Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Síða 27
Sértæk þjónusta 7. júní 2019 KYNNINGARBLAÐ Þegar kemur að hönnun rýmis skiptir miklu máli að velja rétta lýsingu, þar sem lýsing getur gert mjög mikið til að skapa rétta stemmningu. Lýsing & Hönnun er lítið fjölskyldufyrirtæki sem kappkostar að veita persónulega og góða þjónustu varðandi allt sem viðkemur lýsingu, fyrir allar tegund- ir bygginga. „Starfsmenn okkar eru sannkallaðir reynsluboltar í faginu en Heimir Jónasson, rafmagnsiðn- fræðingur og eigandi fyrirtækisins, hefur mjög mikla reynslu í raflagna- og lýsingarhönnun. Ég er búin að vinna lengi við lýsingarhönnun og Karlotta Guðlaugsdóttir er mennt- aður hönnuður,“ segir Erla Heim- isdóttir viðskiptafræðingur, en hún stofnaði Lýsingu & Hönnun árið 2007 ásamt eiginmanni sínum, Heimi. Ýmiskonar verkefni „Við höfum verið afar lánsöm að fá að taka þátt í ýmsum skemmti- legum verkefnum. Bæði höfum við unnið með húseigendum að endur- bótum og nýbyggingu á einbýl- ishúsum, sem og arkitektum og inn- anhússarkitektum í fjölbreyttum og spennandi verkefnum, bæði stórum og smáum. Hvort sem um er að ræða eina íbúð, einbýlishús, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðablokkir, veitingastaði eða íþróttamannvirki, þá sjáum við um þetta allt, enda kunnum við vel til verka,“ segir Erla. Allt á einum stað „Við vitum að það er í mörg horn að líta þegar verið er að byggja og þá hjálpar að geta fengið allt sem snýr að rafmagnshlutanum á einum stað. Hugmyndin að fyrir- tækinu var því upphaflega sú að aðstoða húsbyggjendur við allt sem sneri að rafmagni í húsum, svo sem raflagnateikningar, lýsingarhönnun, rafbúnað og allt það val sem viðkomandi stendur frammi fyr- ir. Það er alveg greinilegt að mikil þörf hefur verið á markaðnum fyrir þjónustuna sem við bjóðum upp á, enda hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið,“ segir Erla. Líkt og nafnið gefur til kynna þá er starfsemi Lýsingar & Hönnunar tvíþætt. Annars vegar er um að ræða verkfræðiþjónustu í raflagna- teikningum og lýsingarhönnun. Hins vegar er Lýsing & Hönnun einnig verslun þar sem aðaláherslan er á allar gerðir ljósa fyrir bæði einstak- linga og fyrirtæki. „Í versluninni erum við með gríðarlegt úrval af fallegum ljósum og ljósakrónum sem prýða hvers kyns rými,“ segir Erla. Einnig býður fyrirtækið upp á sérfræðiráðgjöf í lýsingarhönnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þar sem starfsmenn á vegum fyrir- tækisins mæta á staðinn, taka út húsnæðið og ráðleggja varðandi raflagnir og val á lýsingu. HDL hita- og ljósastýrikerfi „Mikill meirihluti húsbyggjenda, sem leita til okkar, velur HDL hita- og ljósastýrikerfi en það kerfi býður upp á endalausa möguleika sem uppfylla mjög mismunandi kröf- ur. Verðið kemur líka skemmtilega á óvart, en HDL kerfið er alls ekki mikið dýrara en að vera með hefð- bundna ljósdeyfa og hitanema,“ segir Erla. Með HDL kerfinu er meðal annars hægt að stjórna ljósum og hita með spjaldtölvum. Þannig má breyta stemmningu í rýminu á afar einfaldan og þægilegan hátt. Einnig er hægt að stýra hita og ljósum með einum rofa sem mynd- ar heildstætt kerfi. Nýlega kom HDL fram með byltingarkennda nýjung sem auðveldar eigendum eldri húsa að vera með HDL kerfi, þrátt fyrir að raflögn hússins sé ekki sér- staklega löguð að kerfinu. Um er að ræða þráðlausa rofa sem hægt er að setja nánast hvar sem er og því talsvert einfaldari í uppsetningu en hefðbundið HDL kerfi. Veggfóður fyrir falleg rými Þó að lýsing sé í kastljósinu hjá Lýsingu & Hönnun þá er þar einnig hægt að fá dásamleg veggfóður frá hollenska fyrirtækinu NLXL. Um er að ræða gífurlega fallegt og endingargott veggfóður sem setur punktinn yfir i-ið í glæsilegum rýmum. Lýsing & Hönnun er staðsett að Skipholti 35, 105 Reykjavík. Opið er mánudaga til föstudaga frá klukkan 10–17, miðvikudaga frá klukkan 10–18. Sími: 588-0506. Netfang: lysingoghonnun@lysin- goghonnun.is. Allar vörur má sjá í vefverslun Lýsingar og hönnun inná lysingog- honnun.is. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.