Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Síða 8
8 7. júní 2019FRÉTTIR PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI G istiskýlið við Lindargötu hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Í apr- íl síðastliðnum greindi DV frá gríðarlegri óánægju starfsfólks með vinnustaðinn og einn þeirra, Tómas Jakob Sigurðsson, sagði að sprautufíklar hefðust þar við eftir að skaðaminnkunarstefna borg- arinnar var tekin upp fyrir tveim- ur árum síðan. Sérstök neyslurými væru á salernum staðarins. Þessu fylgi álag, ofbeldi og öryggisleysi. Þeir sem leita til skýlisins eru líka óánægðir. DV ræddi við tvo menn, Stefán Stefánsson og Örn Sigfússon, sem hafa þurft að gista í Gistiskýlinu en sá fyrrnefndi er bundinn við hjólastól. Mennirn- ir voru nýbúnir að skrá sig inn í Gistiskýlið eins og þeir þurfa að gera á hverjum degi. Ekkert frelsi „Það eru níu mánuðir síðan ég lét Féló vita af húsnæðisvanda mín- um og ég er núna búinn að vera í tvær vikur í Gistiskýlinu,“ seg- ir Stefán, 38 ára, sem greindist með MS sjúkdóminn fyrir um tíu mánuðum. Hann herjar mjög hratt á Stefán og eftir aðeins fjóra mánuði var hann kominn í hjóla- stól. Hvernig er aðstaðan þarna? „Hún er ekki góð, eiginlega eins og að vera í helvíti.“ Örn, 61 árs, hefur verið tölu- vert lengur í húsnæðisvanda og að eigin sögn hefur hann staðið í stappi við „félagsmálabatteríið“ í 35 ár. Um Gistiskýlið segir hann: „Þetta er ruslahaugur, það er verið að losa sig við vandamál. Og með því sama eru þeir að búa til meira vandamál.“ Stefán segir að það að þurfa að leita til Gistiskýlisins sé eins og að fara í fangelsi, frelsið sé ekkert. „Það er litið á mann sem þriðja flokks manneskju og allt ákveðið fyrir mann. Núna skaltu vakna, núna skaltu borða, núna skaltu sofa.“ Sem dæmi þá kom nýlega sjón- varp á staðinn en það er aðeins kveikt á því í fimm tíma á sólar- hring. Nettenging er á staðnum en hún er aðeins fyrir starfsfólkið. „Fyrstur kemur, fyrstur fær“ Líkt og hjá Gaflörunum á kreppu- árunum þá er veðmál um hverjir komast inn. Klukkan 16 er hægt að skrá sig og þá er hleypt inn en röð- in byrjar klukkan 15. 25 pláss eru á staðnum og allt að 50 manns kom- ast ekki að. „Fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir Stefán. Færð þú einhvern forgang í ljósi þinna veikinda? „Nei,“ segir Stefán. „Og hann er settur í versta herbergið,“ seg- ir Örn. „Herbergi númer 401, þar sem er veikt fólk, sem skítur og mígur á sig. Fólk sem er samt ekki í dópi.“ Jafnframt segist Stefán ekki fá neina aðstoð, þó hann sé bundinn við stólinn. „Ég þarf að fara tvisvar, þrisvar í viku upp á spítala í sterasprautur. Síðan er ég er alltaf að meiða mig og brjóta mig eitthvað, til dæmis á höfuðkúpu og fingrum. Ég er alltaf að detta því ég hef svo lítið jafn- vægi.“ Hvað gera þeir sem ekki kom- ast inn? Örn segir: „Þá verða þeir að gjöra svo vel að finna sér upphitað bílastæðahús eða reyna að komast inn til einhvers. Sumir hafa getað farið í einhverjar kjallarakompur hérna í bænum.“ Hægt er að fara út aftur en eft- ir að hafa skráð sig inn klukkan 23 er hætta á að missa plássið. Öllum er síðan vísað burt klukkan 10 á morgnana. Örn segir: „Manni er skipað á bás. Það eru sex manns í hverju herbergi. Einn gluggi er í herbergi, 20 sinnum 40 sentimetrar að stærð. Það er öll loftræstingin fyrir sex viðrekandi menn og lyktin eftir því.“ Klósettið eina einkarýmið Fyrir utan að horfa á sjónvarp er dægradvölin engin. Einkalífið er heldur ekkert og mönnum er bannað að vera með konum á Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Bundinn við hjólastól en þarf að dvelja í Gistiskýlinu n Ekkert frelsi og ekkert einkalíf n Öllu stolið n Fólk stimplað M Y N D IR : D V/ H A N N A Stefán og Örn Dvelja í Gistiskýlinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.