Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Síða 8
8 5. apríl 2019FRÉTTIR D V heldur nú áfram um- fjöllun um málefni Fiski- stofu. Í síðasta helgarblaði var greint frá því að inn- an stofnunarinnar ríkti slæmur starfsandi og lítið traust sem lýsti sér meðal annars í því að í bifreið- ar starfsmanna var settur eftirlits- búnaður og að vinnustaðasál- fræðingar hefðu verið kallaðir til. Vandræðin hófust eftir misheppn- aðan flutning höfuðstöðvanna til Akureyrar. Þá greindi DV einnig frá því að stofnunin greiði himin- háar greiðslur í dagpeninga á ári hverju. Á síðasta ári voru það um 40 milljónir króna. Hér verður fjallað um sum þeirra mála sem heimildarmenn DV nefndu til sögunnar þegar rætt var við þá um starfsemi stofnunar- innar. Huglægt mat á hæfni starfsfólks Flutningur Fiskistofu til Akureyrar var tilkynntur sumarið 2014 og gekk í gegn í byrjun árs 2016. Til- kynnti Eyþór Björnsson fiskistofu- stjóri þá að engum starfsmönnum yrði sagt upp eða settir afarkost- ir. En starfsfólki bauðst að flytja norður og fá til þess greiðslur til að aðstoða við flutninginn. Þetta reyndist ekki rétt því að staða millistjórnenda sem starfað höfðu um árabil hjá stofnuninni breyttist mikið við flutninginn. Fyrir eina stöðuna var til dæmis ákveðið að búa til tvær nýjar, með aðstöðu á Akureyri og Hornafirði. Var framkvæmt mat á þáverandi millistjórnendum í ýmsum flokk- um, meðal annars ensku og tölvu- kunnáttu, en þeir ekki látnir taka neitt próf. Ekki voru þeir einu sinni látnir vita heldur aðrir látnir gera huglægt mat á hæfni þeirra. Út frá þessu mati var þeim sagt að þeir stæðust ekki nýjar kröfur. Öðrum þeirra var boðið að taka við nýju en óskilgreindu starfi ásamt því að taka á sig meira en 100 þúsunda króna launalækkun. Þurfti hann að fara í hart með lög- fræðing sér við hlið til að ná fram starfslokasamningi til eins árs og á fullum launum. Var þessi breyting gríðarlega dýr fyrir stofnunina, sérstaklega í ljósi þess að hinir nýju tveir starfs- menn ferðast mikið og fá dagpen- inga og ferðakostnað greiddan. Niðurfelling sektar Mikils titrings hefur einnig gætt innan Fiskistofu vegna máls er varðar bátinn Daðey GK sem var í eigu Marvers ehf. í Grindavík. Í ágúst 2017 var lagt á sérstakt gjald, kallað álagning, sem er í raun jafn- gildi sektar, vegna veiða bátsins þegar hann var sviptur veiðileyfi í apríl sama ár. Báturinn hafði verið sviptur veiðileyfi frá og með 3. apríl til og með 10. apríl þar sem afladagbók hans hafði ekki verið skilað. Báturinn var á þessum tíma gerður út á línuveiðar frá Grinda- vík. Þrátt fyrir sviptingu veiðileyfis fór áhöfn bátsins til veiða og land- aði um 2,6 tonnum af óslægðum afla í Grindavík þann 6. apríl. Það er hefðbundið að bátar og skip séu svipt veiðileyfi ef ekki eru staðin skil á afladagbók og gildir svipt- ingin þar til afladagbók er skilað. Í bréfi Fiskistofu til Marvers ehf. var málið rakið og útgerðinni gef- inn kostur á að koma athugasemd- um og andmælum á framfæri við Fiskistofu áður en ákvörðun yrði tekin um hvort báturinn yrði svipt- ur veiðileyfi eða álagningu beitt. Í lok júlí var bréf sent til út- gerðarinnar þar sem tilkynnt var að útgerðinni yrði veitt áminn- ing vegna málsins þar sem um fyrsta brot væri að ræða og það væri minniháttar. Fram kemur að útgerðin hafi síðan svarað bréfi Fiskistofu í maí og komið því á framfæri að vandræði með tölvu í Daðey GK hefði komið við sögu. Fiskistofa taldi það svar ekki geta haft áhrif á ákvörðun í málinu. Auk þess að veita útgerðinni áminningu tilkynnti Fiskistofa að skoðað yrði hvort álagningu vegna ólögmæts sjávarafla yrði beitt í málinu. Með bréfi til Marvers ehf. í lok ágúst var útgerðinni tilkynnt um álagningu sérstaks gjalds vegna ólögmæts sjávarafla og nam það 749.780 krónum samkvæmt gögn- um sem DV hefur undir höndum. Þetta er hefðbundin afgreiðsla sem þýðir að aflaverðmætið er í raun tekið af útgerðinni og hún situr uppi með kostnaðinn við að halda bátnum til veiða, þar með talin laun, olía og kaup á aflaheim- ildum. Útgerðin tapar því á því að hafa haldið bátnum til veiða þegar hann var sviptur veiðileyfi. Hreidur.is • Auðbrekka 6 •Sími 822 7242 HREIÐUR.IS STARFSMENN FISKI- STOFU YFIRHEYRÐIR n Kurr vegna niðurfelldrar sektar n Fiskur tekinn úr frystiskipum „Var framkvæmt mat á hæfni þeirra í ýmsum flokkum, meðal annars ensku og tölvukunnáttu, en þeir ekki látnir taka neitt próf. Fiskiskip Á siglingu út Eyjafjörð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.