Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 6
6 12. apríl 2019FRÉTTIR A ndlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgangur gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðu­ leg afskipti af einkalífi starfs­ manna eru á meðal ásakana sem fjórir fyrrverandi starfsmenn Innheimtu stofnunar sveitar­ félaga – allt konur – bera á stjórn­ endur stofnunarinnar. Halda þær því fram að forstöðumaður úti­ bús stofnunarinnar á Ísafirði stýri stofnuninni eins og einkafyrir­ tæki sínu. Meginhlutverk Inn­ heimtustofnunar sveitarfélaga er innheimta meðlagsgreiðslna og er ekki um stóran vinnustað að ræða. Aðalstöðvarnar eru í Reykja­ vík, útibú var opnað á Flateyri árið 2011 en var síðan flutt til Ísafjarðar. Starfsmenn eru núna átta á Ísafirði og tólf í Reykjavík. Þær Braga Ósk Bragadóttir, Elsa Óskarsdóttir, Guðríður Krist­ jánsdóttir og Daðína Helgadóttir eru allar fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar sveitar­ félaga. Allar vitna þær um ákveðið mynstur framkomu í garð starfs­ manna sem falla í ónáð forstöðu­ mannsins og nefna þær dæmi um starfslok fjögurra starfsmanna í kjölfar hegðunar sem þær líkja við ofsóknir. Allir starfsmennirnir eru konur. Braga lýsir því auk þess hvernig hún telur sig hafa verið rægða á meðal fyrrverandi starfs­ félaga sinna á Ísafirði sem hafa lokað á öll samskipti við hana. Þær segja mikinn ótta ríkja meðal starfsfólksins vegna stjórnarhátta forstöðumannsins og að starfsfólk þori ekki að gagnrýna stjórnunina nema í einkasamtölum sín á milli. Á borðinu liggja alltaf tvö bréf Daðína Helgadóttir segir: „Ég byrjaði að vinna hjá stofnuninni á Flateyri árið 2008. Þá starfaði Guðríður ásamt þáverandi for­ stöðumanni þarna, en núverandi forstöðumaður tók til starfa 2010. Sumarið 2013 var ég kölluð inn til hans og fékk val um að segja upp eða vera sagt upp og hann færi með það alla leið, hvað sem það svo þýðir annað en að vera ákveðin hótun. Svo mátti ég ekki ræða þetta við neinn og það var erfitt. Ég hætti einmitt 30. júlí, al­ veg á leiðinni í sumarfrí, ætlaði að byrja í því 1. ágúst, búin að hlakka rosalega mikið til, þar sem dóttirin var að fara að eignast sitt fyrsta barn. Þetta varpaði skugga á bæði þá upplifun ásamt því að sumarfríið varð meira stressandi, þar sem maður vissi ekki hvað væri framundan. En það má kannski segja að litli ömmustrák­ urinn minn hafi bjargað geðheilsu ömmu sinnar á þessum tíma. Mér var ekki boðinn starfslokasamn­ ingur á þessum tíma, en fékk svo að vita símleiðis að þeir myndu borga mér laun í þrjá mánuði.“ Braga segir: „Ég var fyrsti starfs­ maðurinn sem þessi tiltekni for­ stöðumaður réð til starfa. Ég man vel eftir þeim degi þegar hann kallaði Daðínu inn til sín, hún kom fram um hálftíma síðar og sagði mér að hún þyrfti að kveðja mig, hún hefði ákveðið að segja upp. Hún pakkaði bara saman dótinu sínu og fór og ef ég man rétt þá var klukkan um 14.00. Þetta var mjög svo furðulegt. Það var enga vinnu aðra að hafa fyrir hana á svæð­ inu en hún bjó á Þingeyri og tók strætisvagn í vinnuna á Flateyri.“ Ástæða uppsagnarinnar var ekki samdráttur heldur átti starfsmönnum eftir að fjölga úr fjórum í átta. „Hann vildi koma sínu fólki að. Vinur hans var ráð­ inn í þetta starf skömmu síðar,“ segir Braga. Önnur kona segist hafa hlotið sömu örlög árið 2015. Guðríður Kristjánsdóttir segir: „Framkoma forstöðumannsins í garð minn breyttist mikið, hann gerði allt til þess að mér liði illa. Í desember 2015 gerðist þetta: Við vorum þá að fara í jólahlaðborð á vinnustaðnum klukkan 17 með fjölskyldum okkar, en þetta var 16. desember. Það fóru allir heim nema ég og forstöðumaðurinn þar sem ég bjó á Flateyri og var með sparifötin í bílnum, ég var kölluð inn til hans klukkan 15.45, og þar biðu mín tvö bréf. Annað var upp­ sagnarbréf og hitt bréf um að ég segði sjálf upp starfi. Þarna mátti ég sitja, rétt áður en jólahlaðborð átti að hefjast og velja.“ Guðríður flutti suður í kjölfarið, eftir 50 ára búsetu á Flateyri. Braga segir um þetta atvik: „Þetta var skelfilegt. Klukkan kort­ er fyrir fimm var hringt dyrabjöll­ unni hjá mér. Guðríður stóð fyrir utan og sagði við mig um leið og ég opnaði: „Vissir þú þetta?“ Hún sagði mér síðan hvað hefði gerst. En forstöðumaðurinn reyndi án árangurs að sannfæra mig, þegar ég mætti klukkan 17, um að Guð­ ríður hefði verið orðin óánægð í starfi og viljað hætta. Það er hins vegar alrangt.“ Þess má geta að forstöðumað­ urinn og Guðríður sendu frá sér hvort sinn tölvupóstinn til vinnu­ félaganna þar sem þau lýstu or­ sökum brotthvarfsins með afar ólíkum hætti. Forstöðumaðurinn skrifaði meðal annars: „Guðríður hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa frá og með deginum í dag. Hún sagði upp störfum við lok dagsins í dag. Við óskum henni að sjálfsögðu velfarnaðar í nýjum störfum.“ Guðríður skrifar hins vegar: n Tala um mikla starfsmannaveltu á litlum vinnustað n Meint afskipti af einkalífi starfsfólks Innheimt- ustofnun sveitarfé- laga Fjórar konur stíga fram og deila reynslu sinni af yfirmanni. Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is MYND: HANNA/DV Fyrrverandi starfsfólk sakar Innheimtustofnun um ógnarstjórnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.