Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Page 48
12. apríl 2019 14. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 FALLEGT ÚTLIT VÖNDUÐ HÖNNUN Hefðir, handverk og framþróun. Nýja Inspiration línan hefur fallegt og gæðalegt útlit í samraæmi við innri gæði. Hægvaxta fura, náttúrulegt latex, þéttofin bómull og okkar eigið gormakerfi úr sænsku karbon stáli gefur óviðjafnanleg þægindi og stuðlar að góðum svefni. VISUALLY COMPELLING. CAREFULLY ENGINEERED. B Y S T E D dux.se Heritage and craftsmanship combined with innovation. The new INSPIRATION™ collection and its tailored exterior, brings justice to an ingenious inside. Slow grown pine, natural latex, high thread-count cotton and our very own, original, spring cassette system, with interlocked springs made from Swedish steel. For unparalleled comfort and sleep. THE ORIGINAL SINCE 1926 DUXIANA Ármúla 10 ) 568 9950 duxiana.is Háþróaður svefnbúnaður Mæður eru sonum verstar! Hvað er Eva Ruza að horfa á? É g viðurkenni að ég horfi aðallega á sjónvarpsþætti sem gera mig ekkert endi- lega gáfaðri en ég er og ég er algjör „reality“ fíkill. Mér finnst fátt skemmtilegra en að sökkva mér inn í heim fræg- ustu mæðgna í heimi í þættin- um „Keeping up with the Kar- dashians“. Ég lifi mig gríðarlega mikið inn í líf þeirra og elska dramað, glamúrinn og vesenið í þeim. Ég er að sega ykkur það, þar er enginn fjölskylda með tærnar þar sem þær hafa hæl- ana í dramanu. Núna bíð ég til dæmis spennt eftir Tristan/ Jordyn-dramanu. (Tristan, barnsfaðir Khloé fór í sleik við Jordyn sem var besta vinkona Kylie, sem er systir Khloé). Geggjað sjónvarp! Netflix-þættirnir „Riverdale“ eru búnir að fanga mig, en ég var mjög sein að uppgötva þá. Um leið syrgi ég vin minn Luke Perry sem lék í þátt- unum, en hann lést fyrir ekki svo löngu. G uðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokks- ins, í Kastljósi í vikunni til þess að ræða þriðja orkupakkann. Lenti Guðlaugur upp við vegg þegar rætt var um valdafram- sal og beitti þá gamalkunnu bragði; að vaða í þáttarstjórn- andann sem að þessu sinni var Einar Þorsteinsson. Til umræðu var álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar laga- prófessors um orkupakkann og valdaframsal til ESA. Í stað þess að svara spurningu með yfirvegun brást Guðlaugur illa við og vændi þáttarstjórnanda um að hafa ekki kynnt sér mál- ið. Veikti hann þar með mál- stað sinn og Miðflokksmaður- inn gekk frá viðtalinu sem hinn yfirveg- aði af þeim tveimur. Guðlaugur í vanda Móðir freistar þess að knésetja son sinn A lþjóðlega Reykjavíkur- skákmótið er í fullum gangi í Hörpu. Þar etja kappi um 240 keppend- ur frá 32 þjóðlöndum og á öllum aldri. Ein eftirtektarverðasta skák- in hingað til er viðureign Lenku Ptacnikovu við ellefu ára gamlan son sinn, Adam Omarsson, í fimmtu umferð mótsins, sem fram fór á fimmtudagskvöldið. Úrslit skákarinnar voru ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. „Þetta er lík- lega einsdæmi í íslenskri skák- sögu, sérstaklega á svo sterku al- þjóðlegu móti. Það hafa áður verið viðureignir milli feðga en ég minn- ist þess ekki að íslensk mæðgin hafi att kappi á slíku móti,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands. Lenka hefur um árabil verið sterkasta íslenska skákkonan en Adam er að stíga sín fyrstu skref í alþjóðlegri keppni. „Strákurinn er að standa sig vel en móðirin er mun sigurstranglegri,“ segir Gunnar. Þess má geta að fað- ir Adams, Omar Salama, er að- stoðarmótsstjóri og tryggði hann að viðureignin færi fram eftir sett- um reglum. Gunnar segir erlenda gesti vera himinlifandi með umgjörð móts- ins og sérstaklega vettvang þess, Hörpu. „Reykjavíkurskákmótið er orðið eitt virtasta, opna skákmót heims og flesta skákferðamenn dreymir um að tefla í mótinu. Að- dráttarafl Hörpu leikur þar stórt hlutverk,“ segir Gunnar. Í dag, föstudag, er gert eins dags hlé á Reykjavíkurmótinu vegna Evrópumótsins í Fischer- slembiskák. „Fischer þróaði þetta afbrigði við skákina á sínum tíma. Munurinn er sá að fyrir hverja umferð í mótinu er mönnum fyrir aftan peðin raðað á handahófs- kenndan hátt. Þetta gerir að verk- um að þekking sterkra skákmanna á byrjunum gagnast þeim ekkert. Þetta er skemmtilegt tilbrigði við klassísku skákina sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Okkur fannst við hæfi að veita þessari uppfinningu Íslendingsins, Bobbys Fischer, rými á skák- hátíðinni okkar,“ segir Gunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.