Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Side 31
FÓKUS - VIÐTAL 3112. apríl 2019 Ég er mjög gamaldags, ég er með alla diskana, sem er kannski ekki vesenið, en Dillon er minn stað­ ur og stundum er ég föst hér út af samviskunni, en samt ekki sam­ viskunni af því þau bara gera allt fyrir mig hér eins og að halda þetta frábæra afmæli fyrir mig. En ef ég kemst annað þá geri ég það.“ Amma rokk sem er eldri en rokkið sjálft Andrea er aldrei kölluð annað en amma rokk og aðspurð hver fann upp það viðurnefni segist Andr­ ea ekki hafa hugmynd um það. „Ég upphugsaði ekki þann titil, ég hef ekki hugmynd um hver byrjaði með hann upphaflega. Ég get verið amma flestra sem eru hérna í dag, jafnvel langamma. Viðurnefnið gæti verið tengt útvarpinu af því að ég var þar á tímabili með rokk­ þætti, fimm kvöld vikunnar, en ég hlusta á miklu fleira en það, svo er spurning hvað er kallað rokk,“ seg­ ir Andrea. „Mér finnst bara öll flott tónlist alveg frábær hvort sem hún heitir popp eða rokk eða djass, ég er hins vegar ekki vel að mér í klassík. En ég hlusta á alla flóruna. Það er ekki endilega hægt að bera saman tón­ list, það er fátt í dag sem er illa gert og margt er alveg framúrskarandi vel gert. Það er alls konar mæli­ kvarði, þetta er ekki eins og að gefa rétt fyrir stærðfræði,“ segir Andrea, sem alla föstudaga sér um að ræða um plötu vikunnar á Rás 1, ásamt Arnari Eggerti Thoroddssyni. „Maður setur sig inn í heim við­ komandi tónlistarmanns og dæm­ ir út frá því. Stundum er verri plata kannski skemmtilegri en betri plata, plata getur líka haft meiri til­ gang en önnur sem er fullkomnari hvað tónlistina varðar.“ Þar sem hún hefur hrærst í tón­ list allan þennan tíma, er við hæfi að spyrja hvort hún hafi sjálf sung­ ið eða leikið á hljóðfæri? „Nei, ég syng bara með. Ég hef einu sinni stigið á svið og sungið, það var hér á Dillon í afmæli Stellu Hauks, vin­ konu minnar, sem var ákveðin í að verða ekki sextug og hélt af því til­ efni tvenna tónleika, aðra þegar hún var 59 ára og þá seinni þegar hún varð sextug. Það voru all­ ir búnir að syngja lag nema ég og erfiðasta lagið var eftir: Mama Loo, sem er ofsalega langt lag með mikl­ um texta. Ég fékk þau ummæli að ég hefði lúkkað vel með mækinn. Sem betur fer var þetta ekki tekið upp,“ segir Andrea og hlær, og seg­ ist engu að síður alveg halda lagi. „Þetta er eitthvað sem maður getur æft sig í, en ég hef ekki haft metn­ að í það.“ Músíkin eins og mannkynssaga „Ég hef áhuga á músík og tónlistar­ fólki, þetta er eins og mannkyns­ saga að miklu leyti, stórmerki­ legt fólk og margir textarnir alveg óborganlegir, hugsaðu þér hvað eru margir textar sem er búið að búa til sem eru um alls konar.“ Aðspurð hver hennar uppá­ haldstónlistarmaður sé, stendur ekki á svari. „Bítlarnir eru besta hljómsveit í heimi. Mér fannst þá í fyrsta sinn einhver koma fram sem var ekki að bugta sig og beygja fyrir einhverju yfirvaldi. Þeir sögðu sína skoðun. Fyrsta efnið sem þeir koma með tengist sjötta ára­ tugnum og rokki, svo byrja þeir að semja sjálfir og verða á stuttum tíma rosalega frumlegir. Að hlusta á plöturnar þeirra sýnir hvað varð mikil þróun og maður sér hvað þeir voru góðir með því að hlusta á upptökur með þeim. Mér finnst svo gaman þegar koma hreyfingar sem virka og hafa virkilega áhrif á samtímann og umhverfið, á hippatímabilinu þá var mjög mikil fegurðardýrkun, svo kom pönkið og gerði ófríðleik­ ann mjög töff og kúl. Pönkararnir voru líka hippar, það verður að hræra upp til að allt falli ekki saman og allir segi já og amen við öllu. Það er ennþá fólk sem seg­ ir að popparar eigi ekki að syngja um pólitík. Hvaða hroki er það að segja að popparar eigi ekki að skipta sér af pólitík? Sumir eru jú bara að syngja um ást og hamingju og gera það á fallegan eða frum­ legan hátt,“ segir Andrea. „Ný kyn­ slóð er svo komin, sem byrjaði hjá okkur með Sigur Rós, það er fólk sem er með umhverfisvernd að leiðarljósi. Ekki muna Sigur Rós bara út af skattaskýrslu, þeir lögðu mikið í umhverfisvernd og ég held ekki að Jónsi sitji sjálfur og geri skattaskýrsluna sína.“ Aðspurð hverjir séu uppáhalds í íslenska tónlistarheiminum, seg­ ist Andrea geta talið upp marga. „Ég er oft feimin við að nefna ís­ lenskt, þá skilur maður eitthvað út undan; Hljómar, Trúbrot, Ragga Gísla, Alvia Islandia, Jói G., sem er reyndar látinn, Mánar frá Sel­ fossi, Stuðmenn, hver nefnir ekki þá hljómsveit, Emilíana Torrini, Valdimar, Elly Vilhjálms, Dimma, Sólstafir, Sigur Rós, Engilbert Jen­ sen hefði átt að verða heimsfræg­ ur með sína einstöku rödd og Björgvin Halldórsson, þú getur ekki hlustað á raddfegurri mann. Það er eitthvað að þér ef þú þekk­ ir hann ekki, Krummi, sonur hans, er að gera frábæra hluti, það er svo gaman þegar þetta erfist, það er ekki sjálfgefið.“ Kynhneigðin aldrei tilkynnt sérstaklega Andrea er samkynhneigð og segist aldrei hafa tilkynnt það sérstak­ lega með því að koma út úr skápn­ um. „Á sínum tíma vildi ég ekki segja frá því út af dóttur minni, en ég hef heldur ekki þurft að lifa þannig að ég hafi þurft að skil­ greina mig. Ég hef aldrei þurft að skipta mínum heimi, sem ég er þakklát fyrir, og ég er líka þakklát þeim sem þurftu að gera það og ruddu brautina fyrir aðra,“ segir Andrea og bætir við að kynhneigð og skilgreining á henni sé flók­ in í dag: „En samt ekki jafnflók­ in og undirflokkar rokksins. Fyrir löngu ákvað ég að ég ætlaði ekki að taka þátt í því, ég ætlaði ekki að vita hvað „black metal“ eða „green metal“ væri. Þetta er bara rokk og annaðhvort er það gott eða ekki. Kannski er það eins með kynvit­ undina og gott að ýta á okkur með það einu sinni enn að vera bara frjálslyndur og vera ekkert að pæla í þessu. Það er alveg númer eitt að fólk sé frjálslynt og umburðarlynt.“ Andrea á eina dóttur, Laufeyju, sem er fædd 1974, og þrjú barna­ börn, sem verða 10, 18 og 23 ára á árinu. Auk þess á hún uppeldis­ soninn Áka, sem hún eignaðist árið 1985. „Hann er að gifta sig í sumar og ég fer fyrst til Bandaríkjanna í forbrúðkaup, þar sem hann býr og starfar sem doktor í sjávarlíffræði. Síð­ an koma þau hjón­ in hingað, konan hans tilvonandi er frábær stúlka af sænskum ættum sem er líklega ástæðan fyrir að hún er opin fyrir því að vera á Íslandi. Ég er svo sérvitur, ég vil ekki að einhver segi mér að þessi bunki megi ekki vera þarna. Ég vil hoppa í kringum mína bunka ein,“ svar­ ar Andrea aðspurð hvort hún sjálf eigi maka. „Ég hef verið í sambúð tvisvar sinnum, sem er bara alveg fínt, en í dag er ég samt aldrei ein, barnabörnin eru mikið hjá mér. Yngri stelpan stakk upp á því um daginn að ég fengi mér kött, þar sem ég væri alltaf ein, og ég svar­ aði því til að ég væri ekkert ein, hún væri alltaf hérna! Ástæðan þess að ég varð plötu­ snúður að fullri atvinnu á sínum tíma hér á Dillon er að þegar ég varð fimmtug þá var ég vinnulítil á tímabili. Mér var sagt upp í út­ varpinu, þeir vildu breyta mér úr föstum starfsmanni í „freelance“ og ég varð mjög móðguð yfir því. Eftir stutt stopp á Bylgjunni og Stjörnunni hætti ég að vera móðguð og fór aftur á RÚV sem „freelance.“ Eftir á að hyggja þá er það frábær aðlögun að því að verða eldri borgari. Þar sem ég er ekki fastráðin þarf ég ekki að hætta vegna aldurs og ég hef enn ekki verið rekin. Auðvitað kemur að því að ég verð rekin frá RÚV og þegar það verður mun ég ekkert verða móðguð yfir því.“ n MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTEFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR RÁIN ER ALHLIÐA VEITINGAHÚS Í REYKJANESBÆJARhjarta Tvær goðsagnir Andrea ásamt Robert Plant. Billy slær botninn í ballið Andrea endar öll kvöld á Dillon með því að spila lagið Piano Man með Billy Joel. „Allir dansa saman í hring, og sumir mæta bara fyrir dansinn og halda svo áfram niður í miðbæ á frekara svall.“ Bítlarnir bestir Andrea árið 2004 með dagatal bestu hljómsveitar í heimi. Í útvarpinu Andrea á Rás 2 árið 2013 með plötu Sigur Rósar, Kveikur. „Mamma var rosalega dugleg og því miður erfði ég ekki mikið af því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.