Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Qupperneq 2
2 7. júní 2019FRÉTTIR
íþróttaviðburðir á oddaárssumri
Oddaárssumur eru glöt-
uð sumur. Þá hafa fót-
boltaunnendur hvorki
Heimsmeistaramót né
Evrópumót til að hlakka til.
Árangur strákanna okkar í
landsliðinu hefur gert það
að verkum að við Íslendingar
erum orðnir vanir því að vera
með á stórmótum. Er þá
ekkert til að hlakka til í sum-
ar annað en góða veðrið og
að komast í gott frí? Jú, það
er nóg um að vera í íþrótt-
unum. Hér eru 5 íþróttavið-
burðir til að hlakka til.
HM kvenna
Við Íslendingar stærum
okkur af því að hér sé
eitt mesta jafnréttis-
samfélag jarðarinnar.
Það er ekki til betri leið
til að sýna það en að
flykkjast fyrir framan
imbann og hámhorfa á
HM kvenna í Frakklandi.
Líkt og í karlaflokki
hefur mótið stækkað
sífellt. Nú eru 24 lið
sem keppa, frá 7. júní
til 7. júlí. Kvennaboltinn
hefur verið afskiptur
lengi, jafnvel þó að
knattspyrnukonur séu
harðari af sér og meiri
töffarar en karlarnir.
Wimbledon
Á Íslandi eru ríkjandi
furðulegir fordómar í
garð tennis, að íþróttin
sé aðeins fyrir snobbaða
útlendinga. Í raun
eru þessir fordómar
furðulegir í ljósi þess
hversu miklu ástfóstri
við höfum tekið við
golfinu. Tennis er frábær
íþrótt og ein af fáum
þar sem konurnar verða
jafnmiklar stjörnur og
karlarnir. Wimbledon-
-mótið, sem fram
fer 1. til 14. júlí er að
sjálfsögðu toppurinn á
tennisdagatalinu.
Tour de France
Hjólreiðamótið fræga
fer fram dagana 6. til
28. júlí, í Frakklandi að
sjálfsögðu. Já, já við vit-
um að þessir menn eru
allir saman á sterum og
það er ekkert að marka
úrslitin. Við skulum ekki
plata okkur til að halda
að Lance Armstrong
hafi verið sá eini. En á
það ekki við um fleiri
íþróttir?
HM í pílukasti
Lesendur þurfa ekki
bíða eftir heimsmeist-
aramótinu í pílukasti því
það er hafið þegar þetta
blað kemur út og lýkur
sunnudaginn 9. júní.
Íslendingar eru sífellt
að átta sig á hversu
gaman það er að horfa
á gildna og illa tennta
pöbbakalla kasta pílum
á spjald. Mótið fer fram í
Hamborg í Þýskalandi.
HM í krikket
Ef fólk vill fara
virkilega út fyrir
þægindarammann þá
er lag að fylgjast með
heimsmeistaramótinu
í krikket. Það fer fram á
Englandi og Wales og er
nú þegar hafið. En lýkur
ekki fyrir en 14. júlí, sem
þýðir að það er hægt
að drepa ansi marga
klukkutíma fyrir framan
sjónvarpið. Sennilega
tekur það þó álíka
langan tíma að kynna
sér reglurnar í þessari
fornu nýlenduherraí-
þrótt.
Á þessum degi,
7. júní
1654 – Sólkonungurinn, Loðvík XIV af
Frakklandi, krýndur.
1951 – Minnismerki um 212 breska
hermenn, sem féllu á Íslandi, afhjúpað í
Fossvogskirkjugarði.
1982 – Graceland, heimili Elvis Presley,
opnað almenningi. Salernið þar sem
rokkgoðið lést var þó enn lokað.
1992 – Nýr Herjólfur kom til Vest-
mannaeyja. Gat flutt 480 farþega og 62
fólksbíla.
Síðustu orðin
„Van Halen!“
– Dimebag Darrell gítarleikari
Pantera (1966-2004)
Múmínálfurinn Björk
A
ðdáendur Múmínálfanna,
sögupersóna bóka Finn-
landssænska rithöfundar-
ins og myndlistarkonunn-
ar Tove Jansson eru fjölmargir hér
á landi, sem annars staðar.
Bækurnar komu út á árunum
1945-1970 og í kjölfarið fylgdu
teikni-, brúðu- og bíómyndir.
Skemmtigarður var opnaður 1993
og eins og margir íslenskir að-
dáendur vita koma reglulega út
bollar, diskar og aðrar vörur fyrir
heimilið. Margir eldri bollar fara
fyrir stjarnfræðilegt verð í aðdá-
endahópi á Facebook.
Skemmtilegar eldri mynd-
ir af tónlistarkonunni Björk sýna
að hún klæddist Múmínálfun-
um löngu áður en það varð „kúl“
að vera aðdáandi þeirra. Mynd-
irnar eru teknar af hollenska ljós-
myndaranum Anton Corbijn, sem
myndað hefur fjölmargar stjór-
stjörnur, þar á meðal Bruce Spr-
ingsteen, Robert De Niro, Clint
Eastwood og U2, svo aðeins
nokkrir séu nefndir. n
Þ
orsteinn Þorsteinsson vöru-
stjóri Nokia hjá Origo fagn-
aði nýlega fimmtugsafmæli
og fór af því tilefni í afmælis-
ferð til Svíþjóðar og hélt uppá stóra
daginn úti.
„Ferðin var meðal annars farin
út af fimmtugsafmæli mínu og líka
út af þrítugsafmæli frænku okkar.
Við eigum stóra fjölskyldu í Svíþjóð
sem við erum í mjög góðu sam-
bandi við og förum reglulega út,“
segir Steini. „Við fórum út um allt og
heimsóttum vini og ættingja, sem
við eigum um alla Svíþjóð.“
Ein af frænkum Steina í sænska
ættboganum er Camilla Läck-
berg rithöfundur sem vakið hefur
heimsathygli fyrir glæpasögur sínar,
meðal annars hér á landi, þar sem
er hún er mjög vinsæl.
„Camilla og pabbi eru bræðra-
börn,“ segir Þorsteinn, en faðir hans
er hálfur Svíi og bjó í tíu ár í Svíþjóð,
en flutti aftur heim í fyrra. Camilla
hélt afmælisveislu fyrir íslenska
frændann, sem sló svo sannarlega í
gegn hjá afmælisbarninu og öðrum
gestum.
Camilla er ótvíræð drottning
glæpasagnanna og hefur verið köll-
uð „hin sænska Agatha Christie“.
Fyrsta bók hennar hér á landi, Íspr-
insessan, kom út árið 2006 og hafa
alls 14 bækur hennar verið gefnar út
hér, sú nýjasta núna í ár, Gullbúrið.
„Þetta er bara einn dagur enn,“
svarar Steini aðspurður um hvern-
ig var að ná fimmtugsaldrin-
um, „en gríðarlegur þroski sem er
tekinn út á þessum degi. Ferðin var
skemmtileg reisa og mikið af ætt-
ingjum úti þannig að ég fékk eigin-
lega þrjár veislur út úr ferðinni.“
Aðspurður hvort hann ætli
að skella í stórafmælisveislu hér
heima, svarar Steini: „Nei ég held
bara ekki, þetta er eiginlega orðið
nóg. Nú býður maður bara eftir sex-
tugu, held kannski veislu þá.“
„Bara halda áfram að vinna og
lifa lífinu,“ segir Steini spurður um
hvernig hann ætli að verja seinni
helmingi ævinnar. n
Ísdrottningin Camilla hélt
afmælisveislu fyrir Steina
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is