Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 62
62 FÓKUS - VIÐTAL 8. mars 2019 Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS Nokia 5.1 Plus Með öflugum 8 kjarna örgjörva fyrir AR leiki Frábær orkunýting Android One 13 og 5MP myndavélar 19:916MP13MP12MP 5.8’’19:916MP13MP12MP 5.8’’ 19:916MP13MP12MP 5.8’’19:916MP13MP12MP 5.8’’ 5.8” HD+ skjár en seinna kvöldið var meiri þögn og spenna. Það fer eftir aldurs- samsetningu hópsins, salnum, sviðinu, það eru ótrúlega margir þættir sem spila inn í og ég er sem sagt akkúrat bara að læra hvað virkar í hvaða aðstæðum. Mér sýnist til dæmis yngra fólk eiga erfiðara með að höndla orðið „krabbamein“ – fer miklu frekar í baklás en eldra fólk. Kannski þarftu ákveðna lífsreynslu til að geta hlegið að svona alvarlegheit- um og dauðleikanum. En ég þarf þá líka að læra hvernig ég get upp- lýst þau og fengið þau til að slaka á með það að hlæja að krabbamein- inu mínu. Því það er líka það sem þarf að vera á hreinu, ég er ekki að gera grín að krabbameini yfirhöf- uð eða að öðrum krabbameins- veikum. Þetta byggist allt einungis á minni upplifun og minni sýn.“ Ingibjörg segir það hjálpa mikið í þessu ferli að nota húmor- inn og sjá spaugilegu og kald- hæðnislegu hliðarnar á hlutunum. „Ég neita að bera virðingu fyr- ir krabbameini. Það tók pabba minn frá mér þegar ég var ung- lingur sem og fleiri og hefur oft ógnað ástvinum mínum í gegn- um tíðina. En í þetta skipti varð ég í raun aldrei hrædd, nema kannski í nokkra daga þegar ekki var vitað hvort meinið hefði náð að dreifa sér. Svo var ekki þannig að ég hef fulla trú á að ég nái heilsu aftur og veit um leið hvað ég er rosalega heppin. Þess vegna tek ég þessu svona afslappað en ég þarf líka að tjá mig um þessa reynslu og það kemur bara út í gríni. Kannski líka af því að ég er frekar mikill einfari, bý ein og hef alltaf séð um mig sjálf. Fjöl- skyldan og flestir vinirnir búa á Íslandi þannig að ég þarf allt í einu að tjá mig meira við þau til að leyfa þeim að fylgjast með þróuninni. Ég þekki það vel að vera aðstand- andi og veit að þau þurfa að fá fréttir en ég vil ekki að neinn hafi áhyggjur af mér svo ég fer í gríngír- inn. Og ég meina „kommon“, til- hugsunin um að skvísa eins og ég þurfi kannski að ganga með bleiu ef ég skyldi hnerra meðan óheppi- legar aukaverkanir af einu lyfjanna minna standa yfir … ég meina, hvað er ekki fyndið við það?“ Erfitt að vera fjarri ástvinum Það er ekki auðvelt að takast á við veikindi í öðru landi, fjarri fjöl- skyldu og vinum. Ingibjörg má ekki fljúga til Íslands meðan á meðferðinni stendur og reiðir sig því á að ástvinir hennar heimsæki hana til Edinborgar. „Ég er nú þegar búin að setja upp nokkurs konar ferðasjóð á fjáröflunarsíðu. Eins og ég segi, það er erfitt fyrir fjölskyldu og vini að vera í öðru landi meðan ég er í meðferðinni og á meðan má ég ekki fljúga til Íslands þá sjá þau mig ekkert fyrr en í fyrsta lagi í haust. En ég á góða systur og vin- konur sem eru æstar í að skiptast á að koma til mín og hjálpa mér svo mér datt í hug að þau sem vildu gera „eitthvert gagn“ gætu leyst það svona, hjálpað mér að endur- greiða þeim ferðakostnaðinn, svo þarna er leið til þess.“ Helst af öllu vill Ingibjörg fá tækifæri til að hitta móður sína, sem nýlega greindist með minn- issjúkdóm á byrjunarstigi. „Ég ætl- aði þess vegna að dvelja mikið hjá henni í vetur en krabbameinið hefur sett strik í reikninginn. Það er aldrei góður tími til að fá krabbamein, en ég á mjög erfitt með að sætta mig við að það steli öllum þessum dýrmæta tíma frá okkur mæðgunum. Við tölum mikið saman í síma en mig langar að bjóða henni hingað út í heim- sókn líka í eina viku eða tvær, þegar fer að vora. En þá þarf ég að leigja íbúð því mín er svo lítil og óhentug og eins þurfa fleiri ætt- ingjar að koma með því hún getur ekki ferðast ein og ég verð kannski ekki í ástandi til að sinna henni al- mennilega.“ Með mörg járn í eldinum Ingibjörg lítur framtíðina björtum augum. Líkt og hún segir sjálf þá er krabbameinið einfaldlega eitt af verkefnum lífsins, og lífið heldur jú áfram þrátt fyrir allt. „Ég hefði viljað geta lagst í mikil ferðalög en er að fara í aukalega lyfjagjöf sem veldur því að ég verð að mæta á sjúkrahúsið hér í Edin- borg á þriggja vikna fresti í heilt ár, þannig að ég verð á nokkurs kon- ar „skilorði“ um sinn. En ég get nú vonandi unnið eitthvað fyrir mér inni á milli meðferða, með skrif- um. Ég er einmitt að dunda mér við að skrifa nokkurs konar hand- bók fyrir einfara sem fá krabba- mein, með grínívafi, og vonandi hefur einhver áhuga á að gefa hana út á endanum,“ segir Ingibjörg en hún lætur ekki staðar numið þar, því framundan er að halda aðra skosk/íslenska uppistandshátíð í Reykjavík í febrúar 2020. „Svo er ég að flytja inn skosku hljóm- sveitina The Pro claimers sem heldur tónleika í Eldborg í apr- íl. Þannig að ég er vanalega með mörg járn í eldinum og hef upp á síðkastið verið að byggja brú milli Íslands og Skotlands.“ Og svo virðist sem uppistandar- inn Ingibjörg muni hafa nóg að gera á næstunni en sem fyrr segir mun hún koma fram á eigin sýn- ingu á Edinborgarhátíðinni, Ed- inburgh Fringe Festival, í ágúst næstkomandi. Fyrirhugaðar eru níu sýningar frá 17. til 25. ágúst. „Þótt að sýningin skrifi sig væntanlega að mestu leyti sjálf á næstunni þá þarf ég líka að fara á fullt um leið og meðferðinni lýkur við að fínpússa hana og markaðs- setja. En það stefnir í að við verð- um þónokkrir Íslendingar með uppistandssýningar hér í ágúst svo ég verð í góðum félagsskap. Ætli ég verði svo ekki að taka því rólega inni á milli því það tekur tíma að byggja sig aftur upp eftir lyfjameð- ferð.“ n Þeir sem vilja leggja ferðasjóði Ingibjargar lið er bent á heimasíð- una: https://www.justgiving.com/ crowdfunding/ingibjorg-rosa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.