Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Qupperneq 23
Sértæk þjónusta 7. júní 2019 KYNNINGARBLAÐ ALLIR MENNTAÐIR VÉLFRÆÐINGAR Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru Starfsmenn og eigendur Aflhluta ehf. erum við Hrafn Sigurðsson, Björn Jóhann Björnsson og Helgi Axel Svavarsson, sem allir erum mennt- aðir vélfræðingar og höfum áratuga- reynslu í sölu og tæknilegri þjónustu við sjávarútveginn. Aflhlutir ehf. er umboðs- aðili fyrir mörg af þekktustu vörumerkj- um á markaði tengdum sjávarútvegi. Þar má nefna bátavélar frá JOHN DEERE, DEUTZ, MAN, hliðarskrúfur frá ABT-TRAC, ljósavélar ZENORO og fiski- dælur frá SEA-QUEST,“ segir Hrafn einn af eigendum Aflhluta. Sea-Quest sem er staðsett í Killibeks í Írlandi, er leiðandi í dag í framleiðslu á fiskidælum og tengdum búnaði fyrir uppsjávarveiðiskip. Í dag eru nálægt 70% af uppsjávarskipum á Íslandi með fiskidælur frá Sea-Quest. Aflhlutir ehf. þjónustar sjávarútveginn, fiskeldið, bændur og verktaka. Nýlega tóku Afhlutir ehf. við umboði fyrir hinar þekktu JCB rafstöðvar. „Fyrir stuttu seldum við tvær JCB rafstöðvar fyrir varaafl til ISAVIA á Reykjavíkur- flugvelli, einnig höfum við selt töluvert af JCB rafstöðvum til fiskeldisfyrirtækja, þar sem þær hafa reynst mjög vel enda þekktar fyrir gæði og áreiðanleika,“ segir Hrafn. Umboð fyrir bátasmiðjuna Bredgaard Boats Árið 2016 tóku Aflhlutir ehf. við umboði fyrir Danska skipasmíðastöð sem heitir Bredgaard Boats. Bredgaard Boats, sem staðsett er í nýjum húsakynnum í Rödby, hefur framleitt atvinnubáta frá árinu 1967. Helstu viðskiptalönd Bredgaard Boats eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Grænland, Þýskaland, Hol- land og nú síðast Ísland. „Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá Aflhlut- um ehf. varðandi bátasölu, þar sem nú dregur að sjósetningu stærsta ver- tíðarbáts sem smíðaður hefur verið úr trefjaplasti fyrir íslenskan aðila. Bárður SH-81, sem er í eigu útgerðarmannsins Péturs Péturssonar á Arnarstapa, hefur verið í smíðum hjá Bredgaard Boats síðan í febrúar 2018. Bárður SH er smíð- aður undir eftirliti og samkvæmt reglum flokkunarfélagsins Bureau Veritas. Í honum er allt það nýjasta nýtt sem er í boði á markaði í dag.“ Endurnýjun á hefðbundnum vertíðarbátum Hrafn telur að þar sem mikil endurnýjun hafi átt sér stað í togaraflotanum og uppsjávarveiðiskipum sé nú komið að þessum hefðbundnu vertíðarbátum sem hafa setið eftir. „Við sjáum að þessir bátar eru flestir komnir til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Viðhaldskostn- aður og óhagkvæmni í rekstri er þá töluverður miðað við þann búnað sem í boði er í dag. Þar má til dæmis nefna að aðalvélin í Bárði SH, sem er frá MAN í Þýskalandi, er með eldsneytisnotkun sem gerist vart lægri í þessum vélaflokki, ekki nema 195 g/kWh og uppfyllir allar þær ströngu kröfur um mengun sem gerðar eru í dag.“ Með mikið af búnaði í nýjan Bárð SH „Bárður SH verður einn fullkomnasti bátur af þessari stærð þegar hann kemur til landsins síðar í sumar. Við erum þeir aðilar sem erum með milli- göngu um smíði og sölu á þessum báti og seljum að auki mestallan búnað í hann. Aðalvélin er frá MAN og er 900 hestöfl, niðurfærslugírinn er TWIN DISC MGX, skrúfubúnaðurinn kemur frá Teignbridge, tvær ljósavélar frá Zenoro í Hollandi, hliðarskrúfurnar bæði framan og aftan frá ABT Track í Bandaríkjunum. Þetta eru hliðarskrúfur sem hafa reynst alveg gríðarlega vel á þessum mark- aði fyrir smærri gerð af bátum. Svo er kraninn frá Guerra á Spáni. Við erum því með puttana í mörgu í tæknibúnaðin- um í þessum bát og erum líka að sinna eftirliti með smíðinni. Við fylgjum mjög vel eftir öllum okkar verkefnum og erum vel tengdir í þau. Við erum ekki bara að selja, heldur að þjónusta og fylgja eftir öllum þáttum, þannig að allt verði gert eins vel og völ er á fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Helgi, vélfræðingur og rafiðnfræðingur. 27 metra langur og 7 metra breiður Að mati Hrafns býður bátasmiðja Bredgaard Boats upp á kosti sem ekki hafi sést hér á Íslandi áður, þegar litið er til styrkleika og gæða. „Hinn nýi Bárður verður stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslensk- an útgerðarmann. Hann er tæplega 27 metra langur og 7 metra breiður. Borghein Yact Design í Danmörku sem er með áratuga reynslu í hönnun báta, hannaði og teiknaði nýjan Bárð SH í samvinnu við Pétur. Við höfum selt vélbúnað um borð í íslenska plastbáta í áratugi og höfum aldrei séð flottari og vandaðri vinnubrögð á nokkrum bát eins og hjá Dönunum. Snurvoðaspil, netatromma og stjórn- búnaðurinn fyrir snurðvoðina verður með því fullkomnasta sem þekkist, og verður öll stjórnun á voðinni tölvustýrð með snertiskjá. Þessi búnaður kemur frá AS-Scan í Danmörku. Allt vökvakerfið í bátinn er einnig lagt af sérfræðingum AS-Scan. Vökvadælur og lokar koma frá Landvélum. Það er víða komið við í þessu og þetta verður gríðarlega öflug- ur bátur í alla staði og vandaður,“ bætir hann við. Eftir afhendingu bátsins í Rödby, verður siglt til Boa Tech í Danmörku þar sem allur dekkbúnaður verður settur í hann, þ.e. þvottakör, fiskimóttakan og annar búnaður á dekki. Hafa trú á að fleiri fylgi í kjölfarið „Þegar menn átta sig á öllum kostum þessa báts og gæði búnaðarinns, erum við bjartsýnir á að menn flykkist um borð í hann til að skoða og sjái þá um leið hve vandaður gripur þetta er og fari að leita til Danmerkur eftir nýjum bátum. Ég er viss um að með þessum nýja Bárði hefjist nýr kafli í smíði plastbáta fyrir íslenskar útgerðir. Vinnan er einstaklega vönduð og verðið mjög gott og höfum við mikla trú á því að fleiri fylgi í kjölfarið,“ segir Hrafn. n Aflhlutir var stofnað 2006. „Við vorum upphaflega sex sem stofn- uðum fyrirtækið. Síðan skildu leiðir eftir fyrsta árið en ég og Björn, haéldum áfram með fyrirtækið. Við Björn útskrifuðumst saman úr Vélaskóla Íslands árið 1980 og höfum allar götur síðan verið góðir félagar. Við unnum þó á sitthvor- um staðnum. Hann hjá Vélsölunni og ég var í mörg ár hjá Merkúr, svo við vorum keppinautar þá. Svo at- vikaðist það þannig að við hættum á sama tíma, hann hjá Vélasölunni og ég hjá Marás, þar sem ég var í eitt ár. Þá stofnuðum við Aflhluti og höfum alla tíð síðan byggt þetta fyrirtæki upp. Helgi Axel Svav- arsson kemur svo inn í fyrirtækið í byrjun 2017 og er nú orðinn einn af hluthöfunum. Hann var fram- kvæmdastjóri fyrir fyrirtæki sem heitir Ásafl í nokkuð mörg ár. Við erum því þrír starfsmenn sem allir eru jafnframt hluthafar. Við erum allir menntaðir vélfræðingar og með réttindi sem slíkir. Helgi er auk þess menntaður rafiðnfræðingur. Starfsemin er byrjuð að sprengja utan af sér, þannig að við erum farnir að huga að ýmsum hlutum til framtíðar,“ segir Hrafn. Nýr Bárður SH. Hrafn Sigurðsson, Björn Jóhann Björnsson og Helgi Axel Svavarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.