Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Síða 42
42 FÓKUS 7. júní 2019
F
rímann Andresson byrjaði
ungur að vinna við útfarir og
það sem átti aðeins að vera
sumarstarf varð að ævistarfi
hans. Þrátt fyrir að hann segist
hafa verið stefnulaus sem ungur
maður er ljóst að rauði þráðurinn
í störfum hans hefur ætíð verið
að hjálpa fólki, jafnt í gleði sem á
sorgarstundum.
Blaðamaður settist í sófann
með Frímanni hjá Útfararþjónustu
Frímanns og Hálfdáns í Hafnarf-
irði, þar sem Frímann tekur á móti
aðstandendum og leiðbeinir þeim
um hinstu stund ástvina þeirra;
hvenær, hvar og hvernig útför mun
fara fram.
„Við erum þrjú sem störfum
hérna, lítið og gott fyrirtæki. Mér
finnst þetta nánara og maður
kynnist fólki betur hér en á stærri
vinnustað, þar sem fólk er kannski
alltaf að hitta nýjan starfsmann.
Hér höldum við okkur við þá reglu
að ef ég verð fyrir svörum í fyrsta
sinn, þá tek ég viðtalið við að-
standendur og reyni að fylgja þeim
í allar athafnir og það sem þarf að
gera. Samskiptin verða eðlilegri og
persónulegri þannig og ég kann
betur við það fyrirkomulag,“ segir
Frímann.
Hann er fæddur í Reykjavík,
gekk í Laugarnesskóla, Öldusels-
skóla og útskrifaðist síðan úr
Menntaskólanum við Sund.
„Bekkjarkerfið var ástæðan fyr-
ir að ég fór þangað, mér fannst
það halda betur utan um hópinn,
frekar en fjölbrautaskóli þar sem
maður hefði týnst svolítið.“ Eftir
fyrsta bekk í menntaskóla, fór Frí-
mann og vann yfir sumartímann
hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur við
hefðbundin störf; reyta arfa, gróð-
ursetja blóm, laga til leiði, grafar-
tekt og slíkt,
„Ég vann síðan öll sumur með
menntaskólanum þar og þar með
var ég kominn inn í þennan heim
sem ég er búinn að vera viðloð-
andi síðan. Þegar ég útskrifaðist
úr MS árið 1993 þá var ég alveg
stefnulaus og vissi ekkert hvað mig
langaði að gera, og eðlilega fékk ég
bara vinnu áfram í kirkjugörðun-
um. Árið 1996, þegar ég var 23 ára,
losnaði sumarstarf hjá Útfarar-
stofu kirkjugarðanna. Þar var ég
næstu 19 árin þannig að starfið
varð aðeins meira en sumarstarf.
Síðan urðu breytingar þar, og Hálf-
dán bað mig um að koma í fullt
starf hingað yfir.“
Aðspurður um hvaða nám
útfararstjóri þurfi að hafa, svar-
ar Frímann að reynslan sé nám-
ið. „Maður fer bara í djúpu laugina
strax, og starfar við hliðina á öðr-
um reyndari, þannig hefur þetta
alltaf verið og er ennþá. Í ein-
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
„Maður ætti að
skipta um starf
þegar maður situr
með grátandi fólki
og það snertir
ekkert við manni“
Tvær hliðar Frímanns Andréssonar
- Útfararstjóri og plötusnúður
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Landsbjörg er
góður félags-
skapur og mjög
gefandi.
Gleði og sorg Að sinna fólki
er rauði þráðurinn í störfum
Frímanns, jafnt í gleði sem sorg.
M
Y
N
D
: H
A
N
N
A
/D
V
Sjálfboðaliði
Frímann hefur
verið meðlimur í
Landsbjörgu frá
unglingsaldri.