Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Síða 21
Páskafjör 12. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Markmið okkar er að vera lókal í öllu sem við gerum. Allur fiskur kemur úr firðinum og allt lambakjöt sem við notum kemur frá bænum Helgafelli, við tökum 200 skrokka frá þeim í heimtöku, vinnum allt kjöt frá grunni og nýtum allt af lambinu. Nautakjötið kaupum við frá ýmsum nálægum stöðum, við látum slátra fyrir okkur, tökum heim, úrbeinum og gerum úr því hamborgara,“ segir Sæþór H. Þorbergsson, bryti á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi. Sæþór og eiginkona hans, Steinunn Helgadóttir, eru eigendur staðarins. Narfeyrarstofa er rótgróinn staður þar sem sífelld þróun og nýsköpun á sér stað í matargerð. „Við höfum átt þetta síðan 2001 og erum enn á sömu kennitölunni, geri aðrir betur,“ segir Sæþór. Aukinn ferðamannastraumur til landsins síðustu ár hefur haft sín áhrif á gestasamsetninguna: „Hér eru erlendir túristar í miklum meirihluta en við erum líka með töluvert af innlendum fastakúnnum og það er ekki bara fólk sem býr hér í nágrenninu heldur líka aðkomufólk.“ Narfeyrarstofa hefur blómstrað hin síðari ár og er opið á staðnum allan ársins hring. „Síðasta vetur var opið alla daga vikunnar, ég hef aldrei séð annað eins. Það er líka mikið gistipláss hér í Stykkishólmi, samtals 900 rúm í gistirými á gistihúsum, hótelum og í Airbnb-gistingu.“ Lengdur opnunartími um páskana Um páskana verður opnunartíminn lengdur. „Við ætlum þá að vera með rauðvín mánaðarins á tilboði, Tommasi Arele á 6.900 krónur og svo kokteil á 1.500 krónur alla daga. Einnig erum við að plana nokkra viðburði svo það er um að gera að fylgjast með okkur á Facebook: Narfeyrarstofa þar sem við auglýsum viðburði og lengdan opnunartíma,“ segir Sæþór. Að sögn Sæþórs sækja erlendir ferðamenn mikið í sjávarfangið enda mikið úrval af spriklandi ferskum fiski í boði og afar ljúffengum og hugvitsamlegum sjávarréttum. „Hér er alltaf fiskur dagsins í boði, í dag er það hlýri og á morgun verður það langa. Síðan er það það þorskur, bláskel, hörpuskel og margt fleira.“ Lambakjötið er líka vinsælt og mjög fjölbreyttir réttir í boði af fersku lambakjöti sem er fullunnið á staðnum: „Við erum alltaf með steik dagsins sem er breytileg eftir atvikum, það getur verið hryggur, læri, innanlæri, skanki eða lund; síðan er alltaf gúllassúpa í boði og sérstakar lambapylsur, sem við framleiðum, eru á hádegismatseðlinum.“ Ódýr og hollur matur fyrir börnin Narfeyrarstofa er fjölskylduvænn veitingastaður sem gerir hann að áhugaverðum kosti fyrir fjölskyldur á faraldsfæti. „Við erum með sérstakan barnamatseðil með þremur réttum þar sem enginn réttur kostar meira en 1.250 krónur og ódýrasti rétturinn er á 850 krónur. Þetta er allt ferskur og góður matur, fiskréttur, kjötbollur sem við vinnum hér sjálf og hamborgari. Engir kjúklinganaggar eða eitthvert drasl. Við bjóðum börnum upp á ferskan og hollan mat á vægu verði.“ Þess má geta að í júní í fyrra útskrifaði Narfeyrarstofa sinn fyrsta matreiðslunema, Þorberg Helga Sæþórsson, sem er sonur þeirra hjóna. Narfeyrarstofa er til húsa að Aðalgötu 3, Stykkishólmi. Símanúmer er 533-1119. Nánari upplýsingar á vefsíðunni narfeyrarstofa.is. n NARFEYRARSTOFA: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.