Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Síða 32
32 7. júní 2019
Tímavélin Gamla auglýsinginFrjáls verslun 1. ágúst 1984
L
úðvík Karlsson flugmaður
var einn mesti ævintýramað-
ur landsins á síðustu öld.
Hann féll frá í þyrluslysi á
Kjalarnesi árið 1975, aðeins 31 árs
að aldri. Sögurnar sem hann sagði
og sagðar hafa verið af honum
hafa margar goðsagnakenndan
blæ og ekki er alltaf auðvelt að sjá
hvað er satt og hvað logið. Ómar
Ragnarsson, fréttamaður og félagi
Lúðvíks úr fluginu, ræddi við DV
um þennan merka mann og rifjaði
upp nokkrar sögur.
Ævintýramaður
Lúðvík var fæddur árið 1943.
Hann var af efnuðu fólki kominn
og gat leyft sér ýmislegt sem aðr-
ir gátu ekki. Hann var víðförull og
fékk snemma áhuga á flugi. Hann
lauk flugnámi árið 1964 og á sjö-
unda áratugnum var hann orðinn
hæfileikaríkasti svifflugmaður
landsins og síðar átti hann eftir að
fljúga bæði litlum vélum, í ferju-
flugi og þyrlum. Einnig stundaði
hann fallhlífarstökk og froskköfun.
Í sviffluginu vann Lúðvík mörg
afrek eins og samferðamenn hans
vitna um. Dag einn á Íslands-
mótinu árið 1969 þraut upp-
streymið og Lúðvík þurfti að nauð-
lenda. Sá hann þá lítinn hólma í
miðri á sem rann í gegnum mýri
og náði að lenda þar á ótrúlegan
hátt. Hann hafði líka einstakt lag á
því að halda sér á lofti þegar aðrir
komust hvorki lönd né strönd.
„Þetta var fluggáfaður maður,
gríðarlega hæfileikaríkur og orku-
mikill. Hann hafði miklar tilfinn-
ingar og óþrjótandi lífsgleði,“ seg-
ir Ómar Ragnarsson í samtali við
DV. „Hann var að fljúga og ég var
að fljúga, og stundum flugum við
saman. Hann var mjög klár og al-
veg júník maður. Maður kynnist
ekki nema einum svona á ævinni.“
Hljóp á heitu hrauni í sandölum
Ómar rifjar upp Íslandsmeistara-
mótið árið eftir, einnig á Hellu, en
þá var Heklugos í gangi.
„Ég á mynd af honum í kven-
mannsbikiníi að hella bensíni á
vélina mína, sem þá var TF-GIN.
Sagan af því hvernig hann kom
sér í bikiníið var ekki eftir hafandi
en þeir sem heyrðu hana veltu-
st um af hlátri. Svo fór hann upp
á hraunið og hljóp eftir rennandi
hrauninu, á sandölum. Hann
slapp með það því hann hljóp
akkúrat þar sem skorpan var byrj-
uð að harðna. En hún var alveg
sjóðandi heit. Hann hefði ekki
komist mikið fleiri metra því hann
var búinn að brenna sig í gegnum
sandalana,“ segir Ómar og skelli-
hlær.
Komst hann alveg óskaddaður
frá þessu?
„Já, hann komst algjörlega
óskaddaður frá þessu. En allir
ferðamennirnir sem voru þarna
að fylgjast með gosinu voru
þrumulostnir að sjá þessi ósköp.“
Sagnameistari
Frásagnarhæfileiki Lúðvíks er eitt
af því sem margir af samferða-
mönnum hans hafa talað um.
Ómar tekur undir það.
„Ég hef aldrei heyrt í jafn góð-
um sagnameistara og Lúlla. Engan
sem kemst í líkingu við hann. Að
kynnast Lúlla gaf mér innsýn í það
hvernig Íslendingasögurnar urðu
til. Það var líka óvenjulegt, og eig-
inlega einstætt, hvað hann var
góður að segja sögur á ensku. Lúlli
fór á tvö stór mót í svifflugi erlend-
is. Í lokahófunum á báðum mót-
unum hélt hann sölunum gapandi
af spennu og undrun. Hann var
ennþá betri á ensku en íslensku.
Hann laug sig meira að segja inn
í Royal Air Force Club, en þar
voru aðeins Þorsteinn Jónsson og
gömlu ásarnir.“
Ómar lagði þessar sögur Lúð-
víks á minnið og skrifaði niður
stikkorð. Eina slíka endursagði
hann á bloggsíðu sinni árið 2010.
Þar segir:
„Ein af mörgum sögunum af
ævintýrum Lúlla upp úr miðri síð-
ustu öld var þegar hann var að
keppa á alþjóðlegu svifflugmóti,
en misreiknaði sig eitthvað og varð
að lenda á öryggissvæði kjarn-
orkuvers.“
Þoka í Eyjum
Tvær af sögunum um Lúðvík röt-
uðu í bókina Í einu höggi sem gef-
in var út árið 1990. Það er skáldsaga
en persónan Baróninn er byggð á
Lúðvíki. Í þeirri bók er saga byggð á
atviki sem varð í Vestmannaeyjum.
Ómar segir við DV:
„Hann kom eitt sinn til Vest-
mannaeyja þegar Sumargleðin
var þar. Þá var þokan alveg niður í
braut, algerlega ólendandi. En svo
kom hann plaffandi inn. Ég var síð-
asti maður inn á undan honum og
skildi ekkert í því þegar maðurinn
mætti. Þá hló hann og sagðist hafa
verið heppinn að það hafi verið
farið að skyggja. „Nú?“ spurði ég,
„Hvernig stendur á því að það sé
betra?“ Þá sagði hann: „Ég bað flug-
umferðarstjórann að kveikja á ljós-
unum. Svo flaug ég undir þokunni
að hamrinum austanverðum, sem
er hundrað metra hár, og þá sá ég
ljósin upp í þokunni. Þegar ég kom
að endanum á hamrastálinu þá
lyfti ég vélinni upp og lét hana detta
inn á endann. Nú man ég það,
hann sá mig náttúrulega aldrei.
Ég þarf að láta hann vita að ég sé
lentur.“ Hann var alveg einstakur,“
segir Ómar og hlær.
„Hin sagan í bókinni var byggð á
partíi á Akureyri. Lúlli hélt okkur þá
vakandi til morguns. Hann lifði svo
hratt og svo æðislega.“
„Trúir þú ekki þessu? Þá skal ég
segja þér annað“
Ómar segir að Lúðvík hafi aðallega
flogið vélum Sverris Þóroddssonar,
tveggja hreyfla vélum af gerðinni
Cessna 310.
„Við flugum einu sinni saman
frá Akureyri til Reykjavíkur. Við vor-
um í blindflugi en hann sagði sög-
ur allan tímann. Hann var svo upp-
tekinn við það að allt í einu vorum
við komnir á hvolf og þá þurfti
hann að rétta sig af. Þetta gerðist ít-
rekað. Ég held að við höfum verið
hálfa leiðina á hvolfi.“
Eru einhverjar sögur ýktar?
„Jájá. Lúlli ýkti sínar sögur og
notaði sérstaka aðferð við að fá fólk
til að trúa þeim. Hann sagði ein-
hverja sögu sem var svo fáránlega
ýkt að maður sagði: „Lúlli, láttu ekki
svona, það trúir þessu ekki nokk-
ur maður.“ En þá kom alltaf sama
svarið: „Trúir þú ekki þessu? Þá skal
ég segja þér annað.“ Þá kom saga
sem var enn ótrúlegri og hún var
sögð til að gera þá fyrri sennilegri.
Þannig gat hann bætt í sögurnar
aftur og aftur og í lokin var mað-
ur orðin alveg sannfærður um að
fyrstu ein eða tvær væru dagsann-
Við mælum
rafgeyma og
skiptum um
H
ra
ðþjónusta
Allir út að hjóla
Eitt mesta úrval
landsins í allar gerðir faratækja
TUDORmeð
Bíldshöfði 12 - skorri.is - 5771515
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
ÆVINTÝRAMAÐURINN
OG SAGNAMEISTARINN
LÚÐVÍK KARLSSON
n Hljóp á heitu hrauni n Flóðbylgja á Grænlandi
n Hörmulegt þyrluslys á Kjalarnesi
Ómar og Lúðvík fylla
á vélina TF-GIN