sund og út að leika á meðan ástkær eiginkona mín bakar og undirbýr afmælisveislu sem verður haldin á sunnudaginn. Á sunnudaginn fyllist svo húsið af fjölskyldu og vinum í afmælis­ gleði. Topphelgi framundan.“ Eva Björk – Góða veðrið nýtt: „Á föstudagskvöldið ætla ég að skella mér með mannin­ um mínum á Star Wars­bíótón­ leika með Sinfóníuhljómsveit Ís­ lands og svo er árshátíð í vinnunni hans á laugardagskvöldið. Annars ætlum við líka að nýta „góða“ veðrið og fara í hjólatúr með litla stubbinn okkar og við skellum okkur eflaust í sund líka. Reyndar ætlaði ég líka að tækla geymsluna – sem er mikill hausverkur, en það kemur bara í ljós hvort ég nenni því. Þetta verður sem sagt bara notaleg fjölskylduhelgi með dassi af tjútti og tiltekt.“ Hver vinnur fyrstu luftgítarkeppni Íslands? M iðvikudaginn 10. apríl fer nýstárleg keppni fram á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík. Þar mun fyrsta luftgítarkeppni Íslands fara fram, vinningshafar hennar munu hreppa armbönd á rokk­ hátíðina Eistnaflug sem haldin verður í Neskaupstað í júlí. Vinningshafi þar, Íslands­ meistarinn í luftgítar, mun síð­ an keppa í heimsmeistara­ keppninni í Finnlandi. „Það er til mikils að vinna,“ segir Erla Rut Haraldsdóttir, einn skipu­ leggjenda keppninar og Eistna­ flugs. „Dómarar keppninnar eru Magný Rós Sigurðardóttir, fram­ kvæmdastjóri Eistnaflugs, Ómar Úlfur Eyþórsson útvarpsmaður og Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari Vintage Caravan. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og rokkunnendur til að mæta, þetta verður mega gaman og skemmtileg keppni.“ Skráning fer fram á luftgitar@ eistnaflug.is. Húsið verður síðan opnað kl. 20.30 og það kostar litlar 1.000 kr. inn. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.