Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Síða 48
7. júní 2019 23. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is „Reyki gras, sérhvern dag“ H in víðfræga Bláa sjoppa í Grafarvogi, eða Engja- ver eins og hún var áður kölluð, verður nú veip- búð. Veipkeðjan Polo tilkynnti nýverið að hún myndi opna í sjoppunni. Einhverjir íbúar hverfisins hafa lýst yfir áhyggjum af opn- uninni enda er sjoppan stað- sett á milli þriggja skóla. Fram- haldsskólans Borgarholtsskóla og grunnskólanna Vættaskóla og Kelduskóla. Bláa sjoppan hefur hins vegar selt rafrettu- vörur frá árinu 2017 og einnig hefur verið hægt að kaupa tóbak þar. Bláa sjoppan verður veipbúð Þorsteinn ræðukóngur málþófsins Þ orsteinn Sæmundsson hefur forystu í málþófi Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þegar þessi frétt er skrifuð hafði hann haldið 48 ræður um málið. For- maðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kom rétt á eftir með 45 ræður og Birgir Þórar- insson með brons og 39 ræður. Þar á eftir koma Karl Gauti Hjaltason með 36 ræður, Berg- þór Ólason með 35, Ólafur Ís- leifsson með 27, Gunnar Bragi Sveinsson með 23, Anna Kol- brún Árnadóttir með 13 og lestina rak Sigurður Páll Jóns- son með aðeins 8 ræður. Vestur-Íslendingur stofnar kannabisræktun í Utah L yle Christansen er vestur-íslenskur bóndi í Utah sem hyggst stofna kannabisræktun á ættarbúgarði sín- um. Lyle ræddi við FOX 13 sjónvarp- stöðina nú á dögunum og kom þar fram að hann væri af íslenskum ættum. Í viðtalinu lýsir Lyle hann íslenskum forfeðrum sínum sem „brauðryðjendum sem komu til lands tækifæranna“. Jörðin hefur gengið frá einni kynslóð til annarr- ar. Á bænum ræktar Lyle meðal annars bygg og alfalfaspírur sem hann selur síðan á Amazon.com undir vörumerkinu „The Viking Farmer“. Núna hyggst hann feta nýjar slóðir í ræktuninni. Árlega veitir Matvæla- og landbúnað- arstofnun Utah-fylkis 10 leyfi til bænda til að rækta maríjúana í lækningaskyni. Með því er reynt að tryggja að sjúklingar geti nálgast efnið á löglegan og auðveld- an hatt. Lyle hyggst sækja um slíkt leyfi og segist hann hafa mikla trú á ræktun af þessu tagi. „Ég lít ekki á þetta sem dóp eða gras. Fyrir mér þetta er lyf. Þetta á eftir að hjálpa börnum með kljást við krampa og flog. Þetta á eftir að hjálpa systur minni sem er að ljúka lyfjameðferð við krabbameini. Krabbameinsjúklingar geta nýtt sér þetta, og sömuleiðis uppgjafahermenn sem þjást af áfallastreituröskun. Möguleikarnir eru óteljandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.