Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Side 30
30 FÓKUS - VIÐTAL 7. júní 2019
að ná í þennan blessaða stimpil.“
Jenný lauk meiraprófinu í nóv-
ember 2003 og var komin með
starf áður en hún fékk bráða-
birgðaskírteinið í hendurnar.
„Og svo bara festist ég í þessu.
Þetta er svo rosalega skemmtilegt
og fjölbreytt starf,“ segir Jenný en
hún bjó og starfaði í Reykjavík í sex
ár áður en hún flutti aftur heim til
Akureyrar árið 2011.
Niðrandi tal
Hún segir algengt að fólk hafi
ranga mynd af vörubílstjórastarf-
inu.
„Það eru margir sem sjá fyr-
ir sér sveittan fimmtugan kall í
netabol sem situr á rassinum allan
daginn. Það er mjög röng ímynd.
Þetta er ofboðslega fjölbreytt starf
og krefjandi og þú hittir allskon-
ar fólk. Mér finnst líka ofboðslega
leiðinlegt þegar fólk kallar konur
á flutningabílnum „trukkalessur“.
Hvað eigum við þá að kalla karl-
mennina? Trukkahomma? Ég
þekki margar samkynhneigðar
konur og mér finnst þetta svo niðr-
andi í garð þessa hóps.“
Mikið um gláp
Aðspurð um hvort hún hafi orðið
vör við fordóma í starfinu svarar
Jenný játandi.
„Ég hef mikið verið að keyra
áburði á sveitabæi. Ég hef tekið eft-
ir því að eftir því sem ég fer lengra
inn í dalina, lengra frá manna-
byggðum þá verða bændurnir sem
ég hitti skrítnari og meira gamal-
dags í hugsun. Ég lenti einu sinni
í gömlum bónda sem var augljós-
lega haldinn mikilli kvenfyrirlitn-
ingu og það lá við að hann segði
við mig: „Þú getur þetta ekkert,
hvað ertu eiginlega að gera hér.“ Ég
tilkynnti honum að ef hann væri
eitthvað ósáttur við mig þá gæti ég
bara farið til baka með áburðinn.
Stundum þarftu bara að svara fyrir
þig og setja fólki skýr mörk.
Ég hef tekið eftir því að fólk er
mikið að glápa á mig í vinnunni,
sumir snúa sig nánast úr háls-
liðnum þegar þeir sjá mig bak við
stýrið. Ég hef vanið mig á að vinka
til baka þegar ég sé að einhver er
að stara. Fólk sér þá oft að sér og
hættir að glápa. Árið 2010, þegar
ég var ólétt af yngsta stráknum
mínum var ég á fullu að keyra og
fólk var alltaf voða hissa þegar það
sá mig koma út úr bílnum með
bumbuna út í loftið.
Ég hef vissulega fengið að heyra
að ég geti ekki hitt eða þetta, en
málið er að það er ekkert sem ég
get ekki gert þegar kemur að starf-
inu. Ég geri reyndar ekki við, en
það er aðallega bara af því að ég
nenni því ekki,“ segir Jenný gletti-
lega.
„Yfirleitt finnst fólki bara frekar
töff að ég sé í þessu starfi, ég fæ
stundum spurninguna hvort þetta
sé ekki erfitt líkamlega. Það er hins
vegar fyrst og fremst þannig að
það eru kúnnarnir sem geta verið
erfiðir.“
Bætti við sig húsasmíði
Fyrir nokkrum árum ákvað Jenný
síðan að bæta við sig námi en hún
segir ástæðuna meðal annars hafa
verið að henni var illa við að keyra
á veturna. Hún skráði sig því í nám
við VMA.
„Mig langaði að halda áfram á
textílbrautinni en þá gat ég ekki
fengið námslán af því að textíll
flokkast ekki sem iðngrein. Ég
ákvað þess vegna að skella mér í
húsgagnasmíðina. Ég komst síð-
an að því að ég þyrfti ekki að
taka nema nokkra aukaáfanga
til að klára starfsnám í húsa-
smíði, þannig að ég tók það bara
líka,“ segir Jenný en það vildi svo
skemmtilega til að þegar hún var
að klára seinustu önnina voru tvö
elstu börnin hennar einnig í námi
við skólann.
Jenný útskrifaðist sem húsa-
og húsgagnasmiður síðasta vor
en hefur þó ekki starfað við fag-
ið. Hún á síðan eftir um hálft ár
á samningi í húsgagnasmíðinni.
„Ég byrjaði síðan að keyra aftur, ég
enda einhvern veginn alltaf þar.“
Námið hefur þó nýst henni vel,
ekki síst fyrr á árinu þegar þau
hjón festu kaup á íbúð og gerðu
hana fokhelda.
Jenný hefur um skeið haldið
úti opinni rás á Snapchat og leyfir
fólki meðal annars að fylgjast með
því sem hún er kljást við í starfinu.
Þess á milli sýnir hún frá daglegu
lífi fjölskyldunnar.
„Þetta er öðruvísi snapp held-
ur en mörg önnur, ég er ekki að
fjalla um snyrtivörur eða bleyj-
ur. Ég opnaði snappið af því að ég
vildi sýna fram á hvað þetta er fjöl-
breytt starf þar sem ýmiskonar að-
stæður geta komið upp. Ég vakna
aldrei á morgnana og hugsa: „Ég
nenni ekki í vinnuna í dag, ég verð
að finna einhverja afsökun.Mér
finnst ég mjög heppin að vera í
þeirri stöðu. Vonandi sjá einhverj-
ar stelpur snappið og fá áhuga á
starfinu, þetta er algjörlega þess
virði að prófa.“ n
MANITOU MLT 625-75 H
Nett
fjölnotatæki
Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is
6.800.000 kr. + VSK
Sumir snúa sig
nánast úr háls-
liðnum þegar
þeir sjá mig bak
við stýrið.
Jenný Tók meirapróf 22 ára.