Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Síða 46
46 FÓKUS - VIÐTAL 7. júní 2019
andi hvað viðtöl taka á mann, en
ég held maður ætti að skipta um
starf þegar maður situr með grát-
andi fólki og það snertir ekkert
við manni. Maður getur þurft að
kyngja í viðtölum svo lítið beri á.“
Starfið hlýtur oft að reyna á
andlegu hliðina, hvað gerir þú
helst til að kúpla þig frá vinnunni?
„Ég labba á fjöll og geri það oft-
ast einn, ég þoli ekki íþróttastöðv-
ar. Svo slappa ég rosalega vel af
með að liggja heima í sófa og horfa
á sjónvarpið, ég er yfirlýstur sjón-
varpssjúklingur! Stundum stend
ég mig að því að hafa verið bara
inni í náttfötunum, gott veður úti
og maður fær pínu samviskubit, ég
verð að venja mig af því.“
Fleiri hliðar Frímanns
Útfararstjórastarfið er ekki eina
starf Frímanns, því hann gegnir
tveimur öðrum þó í minna mæli sé
og byrjaði í þeim báðum á grunn-
skólaaldri, annars vegar starfar
hann sem plötusnúður og hins
vegar sem meðlimur í Slysavarna-
félaginu Landsbjörg.
„Ég var 16 ára þegar ég byrjaði
í Flugbjörgunarsveitinni í Reykja-
vík. Starfið þar heillaði mig svaka-
lega og ég hætti meira að segja í
skóla í eitt ár, ég var svo upptekinn
af björgunarsveitarstarfinu. Það er
gott við þetta félag að þú getur lagt
þig eftir því sem höfðar til þín. Eins
og þegar ég var búinn með nýlið-
ann þá hafði ég ekki áhuga á klifri,
skyndihjálpin höfðaði til mín, ég
kláraði allt sem ég gat þar og tók
leiðbeinandann. Ég hafði áhuga á
fallhlífastökki líka, tók grunninn,
stökk nokkrum sinnum og fór í
bandaríska fallhlífaherskólann og
tók grunnnámskeiðið þar, en ég
fór ekki þá leið að kaupa fallhlíf og
stunda sem sport. Svo fór ég bara
að gera eitthvað annað. Lands-
björg er góður félagsskapur og
mjög gefandi starf,“ segir Frímann
sem er þó búinn að vera mis virkur
í gegnum árin.
„Björgunarsveitastarfið er
gott að því leyti að þú getur ráð-
ið sjálfur hversu virkur þú ert. Fé-
lagi minn hringdi síðan í mig árið
2003-4 og fékk mig með sér í að-
gerðastjórn, sem var frábær leið
fyrir mig aftur inn í félagið og mér
finnst þetta rosalega gaman. Ég er
í því sem heitir svæðisstjórn björg-
unarsveita á svæði 1. Þar eru 1-2
úr hverri sveit sem mynda þéttan
kjarna og eiga samskipti við lög-
reglu, aðstandendur þegar ein-
hver er týndur, skipa leitarsvæði
og ég hef fundið mig í þessu starfi.
Svæðisstjórnin er fín, það er aksjón
en ég hef ekki áhuga á að bjóða
mig fram í til dæmis stjórn Lands-
bjargar, það er of mikil fundarseta
fyrir minn smekk, en um að gera
fyrir þá sem hafa áhuga að sækja
eftir því, það höfðar ekki til mín.“
Plötusnúður þrátt fyrir háan
aldur
Undir lok grunnskólans hjá Frí-
manni þegar rafræna danstón-
listin fór að ryðja sér til rúms hér á
landi og plötusnúðar voru í háveg-
um hafðir leit hann til fyrirrennara
sinna eins og Þorsteins Högna
sem var með þátt á Bylgjunni.
„Maður hlustaði á þáttinn, tók upp
lög á kassettur og skrifaði niður
lista. Síðan þegar pabbi fór erlend-
is var hann sendur út með miða
yfir plötur sem hann átti að kaupa,
hann þvældist í vafasöm hverfi
og kjallara þar sem voru plötu-
búðir. Seinna fór maður sjálfur út
og keypti 100-200 plötur, áður en
plötubúðir urðu að veruleika hér
heima. Á þessum tíma var reif-
-menningin ný og maður tók þátt í
þeirri umbreytingu og ég var mest-
megnis að spila í frekar ólöglegum
partýum í bílakjöllurum eða slíkt,
þetta var mikið jaðar.“
Síðan tók Frímann að spila á
stöðum eins og Tunglinu, Ing-
ólfskaffi, Rosenberg og fjölda
staða sem opnir voru í stuttan
tíma. „Svo kom Thomsen-tímabil-
ið sem var ævintýralegt, þá var
gefinn frjáls opnunartími, staðir
þurftu ekki að loka klukkan þrjú,
heldur var bara opið eins lengi
og fólk vildi, við spiluðum stund-
um fram undir morgun og fólk var
oft í mjög annarlegu ástandi,“ seg-
ir Frímann. „Í dag er þetta þannig
að maður er bara að spila eins-
taka sinnum á Kaffibarnum enda
orðinn háaldraður, þetta er í dag
kannski eitt kvöld í mánuði og mér
finnst það fínt!
Ég er oft spurður hvort ég taki
að mér einkapartý, sem ég geri
ekki. Ég spila bara teknó- eða hou-
setónlist og ef hún er sett á fyrir
fólk komið yfir miðjan aldur eða
fólk sem fílar hana ekki þá er það
ekkert skemmtilegt. Fólk sækist
vonandi í að koma þegar ég er að
spila af því að það fílar tónlistina
sem ég er að spila.“
Frímann segir útgjöldin alltaf
meiri en innkoman er, og margir
staðir hafi í gegnum tíðina geng-
ið á lagið með að plötusnúðar
spili af áhuganum einum saman
og því borgað lítið sem ekkert. „Þú
ert að panta plötur og láta senda
heim, eða í dag að sækja tónlist
af netinu, þú þarft að eiga græjur
en maður hefur brennandi áhuga
á þessu. Áður var maður oft með
mikinn farangur með sér, alltaf
með fullt af plötum, þvílíkur burð-
ur og stundum var maður með
plötuspilara og mixer, núna er
maður með einn svona kubb með
allri tónlistinni sem maður hefur
keypt sér í gegnum árin.“
Aðspurður hvort hann hafi
aldrei viljað gera tónlist sjálfur
svarar Frímann að það sé mjög al-
geng spurning og svarið við henni
sé að það henti honum ekki. „Ég
get varið mörgum kvöldum að fara
í gegnum rafrænar plötubúðir að
leita að réttu lögunum, en að eyða
mörgum kvöldum eða vikum í að
reyna að finna rétta taktinn er eitt-
hvað sem ég fíla ekki.“
Frímann er faðir tveggja
drengja, 11 og 15 ára, og segir
hann þeim ekki finnast starf föður
síns eitthvað sérstakt. „Mér finnst
þetta svo eðlilegt að ég geri mér
ekki grein fyrir hvort öðrum finnst
það sérkennilegt starf. Það er sjokk
fyrir fólk sem hefur enga reynslu af
dauðanum að standa allt í einu
í líkhúsi og þú þarft að komast
yfir þann þröskuld ef þú ætlar að
vera í þessu starfi. Ég er bara mjög
ánægður, þú einhvern veginn
kannt við þetta starf strax eða ekki
og ég get ekki séð að ég sé að fara
að skipta um starf úr þessu. Það er
skemmtileg samsetning að sinna
þessu starfi og vera svo plötusnúð-
ur af og til. Sitt hvor endinn á lífs-
spektrúminu: sorg og gleði, en
alltaf tengdur fólki.“ n
Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is
LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS
„Að vera í
hlutverki
þess sem að-
stoðar fólk er
það besta við
starfið“
M
Y
N
D
: H
A
N
N
A
/D
V
Á Esjunni Frímanni finnast göngutúrar
bestir til að kúpla sig frá vinnunni.
Hinsta ferðin Fararskjótinn sem keyrir þá
látnu hinstu ferðina í kirkju og kirkjugarð.