Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Page 33
337. júní 2019 ar. Ég man ekki eftir að hafa heyrt nokkurn mann haft slíkt vald á frá- sögnum eins og Lúlla,“ segir Ómar. Hasar á Grænlandi Einhver mesti hasarinn sem Lúð- vík lenti í var í Grænlandi sumar- ið 1974 en þá munaði minnstu að hann og tveir félagar hans yrðu undir flóðbylgju þegar ísjaki skall í hafið. Var þessu lýst í Morgunblað- inu þann 21. ágúst árið 1974. Lúðvík, ásamt Páli Kristjánssyni flugmanni, Hannesi Thoraren- sen fallhlífarstökkvara og þýskum manni að nafni Thomas Gruler, héldu til Grænlands í tengslum við flugvallargerð í Nansensfirði. Voru þeir á Cessnu-vél í eigu Austurflugs og voru að athuga skilyrði til gerð- ar flugbrautar í firðinum. Þegar þeir höfðu fundið stað flaug Páll með Hannes til Ísafjarðar en Lúðvík og Thomas urðu eftir á Grænlandi. Þegar vélin sneri aftur frá Íslandi til að sækja þá hvarf hún í mikilli þoku. Voru þá sendar leitarvélar frá Keflavíkurflugvelli og fannst vélin loks í Nansensfirði, á hvolfi. Var send þyrla frá Kulusuk til að sækja mennina og vél frá Sverri Þóroddssyni send frá Íslandi til að sækja þá til Kulusuk. Þegar þeir lentu loks í Keflavík höfðu þeir sögu að segja. Lúðvík og Páll sögðu að lending Páls hefði gengið að óskum en vélinni hefði hvolft í reynslu- flugi. „Við vildum kanna hvernig flug- takið gengi, og þyngdum við vélina með bensíntunnu, en dr. Gruler beið á jörðinni. Flugtakið gekk að óskum, og síðan komum við aftur til lendingar. Gekk það vel í fyrstu, en þegar vélin var komin að því að stöðvast, sprakk á vinstri hjól- barða, og skipti þá engum togum, að hjólið grófst niður, vélin fór út af braut- inni, og hvolfdi,“ sögðu þeir við Morgunblaðið. Flóðbylgja skellur á Þegar þeir komust út úr vélinni sáu þeir að skrokkurinn var ekki mikið skemmdur en annar hjólbarðinn ónýtur. Var þá Þjóðverjinn Gruler sendur upp á næsta fjall með neyðarsendi en hann var þaulvan- ur fjallgöngumaður. Lúðvík sagði: „Aftur á móti fórum við að taka ýmislegt úr vélinni. Það fyrsta, sem við tókum, voru framsætin og síð- an fengum við okkur sæti í þeim og byrjuðum að lesa nýjustu blöðin, sem Páll hafði komið með frá Ísa- firði.“ Sáu þeir þá illan fyrirboða, þrjá hrafna sem flugu að þeim og létu öllum illum látum. „Ég var byrjaður á annarri síðu Morgun- blaðsins þegar gífurlegir skruðn- ingar í skriðjöklinum byrjuðu, og skipti það engum togum, að ísborg á stærð við fjall steyptist í sjóinn. Þarna kom hún niður 10-20 kíló- metra í burtu frá okkur, og við höfð- um ekki miklar áhyggjur.“ Þeir hefðu þó mátt hafa meiri áhyggjur af þessu. Lúðvík hélt áfram: „Fyrstu sekúndurnar gerð- ist ekkert annað á firðinum, nema hvað litlir ísjakar voru á hoppi um allt og tókum við eftir því , að þeir hækkuðu á sjónum, þegar mið- að var við borgarísjakana. En fyrr en varði var sjórinn kominn upp á fjörukampinn fyrir framan okkur, en hann var í um 1 metra hæð yfir sjónum áður. Við áttuðum okkur strax, gripum það lauslegt, sem var í kringum okkur, og tókum á rás. Heil flóðbylgja og ísjakar eltu okk- ur, en við náðum upp á hól, sem var þarna skammt frá, í tæka tíð, en þá voru fyrstu jakarnir ekki nema 2-3 metra á eftir okkur. Höfum við sennilega sett Íslandsmet á þessari vegalengd. Það, sem við gátum gripið með okkur, voru neyðarblys, matarpakki, riffill og álsvefnpokar. Það kom í ljós að við höfðum týnt myndavélinni, kíki og fleiru.“ Gruler kom hlaupandi niður af fjallinu þegar hann sá flóðbylgj- una skella á. Hélt hann að Lúðvík og Páll hefðu orðið fyrir henni og væru ekki á lífi. Taldi hann að sjór- inn hafi gengið 100-200 metra í loft upp þegar ísfjallið brotnaði. Félagarnir týndu munum í bylgjunni og flugvélin gjöreyði- lagðist. Þeir gátu þó tekið hitamæli, áttavita, klukku og fleira úr henni. Gátu þeir kom- ið sér upp vísi að veðurathugunar- stöð. Þá ristu þeir klæðninguna af vélinni og tóku allt sem hægt var að brenna, hjólbarða, felgur og fleira. Um nóttina sváfu þeir úti í mikl- um kulda og raka. Skiptust þeir á að vaka og vaktmaður var með riffil- inn til að verjast hvítabjörnum. Þeir sáu engar flugvélar fyrr en Herkú- lesvél varnarliðsins kom um há- degið næsta dag. Flugmennirnir köstuðu neyðarpakka með mat, tal- stöð, sígarettum og fleiru til þeirra. Um kvöldið kom danska þyrlan frá Kulusuk að sækja þá. Slysið á Kjalarnesi Í nóvember árið 1974 greindi Morgunblaðið frá því að Lúð- vík og Kristján S. Helgason, framkvæmdastjóri hefðu fest kaup á ellefu sæta þyrlu frá Or- lando í Flórídafylki. Var hún af gerðinni Sikorsky 55, eða S-55, sömu tegund og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hafði áður notað. Höfðu veitustofnanir sýnt áhuga á að nota vélina í tengslum við margs konar framkvæmdir í byggð og óbyggðum. Þyrlan hafði ekki farið nema nokkrar ferðir þegar hún hrap- aði til jarðar, þann 17. janúar árið 1975. Með henni fórust Lúðvík, Kristján og fimm starfsmenn raf- veitunnar. Ferðinni var heitið til Vegamóta á Snæfellsnesi þar sem rafveitustarfsmennirnir ætluðu að fylgjast með framkvæmdum. Nokkrum mínútum eftir flugtak heyrðist dauft kallmerki frá þyrl- unni en síðan ekkert meir. Þyrlan hrapaði skammt frá bænum Hjarðarnesi á Kjalarnesi og töldu sjónarvottar að flugmað- urinn hefði misst stjórn á vélinni, hugsanlega vegna sviptivinda. Í tryggingamáli fyrir hæstarétti árið 1983 var talið að ekki hefði verið um gáleysi að ræða. Slysið á Kjalarnesi mark- aði djúp spor fyrir alla viðkom- andi. Lúðvík skyldi eftir sig konu og þrjú ung börn og allt flug- samfélagið minntist hans. Ómar Ragnarsson þar á meðal. Verður þér oft hugsað til hans? „Já, svo sannarlega,“ seg- ir Ómar. „Þann dag þegar Lúlli hefði orðið fimmtugur komum við allir úr fluginu saman til að minnast hans. Það var athöfn niðri í bæ og upptaka í gangi. Ég rifjaði þá upp allar þær sögur sem ég mundi eftir.“ n TÍMAVÉLIN ALLAR ALMENNAR FATAVIÐGERÐIR TÖKUM AÐ OKKUR Malarhöfða 2 8941825 Erum á LOST.IS „Allir ferða- mennirnir sem voru þarna að fylgjast með gos- inu voru þrumu- lostnir að sjá þessi ósköp. Hella 1970 Lúðvík á bíkiníi. Morgunblaðið Grænlandsfarar lýsa reynslu sinni. Lúðvík Karlsson Lífsglaður ævintýramaður. „Ég held að við höfum verið á hvolfi hálfa leiðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.